Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN
15
um. Tog á liði (strekk) var tals-
vert notað áður (Edström, 1952).
Nú orkar það tvímælis. Moritz í
Lundi (1967) kveður allt tog
skemma brjósk og valda hættu á
beinbroti, sérstaklega hjá börnum
og sjúklingum, sem hafa fengið
steroida. Partridge (1966) ræður
frá hvers konar átökum (mani-
pulationum) á liði.
Stoðskinnur eða spelkur eru til
þess að styrkja auma, óstöðuga
og bæklaða liði. Þessar umbúðir
þurfa að vera léttar og þægileg-
ar, til þess að sjúklingar geti geng-
ið með þær og helzt unnið dagleg
störf. Gips má nota í sumum til-
vikum, en hin nýju plastefni
standast betur þær kröfur, en
þarfnast fagmanna og verkstæðis.
Ný gerð af leðri er talin lofa góðu.
Sérsmíðaðir skór tilheyra einnig
þessum útbúnaði.
Æfingameðferð (sjúkraþjálfun,
fysioterapia): Menn eru ekki á
eitt sáttir, hvenær hefja beri æf-
ingameðferð. Ætla má að æskileg-
ast sé að hefja hana strax og
bólga er runnin úr liðum og verk-
ir hafa batnað. Einnig er æskilegt,
að búið sé að rétta úr liðskekkjum.
Gerður er munur á ,,aktivum“
og ,,passivum“ æfingum. Sumir
nota enn ,,passivar“ æfingar til að
liðka liði (Primer on Rheum.
Dis. 1964), en Skotarnir Partridge
og Duthie ráðleggja, eins og áður
segir, að forðast öll átök og þar
með ,,passivar“ æfingar, sem geta
valdið vöðvakrömpum og auknum
liðvökva. Tilgangurinn með „akt-
ivum“ æfingum er að auka vöðva-
kraft og bæta hreyfinguna.
Nauðsynlegt er að byrja meðferð
mjög varlega. Ef sjúklingar
verða þreyttir, fá verki og
vöðvakrampa eftir æfingar, eru
það merki um, að of geyst sé far-
ið og ráðlegt að bíða með næstu
meðferð, þar til þessi einkenni eru
horfin.
1 upphafi þessarar greinar var
minnst á baðlækningar fyrri tíma,
sem aðallega var hitameðferð. Nú
minnast margir höfundar, sem um
gigtarlækningar rita, ekkert á
hitameðferð. Margir telja þó enn,
að hitameðferð á liði í 15—30 mín.
fyrir hverja æfingu sé til bóta.
(Primer on Rheum Dis. 1964).
t. d. infrarauður lampi, heitir
bakstrar eða heit böð. Aftur á
móti gerir sama heimild lítið úr
diatermi, hljóðbylgjum og nuddi.
Þegar fram í sækir, eru hafnar
mótstöðuæfingar eftir því sem
sjúklingar þola, helzt tvisvar á
dag. Mikilsvert er að kenna
sjúklingum æfingarnar, svo þeir
geti haldið þeim áfram heima. Á
sjúkrahúsi er hægt að þjálfa ör-
kumla sjúklinga í að vinna dag-
leg störf með aðstoð ýmissa tækja.
Þurfa þeir þá oft samtímis á stoð-
spelkum og umbúðum að halda.
Sjúklingar þurfa mislangan
tíma til endurhæfinga. Þeir, sem
eru með A. R. á byrjunarstigi,
geta náð fullri starfshæfni á 2 vik-
um, en aðrir með bæklaða liði
þurfa 4—8 vikur,
Þegar heim kemur, þurfa þess-
ir sjúklingar félagslega og fjár-
hagslega aðstoð. Það er skylda
lækna að sjá um, að þeir fái alla
fyrirgreiðslu. Tii þess þurfa lækn-
ar sérmenntað aðstoðarfólk, fé-
lagsráðgjafa, sem sjá um:
1) Ráðgefandi þjónustu, þar
sem sjúklingar geta rætt
persónuleg vandamál.
2) Aðstoð til að fá hjálp og
stuðning, sem þjóðfélagið
býður, svo sem örorkubætur,
styrki til endurhæfingar,
bílastyrki, léttari vinnu við
þeirra hæfi, vist á hvíldar-