Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 80
72
LÆKNANEMINN
son, II. hl. og Ólafur Steingríms-
son, II. hl.
Ráðningastjórar: Þórarinn Arnórs-
son, III. hl. og Einar Oddson, II.
hl.
Stúdentaskiptastjóri: Sigurður Þor-
grímsson, I. hl.
Sýningarstjóri: Lúðvík Guðmunds-
son, I. hl.
Fulltrúaráð: Páll Eiríksson, III. hl.,
Sigurjón Stefánsson, II. hl. og
Ólafur Grimur Björnsson, I. hl.
Hópslysanefnd: Halldór Baldursson,
III. hl., Jóhann Ragnarsson, II. hl.
og Hallgrímur Benediktsson, I. hl.
Önnur mál:
Kristján T. Ragnarsson, ritstjóri
Læknanemans, kvaddi sér hljóðs og
sagði frá því, að honum hafi tekizt að
safna saman Lækanemanum frá upp-
hafi. Væri blaðið nú innbundið i fagurt
skinnband, og fyrir hönd ritnefndar vildi
hann færa félaginu það til eignar og
varðveizlu. Skuli það geymt í herbergi
félagsins og ekki tekið þaðan, nema
með samþykki stjórnar. Ritari stjórnar
þakkaði gjöfina f. h. formanns, sem
hafði teppzt úti á landi og ekki náð til
fundar i tæka tíð.
Að lokum þakkaði ritari fráfarandi
embættismönnum vei unnin störf og það
traust, sem sér og öðrum nýkjörnum
stjórnarmönnum hefði verið sýnt með
kjöri þeira.
Sympósíum um sýklalyf, 28. 3. 1968.
Framsögumenn voru 3 læknar. Fyrst-
ur talaði Sigmundur Magnússon, dósent,
um klinisku hlið málsins. Hann sagði í
upphafi, að óvissri greiningu sjúkdóms
fylgdi óviss meðferð. Engu ómerkara er
að ákveða enga meðferð, þegar hún á
ekki við, en að ákveða, hvaða lyf skuli
nota. Læknar eiga að geta tekið sýkla-
sýni og Gram-litað þau og nálgast
þannig rétta greiningu. Samverkan
sýklalyfja taldi hann varasama og fyr-
irbyggjandi notkun takmarkast við ör-
fáa sjúkdóma, t. d. meningitis og glo-
merulonephritishættu við streptococca-
sýkingar, en hvorki eftir skurðaðgerðir
né eðlilegar fæðingar..
Næstur talaði Arinbjörn Kolbeinsson,
dósent um sýklafræði. Hann talaði um
töku sýna og lagði áherzlu á; að það
sé tekið á réttum stað; að áhöld séu
dauðhreinsuð; að sýni komi nægilega
fljótt á rannsóknarstofuna. Algengustu
sýni eru þvag, gröftur, hálsstrok og
holrúmssýni. Þegar sýni er tekið, er
hægt að gera: 1) smásjárskoðun 2)
ræktun og næmispróf 3) dýratilraunir.
Þá ræddi hann um tvennskonar
ónæmi (resistance) baktería, þ. e.
úrval baktería eða stökkbreytingar
þeirra, og nefndi sem dæmi penicillin-
asamyndandi staphylococca, sem verða
yfirgnæfandi við penicillinmeðferð, en
gat þess, að breytingar væru óliklegri,
þegar tvö lyf eru notuð samtímis.
Þá var skotið inn nýjum dagskrárlið.
Kristján T. Ragnarsson sagði frá Ijós-
prentun Læknanemans og bað fundar-
menn að örva menn til kaupanna.
Næstur talaði dr. Þorkell Jóhannes-
son, prófessor, um skilgreiningu, flokk-
anir og vankanta sýklalyfja. Kemo-
terapeutíka þýðir í víðustu merkingu
öll lyf, en notað í þrengri merkingu
um lyf gegn sjúkdómum af sýklavöld-
um, og eru koncentrationir lyfsins óskað-
legar frumum líkamans. Verka þau því
á sérstakar breytingar, sem ekki verða
í frumum spendýra. Þetta greinir kemo-
,terapeutika frá antiseptika og disin-
fektöntum, sem ,,denaturera“ protein.
Síðan ræddi hann nokkuð sögu lyfjanna.
Þá ræddi hann um þrenskonar skipt-
ingu kemoterapeutika:
A. Eftir efnasamsetningu:
1) Súlfonamíð
2) Penicillin-lyf
3) Streptomycin
4) Tetracyclin-lyf
5) Kloramphenicol
6) Macrolid
7) Polypeptíð
8) Polyen
9) Cephalsporin
10) Sterar
11) Nitrofuran-afbrigði
12) Vmis lyf, t. d. nalidixinsýra,
lincomycin.
B. Bacteriocid eöa bacteriostatisk
,lyf. Skipting er nokkuð óljós, þar sem
lyf hafa bacteríostatiska verkun í litlum
skömmtum en bakteriocida í stórum.
Bakteriocid efni verka á vaxtarfasa
þaktería. Ekki er ráðlegt að blanda
^þessum flokkum saman, með þó nokkr-
um undantekningum.
C. Eftir verkunum á bakteríur. T. d.
verkar penicillin á kjarnasýrur í vegg
bakteria, streptomycin hindrar myndun
eggjahvítu, solfonamid draga úr mynd-
un folinsýru o. s. frv.
Þá minnti Þorkell á, að óhagsýn
.notkun kemoterapeutika kostar óhemju-
fé ár hvert.
Að loknum erindum báru fundarmenn
fram margar fyrirspurnir.
K, T. R,