Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 38
38 LÆKNANEMINN koma fram nýjar frumugerðir, sem haga sér öðruvísi líffræði- lega en aðrar frumur æxlisins og stinga mjög í stúf við stöðugleik eðlilegs vefs. Þetta getur haft miklar breytingar í för með sér á frumugerð æxla eftir geislun. Næmu frumurnar hverfa, en fjölgun verður á þeim ónæmu. Er þar með fengin að nokkru leyti skýring á því, þegar æxli verða geislaónæm. Ónæmi getur einnig myndast á þann hátt, að geislun vaidi sérstakri stökkbreytingu og úrvali á breyttum frumum. Slíkt gæti skeð við subletal geislun. Líffræðilegum áhrifum af ákveðnum geislaskammti má breyta verulega með ýmsum efn- um, sem eru nefnd geislanæmar (radiosensitizers). Þau geta aukið á letaláhrif geislanna. Öll efni, sem draga úr frumuvitaliteti, eru eins konar geislanæmar (radio- sensitizers) og verka saman eða samhliða við geislana. Mörg efni hafa verið notuð í þessum tilgangi þ. á. m. ólífræn sölt, geislalík efni (N20), hormónar, kemo- therapeutika og cytostatika. Hreinir geislanæmar eru mjög fáir og verka ekki nema í sam- bandi við geisla. Af beim má nefna 02 og thymidinslík efni (geta komið í stað thymidins í DNA). Ennfremur má nefna NEM (N- ethylmaleimid), sem er talið verka með bví að loka fyrir -SH grúpp- ur. Synkavit er einnig líkt verk- andi efni. Til eru ennier efni, sem gera vefi ónæmari fyrir geislun, — svonefndir geislaónæmar (desen- sitizers) og eru allmörg slík efni kunn, m. a. cystein og önnur efni, sem innihalda -SH hóp, en verka því aðeins, að þau séu gefin fyrir geislun. Þessi efni binda 02, minnka þannig 02 spennuna og þar með verkun ofannefndra radi- kala (H20- o. s. fr.). Umhverfi þess æxlis, sem geisl- að er, virðist hafa töluverð áhrif á svörun þess, og árangur af geislun byggist á því, að tjón af völdum hennar á heilbrigðan vef umhverfis æxli sé minna en í æxlinu sjálfu. Hlutfallið milli skaða æxlis annars vegar og heil- brigðs umhverfis hins vegar er kallað „therapeutiskur index“ eða öryggissvið geislalækningar og er háð ýmsum atriðum eins og æða- fjölda, deilitíðni og starfi vefja. Geislanæmi æxlisfrumanna sjálfra hefur ekki alltaf úrslita- þýðingu, því hægt er að eyðileggja æxli fullkomlega án þess að heil- brigt umhverfi líði, þótt æxlis- frumur séu ekki næmari fyrir geislum en hinar, og skýrist með því, að þegar æxlisfrumur hafa meiri deilitíðni en heilbrigt um- hverfi, koma letal geislaáhrif nær eingöngu í ljós á þeim, en ekki í eðlilegu umhverfi með lága deili- tíðni, þótt það beri í sér geisla- skaða, hann kemur ekki í ljós fyrr en við deilingu. Basalfrumukrabbamein og heil- brigð þekja í kring eru oft sam- tímis eyðilögð með geislun, en geislanæmi er svipað hjá báðum frumugerðum. Þekjan getur svo vaxið frá ógeisluðu umhverfi inn í gapið, sem varð við eyðingu á æxlinu. Lokaárangur er þá eins og um eyðingu á æxlisfrumunum ein- um hafi verið að ræða, en aðrar frumur látnar ósnertar. Bandvefsfrumur geta og vaxið frá heilbrigðu umhverfi inn í ,,eyðuna“ og þar breytzt í hinar ýmsu gerðir bandvefs og komið í stað þeirra, sem eyðilögðust. Næring vefs og æxlis, sérlega súrefnisaðflutningur hefur mikla þýðingu fyrir öryggissvið við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.