Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN
89
geislun. í hrattvaxandi æxlum er
blóðnæring vanalega ófullkomin,
og í þeim myndast súrefnissnauð
og dauð svæði. Geislanæmi
minnkar í fjarveru súrefnis, því
er þetta ástand mjög óhagstætt
fyrir geislameðferð, því heil-
brigði vefurinn hefur fulla súr-
efnisspennu og er því tiltölulega
næmur. Ástand getur því ýmist
batnað eða versnað við geislun.
Við æskilega niðurskiptingu geisl-
unar getur það átt sér stað, að
æðar og bandvefur vaxi inn í þau
svæði, sem yztu lög æxlis áður
fylltu, og bætt þá súrefnisspennu
innar í æxlinu og gert það næmara.
Hins vegar er hitt líka til, að
geislun eyðileggi æðar og bandvef
í umhverfi og geri þá ástand
æxlisins enn óhagstæðara en í
byrjun.
Súrefnissnauðar æxlisfrmnur
eða á annan hátt geislaónæmar,
geta stuðlað að því, að tilraunir
til lækninga mistakist alveg. Þótt
aðeins 0,01% af frumum þeim,
sem geislaðar voru, lifi þá nægir
það til þess, að þær geta myndað
æxli á ný af sjálfsdáðum, og dauð-
ar frumur í umhverfi virðast örva
þann vöxt.
Talið var, að bandvefsbreyting-
ar og gerð hvítra blóðkorna í
kringum geislað æxli væri varn-
arsvar líkamans við æxlisvexti.
Svo mun þó ekki vera, heldur er
þetta almenn svörun við áhrifum
dauðra fruma og annarra efna,
sem þá myndast.
Ýmsar leiðir hafa verið reynd-
ar til þess að auka geislanæmi
æxla, án þess að skaða heilbrigt
umhverfi. Einhliða verkun geisla
á æxli má auka með því að velja
rétt smygi geislanna og rétta
dreifingu þeirra og einnig með því
að breyta óhagstæðri súrefnis-
hleðslu vefja og æxla með aukn-
ingu á súrefnismagni innöndunar-
lofts. Það eykur ekki á geisla-
næmi heilbrigðra fruma, sem ekki
taka á sig meira súrefni, en súr-
efnissnauðar æxlisfnnnur gera
það, og vex þannig geislanæmi
þeirra. Sömu áhrif getur það haft
að koma af stað súrefnisskorti í
æxlinu og umhverfi. Geislanæmi
æxlisfruma breytist þá ekki, að-
eins geislanæmi heilbrigðra
fruma.
Þetta eru helztu líffræðilegu
atriðin, sem geislalækningar
byggjast á. Þau eru veik og oft
óljós, og ennþá er aðalstoð fyrir
notkun geisla byggð á grundvelli
reynslu.
Einn þáttur í líffræðilegum
áhrifum geisla eru breytingar á
erfðamassa hjá þeim, sem verða
fyrir geislun. Ætlunin var að taka
það með í þessari grein, en efnið
er talsvert óskylt og á ekki nema
að litlu leyti samleið með framan-
greindu, og verður það rætt í ann-
arri grein.
Að mestu leyti byggt á L. Revesz:
Biologiska aspekter pá strálterapi.
Nordisk Larobok i Str<erapi 1963.