Læknaneminn - 01.08.1968, Side 58
52
LÆKNANEMINN
Tillögurnar miða að því að
stytta námstíma undirstöðugrein-
anna án þess þó, að námsefnið
minnki. Námstími klínísku grein-
anna lengist aftur á móti, eins og
sést á töflunni Auk þess er mein-
ingin að tengja undirstöðugrein-
arnar við klíníska námið mun bet-
ur en gert hefur verið (integrat-
ion).
Fyrsta ár.
Fyrsta þriðjung þessa kennslu-
árs verður aðallega kennd eðlis- og
efnafræði, en auk þess haldnir fyr-
irlestrar í tölfræði, erfðafræði,
hjálp í viðlögum, almennir fyrir-
lestrar um námið og e.t.v. leiðbein-
ingar í framsögn. I desember verð-
ur svo próf í eðlis- og efnafræði
(aðeins haldið einu sinni á ári), og
þeir, sem standast það, stunda
síðan nám í efnafræði og líffæra-
fræði til vors. Námsefni í efna-
fræði verður svipað og það er nú,
og í líffærafræði verður kennt um
vöðva, bein og bönd og auk þess
fósturfræði og vef jafræði. Um vor-
ið síðan próf í efna- og líffæra-
fræði. Sumarið eftir verður síðan
krufningarnámskeið í útlöndum
eins og verið hefur. Bæði þessi próf
á fyrsta árinu gætu orðið aðal-
,,sía“ deildarinnar (hugsanlega
einnig stúdentspróf), þar þarf að
standast próf í báðum greinum
samtímis, og próf þessi verða að
líkindum haldin aðeins einu sinni á
ári. Benda má á, að þeir, sem falla
á prófinu í desember, geta hafið
nám í annarri deild strax í janúar
og tapa þannig aðeins einu misseri.
Annað ár.
Á öðru ári verða kenndar líf-
færa-, lífefna- og lífeðlisfræði.
Fræðileg kennsla verður í öllum
greinum allt kennsluárið, en
stúdentar skiptast í 3 hópa og eru
í verklegri kennslu aðeins í einni
grein í einu. Ætlast er til, að
námsefni þessara greina verði
samræmt eftir því, sem unnt er,
þannig að t. d. sama líffærið og
starfsemi þess verði rætt samtím-
is í öllum þremur greinunum.
Stungið var upp á, að halda á
þessu ári fyrirlestra í læknisfræði-
legri sálfræði til að búa stúdenta
undir að umgangast sjúklinga, en
það hefst á næsta ári. Próf eru í
júní.
Þriðja ár.
Þriðja kennsluár skiptist í þrjá
jafna hluta. Á fyrsta þriðjungi
verður kennd meinafræði, lyfja-
fræði og sýklafræði. Á miðþriðj-
ungi verður verkleg klínísk
kennsla. Á síðasta þriðjungi verð-
ur kennd meiri meinafræði, lyfja-
fræði og sýklafræði. Kennsla í
þessum greinum verður bæði
fræðileg og verkleg. Vegna skorts
á kennslukröftum í lyfjafræði get-
ur verið, að þangað til úr rætist
verði kennslu í þeirri grein dreift
yfir allt kennsluárið þannig, að
hún verði einnig í klíníska þriðj-
ungnum. Með prófi í þessum þrem-
ur greinum er lokið fyrri (pre-
klínískum) hluta námsins.
Fjórða ár.
Með fjórða árinu hefst síðari
eða klíníski hluti námsins. Fyrstu
6 mánuði þessa kennsluárs er lögð
stund á lyflæknisfræði og hand-
læknisfræði auk svæfingafræði.
Stúdentar skiptast niður á sjúkra-
deildir allan þennan tíma, en
sækja auk þess 1-—2 sameiginlega
fyrirlestra á dag. Meðal annars
vegna plássleysis og vaxandi sér-
hæfingar á Landspítalanum má
búast við, að nota verði einnig hin
sjúkrahúsin til kennslu. Róldeild
(eftirmeðferðardeild) verður opn-
uð á Landspítalanum á þessu ári,