Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 7
LÆKNANEMINN 7 Ég hefi oft lofað sjálfum mér því, bæði í gamni og alvöru, og að marggefnu tilefni, að ég skyldi forðast það í lengstu lög að hafa yfir opinberlega í ræðu eða riti neitt það, sem kalla mætti „endurminningar frá þeim gömlu góðu árum“, en nú er ég samt byrjaður á því, og þið verðið að fyrirgefa mér, þótt ég láti gamminn geysa þar um stund. — Það var fyrsta veturinn eftir, að ég hafði lokið kemiuprófi, að mikill skortur var á mönnum í læknadeildinni, sem vildu taka að sér það hlutverk að vera svæfari á sjúkrahúsi Hvítabandsins og jafnframt gegna þar einföldustu kandídatsstörfum, en þau voru í þann tíð eink- um í því falin að taka „Sahli“, þ. e. a. s. mæla hemoglobin hjá sjúkling- unum og sömuleiðis að rannska þvag þeirra fyrir albumin, pus og sykri. Ennfremur að bera sjúklinga á börum milli hæða, mæla hjá þeim blóðþrýsting og skrifa nöfn þeirra, diagnosur og operationsdiag- nosur inn í þar til gerða stóra bók, en á þeim tímum voru engir journalar enn komnir til sögunnar á Hvítabandinu. Að vísu fékk hver sjúkling- ur spjald, þar sem ofangreindar rannsóknir og e. t. v. einhverjar fleiri voru færðar inn á, en a. ö. 1. var lítið skrifað um þá eða um að- gerðirnar. Svæfingar voru framdar með ether á svonefndum Ombré- danne-maska, en það var hin merkilegasta uppfinning, ættuð sunnan úr Frakklandi; stór belgur úr nikkelstáli, en inn í hann var hellt ether í filter, belgurinn síðan með maska fyrir nef og munn í annan endann, en stóra svínsblöðru fyrir öndunarloftið í hinn endann. Nokkra tilsögn hlaut maður í þessu, en áhuginn var mikill og lestrarhugurinn; maður las sig til um svæfingar eftir því, sem föng voru á, og allt gekk þetta stórslysalaust og skikkanlega. Þarna var framin alls konar kirurgia af ýmsum læknum, og á maður margar ánægjulegar minn- ingar frá þeim dögum, bæði af Kristni Björnssyni, Árna heitnum Péturssyni, Daniel Fjeldsted og fleiri ágætis mönnum. Ekki var nú alltaf verið að svæfa, heldur fékk maður oft að halda í haka, því að talsvert var opererað bæði í staðdeyfingu og eins þó nokkuð í mænu- deyfingu. Nú, nóg um þá hlið málsins. Raunar er það eina, sem er merki- legt í þessum „endurminningum" það, að mér finnst þetta ótrúlega stutt síðan; samt átti eftir að líða áratugur áður en fyrsti svæfinga- læknirinn hóf starfsemi hér á landi, og það leiðir huga minn að ýmsu öðru, sem fyrir augu mín bar þarna fyrir meira en 20 árum (raunar var ég þarna viðloðandi í nokkur ár), en þá á ég við ýmsa lyfjameð- ferð og aðra meðferð sjúklinga, sem þá var í fullu og góðu gengi, en erfitt er að hugsa sér í dag, þótt ekki sé lengra liðið, Ég ætla að hætta á að nota hér einn þátt, sem að vísu er löngu orðinn útslitinn, en engu að síður er staðreynd í þessum „endurminn- ingum“, ef ég má svo að orði komast: Það er ekki laust við, að mér finnist ég eldast um heila öld, þegar ég hugleiði það, að ég hefi séð kemotherapiuna í bernsku. Ég hefi séð lungnabólgu- og peritonitis- sjúklinga, sem fengu sulfanilamid þangað til þeir urðu helbláir af sulfahemoglobini, af því að annað nothæft kemotherapeuticum var ekki fyrir hendi. Ég hef meira að segja séðProntosil notað við lungnabólgu, og raunar oft við þvagfærainfectionum, sem ekki er svo merkilegt, og ég man eftir einni af allra fyrstu sendingunum af pencillini, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.