Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 lifrar, hjarta, lungna, já, lesi maður greinar síðustu mánaða um dýratil- raunir á þessu sviði, svo og bættar aðferðar til geymslu líffæra, virðist jákvæður árangur á þessu sviði alls ekki langt undan. — Ég persónulega vildi óska þess, að við sæjum jafn vel hilla undir öruggari greiningar- og lækningatækni á illkynja sjúkdómum, en von- andi verður það í næsta áfanga. Hins vegar vakna hjá manni spurn- ingar í sambandi við líffæraflutningana: Hin fyrsta er sú, sem ég drap á áðan; nefnilega ákvörðunartakan um það, hvenær telja megi einstakling dauðan, þannig að fjarlægja megi frá honum lífsnauðsynlegt, en fullkomlega starfhæft líffæri til flutn- ings í annan einstakíing. Önnur spurningin er þessi: Hvernig bregst viðtakandi nýs lífs, sem fengið er með vital líffæri annars einstaklings, við þessu nýja lífi sínu, þessum líkamsparti, sem raunar er ekki hann sjálfur, sálarlega? — Ég þekki aðeins eina litla athugun, sem gerð hefur verið á þessu atriði, en bendir til þess, að þarna sé e.t.v. um að ræða sálfræðilegt vandamál, sem þrátt fyrir þann cyniska og materialitiska tíðaranda, sem við lifum í, e.t.v. er engu minni en hinn siðfræðilegi vandi læknis- ins. Þriðja sppurningin er raunar samtvinnuð úr hinum fyrri tveim: Hvernig eigum við að geta metið hreint félagslega og fjárhagslega, hvaða einstaklingar séu það mikils virði samfélaginu sem andlegir eða líkamlegir framleiðendur, að það rökstyðji líffæraflutning? Þessar spurningar leita nú að sjálfsögðu á okkur, og vitanlega verður afstöðutaka og ákvörðunartaka læknisins nú miklu mun vandasamari. Þetta kann að vera ein af orsökunum fyrir því, að læknum um heim allan er nú ljós nauðsyn og yfirburðir hópsamvinnunnar umfram þá ofurmannlegu raun. sem væri í þjóðfélagi nútímans bæði þekkingarlega og siðfræðilega að standa einn að svo stórum ákvörðunum, sem nú eru teknar. Það er annars táknrænt um reisn mannsandans þrátt fyrir allt, að í þessum heimi nútímans, þar sem traditionsleysi, efnishyggja, eyðsla og tómstundagaman virðist vera leiðarljós um jiað bil þriðjungs hnatt- búa, skuli samt ennþá vera svo mikil virðing eftir fyrir manninum og hinu mannlega lífi, að þessar ákvarðanir verði svo erfiðar, sem raun ber vitni. Eða er því e.t.v. á þann hátt varið, að þær tækni- og líffræði- framfarir, sem gera okkur kleifar allar þessar aðgerðir, séu í rauninni svo óheyrilega dýrar, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá sé það ekki umhyggja fyrir manninum, sem einstaklingi, heldur kostnaðinum, sem geri ákvarðanirnar erfiðar? Slíkt má auðvitað ekki segja, og þess vegna er vandamálunum vafið inn í hjúp siðfræðilegra bollalegginga. Ée vil nú ekki halda, að svo sé. Ég minntist á það áðan að sjóndeildarhringur okkar í dag sé kos- miskur, og ég minntist rétt áðan á þennan þriðjung mannkynsins, sem lifir svo í vellystingu praktuglega, en ég bið ykkur einnig að hugleiða, einmitt vegna þess, hve sjóndeildarhringur okkar er víður, hina % hluta mannkynsins, sem, þegar bezt lætur, vita, hvar höfði skal hallað og hvað skuli til matar þann daginn, en þegar ver lætur lifir stuttu og væntanlegu andlega fátæku lífi örbirgðar, hungurs og umkomu- leysis, sjúkdóma. fáfræði og hjátrúar. Þessi meiri hluti mannkynsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.