Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 73
LÆKNANEMINN
65
Mycoplasma Bakteríur <■-----
t
N '
Proto- —» L-form
plastar
i
stöðug óstöðug
Svipað útlit
Mynd: Tengsl mycoplasma og L-
forma.
agnir af mycoplasma (minimal re-
productive units) eru um 125 m[x
í þvermál, og er hlutfallslega mjög
mikið af þeim í ákveðnu magni
af gróðri. Minnstu agnir L-forma
eru aftur á móti 2-300 mu í þver-
mál, þær eru ekki eins reglulegar
og hlutfallslega ekki mikið af
þeim. Mikið hefur verið deilt um
eðli þessara minnstu agna, en kom-
ið hefur í ljós (Mandel et al, 1959),
að þessar smáagnir eru lifandi og
innihalda mikið af DNA, en lítið
af RNA. Eitt mjög veigamikið
atriði er, að mycoplasma eru dreifð
víða í náttúrunni. Sum eru sapro-
fytar, en miklu fleiri eru parasýt-
ar. Aftur á móti eru L-form fyrst
og fremst rannsóknarstofufyrir-
bæri og valda sennilega aldrei
sjúkdómum. Æti fyrir þessar líf-
verur eru mjög ólík, og er það að
sjálfsögðu vegna mismunandi líf-
efnafræði. Öll mycoplasma hafa
nokkuð svipaða lífefnafræði
(þurfa t.d. cholesterol), en líf-
efnafræði L-forma er eins og
bakteríanna, sem þau eru komin
af. Rannsóknir hafa sýnt, að myc-
oplasma nota hvorki cytochrom-
kerfið né Krebs-hringinn, en það
er frábrugðið L-formum, sem nota
bæði þessi kerfi.
Ummyndun milli myco'plasm.ci
og L-forma:
Alltaf af og til hafa einhverjir
talið sig hafa sýnt fram á um-
myndun milli L-forma og myco-
plasma. Árið 1959 var haldið al-
þjóðaþing í New York, sem nefnd-
ist ,,The Biology of PPLO“. Á
þingi þessu var rifizt mikið um
slíka ummyndun, en lítið hefur
verið skrifað um þetta síðan. í
þessu sambandi má minna á, að
fyrir 30—40 árum þóttust menn
sjá ummyndun milli Gram-jákv.
kokka og Gram-neikv. stafa, en
þetta heyrist aldrei nefnt nú.
Geta L-form valdiö sjiikdómum?
Mikið hefur verið um það rætt
og ritað, hvort L-form baktería
geti valdið sjúkdómum. Aldrei
hefur tekizt að sanna þetta, og er
nú talið mjög ólíklegt, að L-form
geti valdið sjúkdómum. Hins veg-
ar hefur það mikla þýðingu, að
þegar smitsjúkdómar eru læknað-
ir með sýklalyfjum (eins og t. d.
penicillini), geta þessi lyf valdið
því, að L-form myndist, og þessi
L-form eru þá ónæm fyrir viðkom-
andi lyfi. Þegar svo lyfjagiöf er
hætt, breytast L-formin aftur í
bakteríur, og sjúkdómurinn bloss-
ar upp að nýju. Lýst hefur verið
mörgum slíkum tilfellum, sem að
lokum hefur tekizt að lækna með
erythromycini, tetracyclini eða
kanamycini, en það eru lyf, sem
drepa L-form.
Myc. sjúkdómar:
Mycoplasma pneumoniae er
eina tegundin, sem örugglega
veldur sjúkdómum í mönnum.
Einkenni eru háð staðsetninvu
sjúkdómsins, sem getur verið
í lungum og utan lungna, en