Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 17
LÆKNANEMINN 17 Stundum hafa þó sést meiri hátt- ar magablæðingar eftir Aspirin, en hitt orkar tvímælis, hvort sali- cylöt geti valdið magasári. Vegna meintrar ertingar á magaslímhúð er venja að blanda sýrueyðandi lyf jmn í Aspirintöflur og þannig eru tilkomnar magnyl- og bufferintöflur. Engilsaxar nota aftur á móti húðaðar töflur og hafa minna Aspirin í hverri. Sjaldnast er talin ástæða til að hætta Aspiringjöf vegna þessara smáblæðinga í saur. I seinni tíð hefur verið lögð áherzla á, að salicylöt geti valdið hypoprothrombinemiu og blæðingu þess vegna. Þetta ber að hafa í huga við segavarnameðferð og verður að spyrja rækilega um Aspirinát hjá sjúklingum, sem blæða á slíkri meðferð. Að lokum er ofnæmi nokkuð algengt við Aspirin, þótt ekki sé það alvarlegt og nú leikur grunur á að Aspirin geti valdið nýrnaskemmdum þó ekki í sama mæli og Phenacetin. Hér hafa verið talin öll helztu atriðin í grundvallarmeðferð á A. R. Að öðru jöfnu á að reyna þessa meðferð eins fljótt og hægt er í „aktífum fasa“ sjúkdómsins og leggja sjúklingana á sjúkrahús. Ef þessi meðferð ber ekki full- nægjandi árangur, verður að grípa til annarra ráða, sem nú verður minnzt á. Phenylbutazon (Butazolidin) hefur verið notað við ýmsum teg- undum liðagigtar hátt á annan áratug. Það hefur reynst mjög kröftugt gigtarlyf. Eiturverkanir þess hafa þó fælt lækna frá að nota það í langtímameðferð. Lyfið er náskylt Amidopyrini, sem skandi- naviskir læknar telja mjög hættu- legt lyf. Phenylbutazon er hitalækkandi, verkjastillandi og bólgueyðandi. Það jafnast ekki á við Asprin, sem verkjalyf við öðrum verkjum en gigtarverkjum, þar eð verkja- stillandi áhrif eru talin bundin bógueyðandi áhrifum. Aftur á móti eru bólgueyðandi áhrif þess mun meiri en Aspirins og eru jafnvel talin jafnast á við steroida (Good- man and Gillman, 1965). Það verk- ar mun betur á spondylitis ankyl- opoietica og þvagsýrugigt en A.R., hvað sem veldur. Butazolidin var í upphafi gefið í mjög stórum skömmtum, 800—1200 mg á sólar- hring. Síðar kom í ljós, að það var enginn kliniskur hagnaður í að gefa stærri skammt en 600 mg. Ástæðan er sú, að eins og önnur analgetica er Butazoldin protein- bundið í blóði, sem er mettað við venjulega skammta, 400—600 mg. Stærri skammtar hækka frítt phenylbutazon í serum og auka eiturverkanir lyfsins án þess að auka lækningamátt þess. Aukaverkanir eru taldar koma í 10—50% tilfella og eru því meiri, sem stærri skammtar eru notaðir. Algengastar eru: Ógleði, uppköst, óþægindi í epigastrii og útbrot. Alvarlegustu eiturverkanir eru magasár með blæðingu eða per- foration, agranulocytosis, throm- bocytopenia og aplastisk anæmia, stomatitis, hepatitis og ofnæm- isástand, sem líkist serum-sjúk- dómi. Nokkur dauðsföll hafa orð- ið af völdum aplastiskrar anæmiu og agranulocytosis. Aðgát skal höfð í meðferð þessa lyfs, og ber sérstaklega að fylgjast með blóðhag þeirra sjúklinga, sem fá stærstu skammta, 400—600 mg á sólarhring. Þó eru ekki allir jafn hræddir við þetta lyf. Olhagen (1967) seg- ist hafa 15 ára reynslu af litlum skömmtum, 200—300 mg á dag, og hafi hann ekki séð neina agranulo-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.