Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 40
LÆKNANEMINN 40 Þórir Helgason, læknir: KLÍNÍSK SYKURSVKI Atriði um meðferð I dag þarf aðeins um y8 sjúkl- inga með symptomatiska sykur- sýki meðferð með insulini. Minnk- andi notkun insulins stafar af til- komu oral lyfja, er lækka blóðsyk- ur, og vaxandi skilningi á hinni metabolisku truflun við sykursýki, sem sýnir, að insulin er oft óæski- legt. Um val á meðferð ræður til- hneiging sjúklings til ketosis og holdafar hans, en hvorttveggja er að venju tengt aldri sjúklings. Insulin þurfa þeir sjúklingar, sem hafa tilhneigingu til ketosis. Þann- ig er farið um alla sjúklinga undir þrítugu, vel flesta milli þrítugs og fertugs, en aðeins rnn 7% sjúkl- inga yfir fertugt. Þessir sjúkling- ar eru magrir áður en meðferð hefst og eru hypoinsulinemiskir, þ. e. plasma-insulin þeirra er ómælanlegt eða lágt og eykst lítið eða ekkert eftir glucosugjöf. Þeir eru all insulinnæmir og kolvetna- máltíð, líkamleg áreynsla og taugaspenna hafa mikil áhrif á blóðsykurinn. Sumir, einkum hinir yngri, sýna miklar og stundum, að því er virðist, spontan sveiflur á insulinþörf, og sveiflast einkar auðvellega milli hypoglycemiu og hyperglycemiu og ketosis. Þessir sjúklingar eru sagðir hafa „juven- ile“ tegund sykursýki. Veiki hinna, sem ekki sýna til- hneigingu til ketosis, er nefnd „maturity-onset“ sykursýki. Um 80% þeirra eru eða hafa nýlega verið feitir. Vöðvafrumur þeirra eru verulega ónæmar fyrir áhrif- um insulins, en fitufrumur ekki. Þeir hafa hærra fastandi plasma- insulin og mun meiri insulin- secretion eftir glucosugjöf en heilbrigðir. Hin aukna insulin- secretion stuðlar að aukinni fitu- söfnun vegna áhrifa insulins við tríglyceríðfitumyndun. Með vaxandi fitu fer hækkandi insulin- svar (Weller og Linder, 1967), og sykurþol minnkar, en við megrun lækkar plasma-insulin, og sykurþol stórbatnar og verður stundum eðlilegt. Hægt er að nota insulin til að lækka blóðsykur hinna feitu, hyperinsulinemisku sjúklinga, en venjulega þarf stóra skammta. Notkun insulins eykur oft fituna, sem skerðir kolvetnaþol enn frek- ar. Insulin og insulin-stimulerandi lyf eru því óæskileg, jafnvel ófysiologisk. Rökréttari meðferð er fólgin í megrun og jafnframt má nota diguanide-lyf, sem lækka blóðsykur, serum lipid og insulin. Reynist kolvetnaþol minnkað, þeg- ar kjörþyngd er náð, eru hin insulin-stimulerandi sulphonyl- urea-lyf notuð, og þau eru strax gefin þeim sjúklingum þessa hóps,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.