Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 79
LÆKNANEMINN
71
aðdraganda að breyttum kennsluháttum
í læknadeild. Þar var annars vegar um
að ræða tillögur Arne Martinsen í ,,Bláu
bókinni" og hins vegar tillögur próf.
Tómasar Helgasonar og Jónasar Hall-
grímssonar, læknis, sem þeir lögðu fram
í okt. sl.
Næstur talaði Magnús Jóhannsson,
sem hefur verið fulltrúi læknanema í
nefnd þeirri, er vinnur að breytingum á
kennsluskipulagi. Hann skýrði frá því,
að nefndin hefði haldið fjölmarga fundi
og taldi upp helztu breytingarnar á
fyrirhuguðu skipulagi, en þær eru þess-
ar: 6 ára nám; minnkuð bókleg kennsla;
aukin verkleg kennsla; árgangakennsla;
takmörkun nemendafjölda; embætti
kennslustjóra (dean); eins árs leyfi frá
námi; próf aðeins á vorin; 12 nýir
kennarar. Þessar tillögur hafa allir
kennarar deildarinnar samþykkt, og
verður ný reglugerð samin fyrir vorið,
en óvíst er, hvenær þetta skipulag kemst
í framkvæmd.
Að loknu 10 mín. fundarhléi voru
menn hvattir til að segja álit sitt á
breytingunni. Ýmsir spurðu úr sætum
sínum, en fáir stigu í pontu. Bættist
þar við margt athyglisvert til viðbótar
því, sem áður var rætt, t. d.: kostnaður
við framkvæmd nýja skipulagsins; fyr-
irkomulag kliniskrar kennslu og sam-
ræming hennar við þá bóklegu; lána-
kerfi; sumarleyfi og tækifæri á fjár-
öflun í framtíðinni; hlutfall milli lestr-
artíma og lestrarefnis.
Eftir fjörugar umræður voru kennslu-
mál tekin af dagskrá og kynntur næsti
liður, þ.e. val læknanema í stúdentaráð.
Sigurður Friðjónsson talaði fyrir hönd
stjórnarinnar, sem að undanförnu hef-
ur leitað eftir ábendingum innan deildar-
innar um framboð. Samkvæmt niður-
stöðum þeirrar könnunar lagði Sigurður
fram tillögu, þar sem hann lýsti yf-
ir stuðningi við framboð eftirtalinna
læknanema sem fulltrúa við kosningar
til Stúdentaráðs H. 1. þ. 30. marz '68:
Aðalmenn kosnir til tveggja ára:
1. Lúðvík Ólafsson,
2. Katrín Fjeldsted.
Varamenn kosnir til eins árs:
1. Högni Öskarsson,
2. Ólafur H. Oddsson,
3. Pálmi Frímannsson,
4. Jón R. Kristinsson.
Fundarstjóri skýrði lög varðandi
framboð til Stúdentaráðs, og að því
loknu var tillagan borin undir atkvæði
og samþykkt samhljóða með handaupp-
réttingu.
AÐALFUNDUR F. L. 22. 3. 1968.
Haldinn í XI. kennslustofu H. 1.
Formaður félagsins, Magnús Jóhanns-
son, setti fundinn, skipaði sjálfan sig
fundarstjóra og Hörð Alfreðsson fund-
arritara.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns um starf félags-
ins sl. starfsár.
2. Guðmundur M. Jóhannsson, gjald-
keri félagsins, las reikninga þess. Hann
skýrði m.a. frá því, að nokkrir fyrsta
árs nemendur hafi neitað að greiða árs-
gjald og ekki óskað eftir því að vera I
félaginu.
Reikningar voru samþykktir sam-
hljóða.
3. Sigurður B. Þorsteinsson, gjaldkeri
Læknanemans, las reikninga blaðsins.
Hann fræddi menn um það, að hagur
blaðsins væri verulega bættur frá fyrra
ári, sem orsakast af hækkun á gjöldum
styrktarmanna og auglýsingum.
4. Breytingartillögur stjórnar á lög.
um félagsins. (Sjá á öðrum stað í blað-
inu).
5. Kosning embættismanna félagsins.
Framboð til allra embætta félagsins
nema varamanna 1 stjórn, höfðu borizt
fyrir fundinn, og aðeins eitt framboð
til hvers embættis. Allir embættismenn
voru kosnir með lófaklappi, og þeir eru:
Stjórn F.L.
Formaður: Edda Björnsdóttir, III hl.
Ritari: Hörður Alfreðsson, III. hl.
Gjaldkeri: Þórarinn Sveinsson, III.
hl.
Meðstjórnendur: Gunnar Þór Jóns-
son, III. hl. og Ari Jóhannesson,
I. hl.
Varamenn: Lúðvík Ólafsson, II. hl.
og Þórarinn Arnórsson, III. hl.
Ritnefnd:
Ritstjóri: Vigfús Ö. Þorsteinsson,
Ill.hl.
Ritstjórnarmenn: Björn í. Karlsson,
III. hl., Kristján Róbertsson, II.
hl. og Árni Þórsson, II. hl.
Gjaldkeri Læknanemans: Pálmi Frí-
mannsson, I. hl.
Dreifing Læknanemans: Ragnar
Sigurðsson, I. hl.
Auglýsingastjórar: Jón Sigurðsson,
I. hl. og Jónas Franklín, I. hl.
Kennslumálanef nd:
Formaður: Sigmundur Sigf ússon,
I. hl.
Nefndarmenn: Kristján T. Ragnars-
son, III. hl. og Guðmundur Þor-
geirsson, I. hl.
Endurskoðendur: Magnús Einars-