Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 58
52 LÆKNANEMINN Tillögurnar miða að því að stytta námstíma undirstöðugrein- anna án þess þó, að námsefnið minnki. Námstími klínísku grein- anna lengist aftur á móti, eins og sést á töflunni Auk þess er mein- ingin að tengja undirstöðugrein- arnar við klíníska námið mun bet- ur en gert hefur verið (integrat- ion). Fyrsta ár. Fyrsta þriðjung þessa kennslu- árs verður aðallega kennd eðlis- og efnafræði, en auk þess haldnir fyr- irlestrar í tölfræði, erfðafræði, hjálp í viðlögum, almennir fyrir- lestrar um námið og e.t.v. leiðbein- ingar í framsögn. I desember verð- ur svo próf í eðlis- og efnafræði (aðeins haldið einu sinni á ári), og þeir, sem standast það, stunda síðan nám í efnafræði og líffæra- fræði til vors. Námsefni í efna- fræði verður svipað og það er nú, og í líffærafræði verður kennt um vöðva, bein og bönd og auk þess fósturfræði og vef jafræði. Um vor- ið síðan próf í efna- og líffæra- fræði. Sumarið eftir verður síðan krufningarnámskeið í útlöndum eins og verið hefur. Bæði þessi próf á fyrsta árinu gætu orðið aðal- ,,sía“ deildarinnar (hugsanlega einnig stúdentspróf), þar þarf að standast próf í báðum greinum samtímis, og próf þessi verða að líkindum haldin aðeins einu sinni á ári. Benda má á, að þeir, sem falla á prófinu í desember, geta hafið nám í annarri deild strax í janúar og tapa þannig aðeins einu misseri. Annað ár. Á öðru ári verða kenndar líf- færa-, lífefna- og lífeðlisfræði. Fræðileg kennsla verður í öllum greinum allt kennsluárið, en stúdentar skiptast í 3 hópa og eru í verklegri kennslu aðeins í einni grein í einu. Ætlast er til, að námsefni þessara greina verði samræmt eftir því, sem unnt er, þannig að t. d. sama líffærið og starfsemi þess verði rætt samtím- is í öllum þremur greinunum. Stungið var upp á, að halda á þessu ári fyrirlestra í læknisfræði- legri sálfræði til að búa stúdenta undir að umgangast sjúklinga, en það hefst á næsta ári. Próf eru í júní. Þriðja ár. Þriðja kennsluár skiptist í þrjá jafna hluta. Á fyrsta þriðjungi verður kennd meinafræði, lyfja- fræði og sýklafræði. Á miðþriðj- ungi verður verkleg klínísk kennsla. Á síðasta þriðjungi verð- ur kennd meiri meinafræði, lyfja- fræði og sýklafræði. Kennsla í þessum greinum verður bæði fræðileg og verkleg. Vegna skorts á kennslukröftum í lyfjafræði get- ur verið, að þangað til úr rætist verði kennslu í þeirri grein dreift yfir allt kennsluárið þannig, að hún verði einnig í klíníska þriðj- ungnum. Með prófi í þessum þrem- ur greinum er lokið fyrri (pre- klínískum) hluta námsins. Fjórða ár. Með fjórða árinu hefst síðari eða klíníski hluti námsins. Fyrstu 6 mánuði þessa kennsluárs er lögð stund á lyflæknisfræði og hand- læknisfræði auk svæfingafræði. Stúdentar skiptast niður á sjúkra- deildir allan þennan tíma, en sækja auk þess 1-—2 sameiginlega fyrirlestra á dag. Meðal annars vegna plássleysis og vaxandi sér- hæfingar á Landspítalanum má búast við, að nota verði einnig hin sjúkrahúsin til kennslu. Róldeild (eftirmeðferðardeild) verður opn- uð á Landspítalanum á þessu ári,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.