Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 74
66
LÆKNANEMINN
er nær alltaf í öndunarfærum.
Aðdragandi sjúkdómsins er 12—14
dagar, og síðan koma einkenni
smám saman: vanlíðan, særindi í
hálsi, höfuðverkur og lágur hiti
oft með ógleði og lystarleysi og
loks þurr hósti. Við klíníska skoð-
un er oftast lítið að finna nema
hitahækkun, roða í hálsi og í nær
helmingi tilfella myringitis bullosa
(blöðrur á hljóðhimnu fylltar tær-
um vökva), en þessi einkenni eru
auðvitað ekki sérkennandi. Deyfur
finnast sjaldan við brjóstholsbank,
tala hvítra blóðkorna er eðlileg eða
lækkuð, og eðlilegur sýklagróður
finnst við strok úr hálsi, en sökk
er oft nokkuð hækkað. Þótt svo
lítið finnist við skoðun, má oft
sjá miklar breytingar á röntgen-
myndum af lungum eða í nálægt
fjórðungi þeirra, sem fá einkenni.
I 85% tilfella eru breytingarnar
aðeins í öðru lunganu, oftast illa
afmörkuð ský út frá hilus. Með
nákvæmum faraldursrannsóknum
á hermönnum hefur tekizt að sýna
fram á, að einkenni sjúkdómsins
koma í ljós við aðeins eina af
hverjum þrjátíu sýkingum. Jafn-
vel þótt einkenni komi í ljós, er
sjúkdómurinn mjög góðkynja og
læknast oftast af sjálfu sér. Auka-
kvillar, t. d. meningitis, encephal-
itis, myocarditis o. fl. þekkjast, en
eru mjög sjaldgæfir, og dauðsföll
koma varla fyrir. Meðal almenn-
ings virðist sjúkdómurinn vera
landlægur, en farsóttir þekkjast
þó í herbúðum, skólum og ein-
angruðum stofnunum. Sýkingar
geta orðið á hvaða árstíma sem er,
en hafa ekki hina yfirgnæfandi
vor og haust skiptingu annarra
öndunarfærasýkinga. Tíðnin er
mest milli 5—19 ára, og rís ferill-
inn hæst um 13 ára aldur. Berst
sjúkdómurinn með beinni snert-
ingu við sýkla. Talið er, að 1—2
af þúsundi sýkist árlega, svo
greina megi sjúkdóminn, en þá
munu 200—400 manns sýkjast ár-
lega hérlendis, en einkennalaus
sýking er miklu algengari. Nið-
urstöður ýmissa rannsókna benda
til, að nálægt 10% bráðra sýkinga
í neðri hluta öndunarfæra sé af
völdum myc. pn., og að 40% ung-
linga hafi sýkzt, svo hér er um að
ræða verulegan hluta öndunarsýk-
inga.
Meinafræði: Vegna þess, hve
sjúkdómurinn er mildur og veldur
nær aldrei dauða í mönnum, er
lítið vitað um þær vefjabreyting-
ar, sem hann veldur. Nokkrum
sinnum hefur þó tekizt að rækta
myc. pn. frá líkum, og sýndi
vefjarannsókn interstitial pneum-
onitis með necrotiserandi bron-
chitis, er þetta því ekki sérkenn-
andi fyrir þennan sjúkdóm.
Greining: Sýkingu af völdum
myc. pn. má greina með klínísk-
um og faraldursrannsóknum auk
h jálpar rannsóknarstof nana. Rann-
sóknarstofa Háskólans að Keld-
um mun vandkvæðalaust geta
leyst slíkar rannsóknir af hendi
fyrir starfandi lækna. Klínísk ein-
kenni geta að vísu valdið grun um
sýkingu, en aldrei staðfest upp-
runa hennar. Sumar rannsóknir, t.
d. Mantoux próf og hrákaræktanir,
eru til að útiloka aðra sjúkdóma.
Kuldaagglutinationspróf er já-
kvætt í nálægt 80% tilfella, en það
er einnig jákvætt í mörgum öðrum
sjúkdómum. Ákveðin greining fæst
því eingöngu með ræktunum eða
blóðvatnsprófum. Úr hálsstroki
sjúklinga má rækta myc. pn. á
sérstöku æti svo greina megi líf-
veruna eftir 2—6 vikna ræktun.
Ýmis blóðvatnspróf sýna hækkun
á mótefnum. Einfaldasta og mest
notaða prófið er complementbind-
ingspróf. Neutralisationspróf er