Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN
17
Stundum hafa þó sést meiri hátt-
ar magablæðingar eftir Aspirin, en
hitt orkar tvímælis, hvort sali-
cylöt geti valdið magasári.
Vegna meintrar ertingar á
magaslímhúð er venja að blanda
sýrueyðandi lyf jmn í Aspirintöflur
og þannig eru tilkomnar magnyl-
og bufferintöflur. Engilsaxar
nota aftur á móti húðaðar töflur
og hafa minna Aspirin í hverri.
Sjaldnast er talin ástæða til að
hætta Aspiringjöf vegna þessara
smáblæðinga í saur.
I seinni tíð hefur verið lögð
áherzla á, að salicylöt geti valdið
hypoprothrombinemiu og blæðingu
þess vegna. Þetta ber að hafa í
huga við segavarnameðferð og
verður að spyrja rækilega um
Aspirinát hjá sjúklingum, sem
blæða á slíkri meðferð. Að lokum
er ofnæmi nokkuð algengt við
Aspirin, þótt ekki sé það alvarlegt
og nú leikur grunur á að Aspirin
geti valdið nýrnaskemmdum þó
ekki í sama mæli og Phenacetin.
Hér hafa verið talin öll helztu
atriðin í grundvallarmeðferð á A.
R. Að öðru jöfnu á að reyna þessa
meðferð eins fljótt og hægt er í
„aktífum fasa“ sjúkdómsins og
leggja sjúklingana á sjúkrahús.
Ef þessi meðferð ber ekki full-
nægjandi árangur, verður að grípa
til annarra ráða, sem nú verður
minnzt á.
Phenylbutazon (Butazolidin)
hefur verið notað við ýmsum teg-
undum liðagigtar hátt á annan
áratug. Það hefur reynst mjög
kröftugt gigtarlyf. Eiturverkanir
þess hafa þó fælt lækna frá að nota
það í langtímameðferð. Lyfið er
náskylt Amidopyrini, sem skandi-
naviskir læknar telja mjög hættu-
legt lyf.
Phenylbutazon er hitalækkandi,
verkjastillandi og bólgueyðandi.
Það jafnast ekki á við Asprin,
sem verkjalyf við öðrum verkjum
en gigtarverkjum, þar eð verkja-
stillandi áhrif eru talin bundin
bógueyðandi áhrifum. Aftur á móti
eru bólgueyðandi áhrif þess mun
meiri en Aspirins og eru jafnvel
talin jafnast á við steroida (Good-
man and Gillman, 1965). Það verk-
ar mun betur á spondylitis ankyl-
opoietica og þvagsýrugigt en A.R.,
hvað sem veldur. Butazolidin var
í upphafi gefið í mjög stórum
skömmtum, 800—1200 mg á sólar-
hring. Síðar kom í ljós, að það var
enginn kliniskur hagnaður í að
gefa stærri skammt en 600 mg.
Ástæðan er sú, að eins og önnur
analgetica er Butazoldin protein-
bundið í blóði, sem er mettað við
venjulega skammta, 400—600 mg.
Stærri skammtar hækka frítt
phenylbutazon í serum og auka
eiturverkanir lyfsins án þess að
auka lækningamátt þess.
Aukaverkanir eru taldar koma
í 10—50% tilfella og eru því meiri,
sem stærri skammtar eru notaðir.
Algengastar eru: Ógleði, uppköst,
óþægindi í epigastrii og útbrot.
Alvarlegustu eiturverkanir eru
magasár með blæðingu eða per-
foration, agranulocytosis, throm-
bocytopenia og aplastisk anæmia,
stomatitis, hepatitis og ofnæm-
isástand, sem líkist serum-sjúk-
dómi. Nokkur dauðsföll hafa orð-
ið af völdum aplastiskrar anæmiu
og agranulocytosis.
Aðgát skal höfð í meðferð þessa
lyfs, og ber sérstaklega að fylgjast
með blóðhag þeirra sjúklinga, sem
fá stærstu skammta, 400—600 mg
á sólarhring.
Þó eru ekki allir jafn hræddir
við þetta lyf. Olhagen (1967) seg-
ist hafa 15 ára reynslu af litlum
skömmtum, 200—300 mg á dag, og
hafi hann ekki séð neina agranulo-