Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 66
58
LÆKNANEMINN
febris rheumatica. Þá byrjar sjúk-
dómurinn í mörgum liðum í senn
og ræðst sjaldan á stóru tá. Sjúkl-
ingarnir eru mikið veikir og hafa
talsverðan hita, sem getur staðið
í nokkrar vikur.
U.þ.b. 4 árum eftir fyrstu liða-
einkenni fer að bera á tophi í sub-
cutis umhverfis liðamót og þar,
sem strekkt er á skinni. Líkurnar
til að finna þá aukast með hverju
ári, sem sjúklingur gengur með
sjúkdóminn, en alls fá um 27%
sjúklinga tophi. Uröt setjast í
bursae, oft við olnboga og gefa
bursitis. Þau setjast í augu og gefa
þar conjunctivitis, iridocyclitis,
scleritis o.s.frv., og þau setjast í
brjósk og beinmerg. Ekki er þó
sannað neitt um blóðleysi af þeirra
völdum, þótt um það hafi verið
rætt. Langflestir sjúklingar með
arthritis urica fá útfellingar í
nýru og einkennandi breytingar.
Milli 20—40% hafa albúmínúríu,
ýmist intermitterandi eða stöðuga,
sjaldan þó mikla. Benign hyper-
Milli 20—30% hafa albuminuri,
ýmist intermitterandi eða stöðuga,
sjaldan þó mikla. Benign hyper-
tension finnst í sama fjölda.
Nýrnastarfsemin getur orðið léleg,
og'sjúklingarnir fá e. t. v. úremíu.
Um 22% þvagsýrugigtarsjúklinga
deyja úr nýrnainsufficiens. Nýrna-
steinar eru mjög algengir. Það fer
hó tvennum sögum af tíðninni.
Sumir höfundar telja, að 5% siúkl-
inga hafi nýrnasteina. Aðrir finna
hjá 33% sjúklinga með prímera
þvagsýrugigt og 40% þeirra, sem
hafa sekúndera formið. Það er þó
ljóst, að það er ekki eingöngu
þvagsýrumagnið í þvaginu. sem
gefur aukna steinmyndun. Aðeins
25% sjúklinga með prímera þvag-
sýrugigt útskilia meiri þvagsýru
en hraust fólk. Þvag þeirra er þó
oftast súrara en venjulegt er, og
þar að auki útskilja steingerðar-
mennirnir viss mucoprotein í
þvagi, sem talin eru auðvelda
steinamyndun. Sumir höfundar
hafa jafnvel viljað greina þvag-
sýrugigt með nýrnasteinum frá
annari þvagsýrugigt og telja sér-
stakan sjúkdóm.
Meöferö.
Meðferð þvagsýrugigtar beinist
að því að fá hin bráðu einkenni til
að hverfa, að laga lifnaðarhætti
sjúklings og mataræði og kenna
honum að forðast hluti, sem
kynnu að geta framkallað kast og
loks með lyfjum að lækka þvag-
sýrumagn líkamans. Árið 1500
fyrir Krist er lyfi, sem talið er
vera colchicin, lýst í egypzkum
handritum. Býzantíumenn þekktu
það örugglega, og enn í dag er það
eitt helzta lyfið við bráðri þvag-
sýrugigt. Lengi vel var haldið, að
verkun þess á þvagsýrugigt væri
sérstök. Nýrri rannsóknir sýna þó,
að það hefur einnig verkun á liða-
einkenni við serumsjúkdóm, sar-
coidosis og rheumatoid arthritis.
Við bráðum liðaeinkennum eru
oft gefin 0,5 mg colchicin á 1 eða
2ja tíma fresti, þar eð einkennin
hverfa eða sjúklingur fær niður-
gang. Stundum verður þó að halda
áfram, þrátt fyrir þessar auka-
verkanir og reyna að stilla þær
með opium og vismuthi. Oftast
nægja um það bil 5 mg til að
stöðva gigtarkastið. Komast má
að mestu hjá þessum aukaverkun-
um, með því að gefa colchicin í
æð. Er þá gefið t. d. 1 mg á 3—6
stunda fresti, þó ekki yfir 6 mg á
sólarhring. Önnur colchicinsam-
bönd hafa einnig verið reynd í von
um að sleppa við aukaverkanir.
Desacetylmethyl-colchicin (Deme-
colchine) ogtrimethylcolchicinsýra
hafa bæði svipuð áhrif og colchic-