Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 virk eins og gullsölt. Þetta byggist á því, að þau safnast hægt fyrir í vefjum líkamans og það tekur margar vikur eða mánuði að sjá áhrif á A.R. Útskilnaður er einnig mjög hægur, og kvað það taka mánuði eða ár að losna við lyfið úr líkamanum. Þó má búast við, að sjúkdómurinn versni 3—4 vikum eftir að lyfjagjöf er hætt (Olhag- en 1967). Því er mikilsvert aðfinna hæfilegan viðhaldsskammt, og verður þá að reyna að sigla milli skers og báru, þar eð eiturverk- anir lyfsins standa greinilega í beinu hlutfalli við magn lyfjagjaf- ar. Klórókin binzt sérstaklega mel- anini og öðrum litarefnum. Eiturverkunum má skipta í þrennt: 1) Algengar aukaverkanir, en meinlausar, svo sem útbrot, ógleði og uppköst, hárlos, höfuð- verkur, martröð og accomodati- onstruflanir, sem hverfa, þegar skammtar hafa verið minnkaðir. 2) Vafasamar aukaverkanir svo sem psychosis, neuropathia, myo- pathia og mergskemmdir, sem sumir vilja draga í efa, að standi í sambandi við klórókin-gjöf, en aðrir segja, að komi helzt við stóra skammta (Olhagen 1967). 3) Pigmentbreytingar, einkum retinopathia. Reyndar koma þrenns konar verkanir fram á augum: 1) Áðurnefndar accomodations- truflanir, sem valda lestrarerfið- leikum og hverfa við að minnka skammtana. 2) Klórókin útfellingar í cornea, sem taldar eru mjög algengar og hægt er að sjá með flúoresens-að- ferð hjá allt að 90% sjúklinga á langtímameðferð. Ekki er talin ástæða til að hætta meðferð af þessum sökum, nema þá sjaldan, að sjónin minnki. Þessar útfelling- ar eiga að hverfa, þegar lyfjagjöf er hætt. 3) Retinopathia vegna áður- nefndrar tilhneigingar klórókins að setjast í pigmentvef og þ.á.m. retina. Þetta er eini alvarlegi fylgikvilli klórókins. Hann er sem betur fer mjög sjaldgæfur. Popert (1966) segir, að um 50 tilfellum hafi verið lýst, og áætlar tíðnina 0,1—1%. Hættan er mest við lang- meðferð á stórum skömmtum og er þá bundin samanlögðum klóró- kínskammti og dagskammti. Þessi hættulegi skammtur er tal- inn 250 mg klórókinfosfat eða meira á sólarhring í 3 ár eða lengur. Fyrstu einkenni eru sjóndepra og síðan þrenging á sjónsviði og að lokum blinda. Breytingar þessar batna ekki þótt lyf jagjöf sé hætt. Olhagen (1967) telur, að hægt sé að fyrirbyggja slíkt ólán með því að greina retinopathiu strax á byrjunarstigi með augnaspeglun, sjónsviðsmælingu, litarskynsmæl- ingu og electroretinografiu. Þau lyf af þessum flokki, sem við höfum notað mest við A.R. eru Plaquenil (hydroxy-klórókin), og Avlochlor (klórókin-fosfat). Sam- bærilegir skammtar af þessum lyfjum eru 400 mg hydroxyklóró- kin, eða 2 töflur Plaquenil á móti 250 mg klórókinfosfat eða 1 tafla Avlochlor. Byrjunarskammtar voru venjulega 500 mg klórókin- fosfat eða 800 mg hydroxyklóró- kin á sólarhring í nokkrar vikur, en þegar haft er í huga, hve sein- virk þessi lyf eru, og að aukaverk- anir standa í beinu hlutfalli við skammta, hallast nú flestir að því að fara hægar í sakirnar og gefa aldrei stærri sólarhringsskammta en 250 mg klórókinfosfat og 400 mg hydroxyklórókin. Hversu lengi á svo að gefa þessi lyf? Olhagen (1967) ráðleggur að gefa eina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.