Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 33
LÆKNANEMINN SS rich-Feichtiger-syndroma, Van Wardenburg-syndroma, Laurence-, Moon-, Biedl-, Bardet- syndroma, Turner-syndroma virile. Gerð og starfsemi hástœðra eista. Það væri að teygja lopann meir en leyfist hér að greina frá öllum afbrigðum í vefjafræði eista við hástöðu. Eins og að framan segir, getur verið um meðfæddar breytingar að ræða, ekki einungis í hástæðu eista, ef það er einhliða, heldur og í því, sem niður hefur gengið. Sumir telja þó, að með- fæddar skemmdir séu alltaf báðum megin, og tölur flestra um með- fædda galla við hástöðu eru á milli 20—35%. Hjá hinum, sem ekki eru með meðfæddar breytingar á eistum, fer útlit vefsins eftir því, hve lengi hástaðan hefru’ staðið. Skipta má þroska eista í þrennt, það er tímann fram að 6 ára aldri, en þá hefst vaxtarskeið eista að ráði (aðallega vöxtur tubuli), og frá 10.—11. ári hefst kynþroska- skeið með auknum vexti innkirtla- frumanna. Það eru nær eingöngu tubuli og þar með sæðismyndunar- frumurnar, spermatogoniae, sem skemmast, og að nokkru milli- frumuvefurinn. Sertoli-frumur þroskast lengi vel. Innkirtlafrum- urnar, Leydig-frumurnar, sleppa oftast algjörlega. Þess vegna er ekki um minnkaðan þroska ytri kyneinkenna að ræða, heldur er hættan mest á ófrjósemi eins og að framan greinir. Þessi staðreynd er einnig grundvöllur meðferðar. Or- sakir ófrjóseminnar, sé hún ekki meðfædd, eru vegna hærri líkams- hita, um 1-2° C í kviðarholi og nára og hins vegar vegna skemmda af þrýstingi á eistun. Þessi eyðileggj- andi áhrif á sæðisgöngin eru þó varla nokkur að ráði, þegar eistu eru frá upphafi eðlileg, en frá 6. aldursári fara þau ört vaxandi. TJtskilnaður þvag-gonadotropina er frá byrjun kynþroskaskeiðs oft hækkaður. Útskilnaður androgena og 17-ketosteroida er eðlilegur. Stundum getur þó um þrítugsald- ur komið fram einkenni a andro- genskorti og lækkuðum 17-ketost- eroidaútskilnaði svipað og hjá climacterium virile. Stöku sinnum sjást eunuchoid einkenni á kyn- þroskaskeiði. Þá er jafnframt fyrir hendi skemmd á Leydig-frumum og tubuli og er þá af völdum með- fæddra skemmda, þar sem hástaða er einungis eitt einkenni. Er þá aukið magn af heiladingulsgona- dotropinum í blóði, hypergonado- trop hypogonadismus. Illkynja æxli eru af flestum tal- in algengari í hástæðmn eistum en ella. Vekur það varla undrun, þeg- ar hugsað er til þess, hvað með- fæddar breytingar eru algengar, og má sennilegast leita orsaka þar. Sumir álíta hættuna meiri í kvið- arholseistum, og því sé orchidect- omia þar nauðsynleg, takist ekki að flytja eistað niður. Af 2113 illkynja æxlum í eistum voru 223 (10,6%) í hástæðum eistum og m. t.t. 0,2—0,8% tíðni hástæðra eista hjá fullorðnum er tilhneigingin 48 sinnum meiri við hástöðu en við eðlilega legu eista. Þessar tölur tala sínu máli þrátt fyrir mótmæli sumra. Snúningur (torsio), bólga og haull eru tiltölulega sjaldgæf við hástöðu. Meðferð. Ágreiningur um að nota eingöngu annað hvort hor- mónameðferð eða skurðaðgerðir minnkar nú óðum. Skurðaðgerð sem byrjun meðferðar á einungis rétt á sér við ectopia testis eða þar sem haull fylgir. Flökkueistu þurfa enga meðferð. Ella skal byrja á hormónagjöf. Gefnar eru 1000 til 1500 I.E. af HCG (human chorionic gonadotropin) djúpt inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.