Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 55

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 55
LÆKNANEMINN 1,9 til starfa menn, sem sýnt hafa sérstaka ósérhlífni og dugnað. Telja þeir ekki eftir sér að leggja á sig mikla vinnu til þess að gera kennsl- una sem bezta og hagkvæmasta Megi andi þeirra svífa sem lengst yfir vötnum. Hvað viðkemur kennslu í síðasta hluta námsins má segja, að þekking mín sé nokkuð í molum. Hef ég þó rökstuddan grun um, að þar sé fjöldi aðstoðarkennara, sem séu langt frá því að vera nýttir sem skyldi. Hlýtur það nú að verða meginverkefni forráðamanna lækna- deildar eftir að ríkisvaldið hefur tekið fyrir frekari fjárútlát til deild- arinnar að sinni, að tryggja, að kennslukraftar þessir skili að minnsta kosti þeim lágmarkstímaf jölda á mánuði, sem þeim eru greidd laun fyrir. Ekki fyrir alllöngu veitti Alþingi H. I. heimild til fjölgunar prófessorsembætta í læknadeild. Hvernig slíkum embættum er ráð- stafað, er alvörumál mikið og varðar miklu um vöxt og virðing deild- arinnar. Virðist mér sú stefna vera við lýði, að yfirlæknum þeim, sem hvað lengst hafa verið dósentar, séu veittar stöðurnar. Heyrzt hefur, að nokkrir yfirlæknar séu komnir á biðlista fyrir næstu prófessorsem- bætti, sem deildinni falla í skaut. Með fullri virðingu fyrir viðkomandi læknum tel ég stefnu þessa alranga og jafnvel háskalega. Yfirlæknar stórra og umsvifamikilla deilda hljóta og eiga. að hafa yfrið nóg að starfa sem slíkir, og hjá þeim hlýtur því og á kennslan að sitja á hakan- um frekar en hitt. Telji deildin sig þurfa á starfskrafti þeirra að halda, hæfir því önnur staða þeim betur en prófessorsstaða. Þurfi á einhvern hátt að heiðra þá eður þakka vel unnin störf, þá er það hægt með hagkvæmari og virðingarverðari hætti en þeim að setja þá í stöð- ur, sem þeir hafa nær engin tök á að sinna sem skyldi Ekki eru prófessorsembættin sem til falla of mörg. Að mínu áliti hlýtur aðalstarfsvið hvers prófessors að vera kennsla, og á hann að þurfa að beita orku sinni óskiptri að þeim málum, sem varða hana beint eða óbeint. Nauðsynlegt er, að þeir séu í sem nánustum tengslum við þá, sem vinna þau störf, er falla undir kennslusvið þeirra, en það, að prófessorar okkar séu svo yfirhlaðnir störfum, að kennslan og kennsiumál öll verði þeim annaðhvort til ama eður sem tómstunda- gaman, býður heim alvarlegri hættu en séð verður fyrir endann á. Vonandi verður því hér um hugarfarsbreytingu að ræða, hvað stöðu- veitingar varðar, hjá forráðamönnum læknadeildar. Þeir, sem eitthvað eru komnir áleiðis í námi sínu, hafa rekið sig á það hjá kennurum deildarinnar, hve títt er, að vinstri hönd þeirra viti ekki, hvað sú hægri gerir. Er kennslan þá ýmist byggð á undir- stöðum, sem hvergi eru fyrir hendi, eður þá hitt, að sama efnið er endurtekið hvað eftir annað. Stafar þetta án efa af því, að kennar- arnir hafa enga heildarsýn yfir kennsluna, vita hvorki til hlítar, hvað á undan er gengið né eftir fer. Veitir því ekki af að íhuga og það af fullri alvöru, hvort ekki sé tímabært að veita næstu stöðu, sem deild- inni kemur til góða, manni, er hefði það eitt aðalverkefni að hafa um- sjón með málefnum deildarinnar; samræma kennsluna, vinna að st.öð- ugum endurbótum og um leið gæta þess að kennaraliðið skili vel því verki, sem af þeim er krafist. Þórarinn Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.