Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 net valdastiga og valdboða (autoritets). „Antiautoriter“ er eitt vinsælasta vígorð þeirra. Valdakerfi þetta leitast við með öllum ráðum að viðhalda ríkjandi skipulagi, sem skóp yfirstéttunum valdið. Verkfæri valdsins er fyrst og fremst fjármagnið, sem það sér um að halda í veltu, fram- leiðslu og neyzlu og getur einnig nýtt til ögunar og ráðskunar í þjóðfélaginu. Það hleðst samt upp, svo að flæðir yfir alla bakka, og er þá veitt á lönd þriðja heimsins, þar sem það ávaxtast oftast á ævitýralegan hátt og hrifsar til sín auðlindir þeirra. Árangurinn er öllum kunnur: ríku þjóðirnar drepast úr ofáti, þær fátæku úr hungri og hörgulsjúkdómum. Finnst stúdentum það fátæklegt siðferði að baki gnægðar fagurra orða þeirra, sem saddir eru. Ætli einhverjir innfæddir sér þá dul að leyfa ekki þeim ríku og lénsherr- um þeirra í eigin landi að arðræna sig, þá eru þeir orðnir „kommún- istarnir“ í fréttunum, sem kostar gjarnan napalm og landauðn. Neyðir þetta þá oftast til að verða raunverulegir kommúnistar. Þó vita valdhafar betur: „Af 149 meiri háttar uppreisnum sl. 8 ár voru kommúnistar aðeins viðriðnir 38—58% þeirra. M. a. s. í 7 til- fellum var uppreisnunum beint gegn þeim“ (Robert McNamara 1966). Stúdentum útum allan heim hefur í sívaxandi mæli runnið til rifja kúgunin í fátækustu löndunum og álíta þeir sig hafa fundið sam- hengi milli ástandsins í eigin makræðisþjóðfélögum og ör- birgðar þriðja heimsins: „Viet- namstyrjöldin hefur í fyrsta skipti birt stúdentum inntak ríkjandi þjóðskipulags: eðlisborna nauð- syn á útþenslu og ágangi og hrottaskapinn í baráttunni gegn öllum frelsishreyfingum“ (Mar- cuse, ibid.). Því samhygð æsku- fólks með þeim og virkjun þess („engagement") fyrir þær. Oft er stúdentum borið á brýn að vita ekki, hvað þeir vilja. I rauninni ætti að vera nægileg for- senda til mótmæla að vita, hvað maður vill ekki. Þó hafa þeir yfir- leitt borið fram mjög ákveðnar kröfur í einstökum þáttum and- ófsins. En þeir hafa enga alls- herjar patentlausn um uppbygg- ingu þjóðfélaga. Þeim finnst það vera sköpunarstarf þróunar og ekki einu sinni reiknanlegt í tölv- um. Vitaskuld hafa þeir mismun- andi skoðanir í þeim efnum, og meiri samhugur er um það, sem gagnrýna ber. Sumir eru kommar eða sósíalistar, margir nýmarx- istar, einnig Trotzkýistar, anark- istar (margir), Maóistar o. s. frv. Flestir eru róttækir lýðræðis- sinnar. Umbæturnar í Tékkóslóv- akíu fyrir innrásina voru von margra. Maóistar vilja friðsam- lega menningarbyltingu. Allir vilja reyna að breyta hugarfari fólks, fræða það, vekja það af doðanum. „Informieren, nicht manipulieren“, „þjóðfélagsþekk- ing er sama og þjóðfélagsbreyt- ing“. Reyna að fá fólk til þess að kasta þeirri sjálfselsku trú, að ekki sé unnt að lifa lífinu í ein- hverskonar öðruvísi samfélagi en nú þykir gott. Stúdentahreyfingin í heild „ .... er ekki „sósalísk“ í hefðbundnum og kreddubundnum skilningi þess orðs. Hún heldur ekki á lofti stofnun „alþýðulýð- ræðis“. Hún spyr ekki um eigna- réttinn, — hann hefur fyrir stúd- enta aukaþýðingu —, heldur í fyrsta lagi um valdið og valds- mennskuna. Hún krefst ekki ríkisreksturs atvinnutækjanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.