Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 57
LÆKNANEMINN 53 samráði við kennara í lyflæknis- fræði og e. t. v. í fleiri greinum. Hvernig líkar þér að kenna við deildina, og hverra úrhóta er þörf i kennslu- og rannsóknaaðstöðu? Það er gott að kenna við deild- ina að því leyti, að nemendur eru yfirleitt þroskaðir og ekki fleiri en svo, að kennarinn kemst í persónulegt samband við þá flesta. Kennsluaðstaða er á hinn bóginn slæm, bæði hvað varð- ar tæki og húsrými. 1 þessu sam- bandi skal þess þó getið, að Rann- sóknastofa í lyfjafræði hefur ný- lega fengið aukið húsrými, sem mun verulega bæta alla aðstöðu til rannsókna og kennslu, ef að líkum lætur. Hins vegar er enn sem fyrr alger skortur á lækn- um sérmenntuðum í lyfjafræði til þess að taka þátt í kennslunni og vinna í rannsóknastofunni. Því er oft haldið fram, að ís- lendingar veiti tiltölúlega mun minna fé til vísindalegra rann- sókna en flestar nágrannaþjóðir. Hver er skoðun þín í þessu máli? íslendingar eru fátæk þjóð og lítils megnugir. Því er að líkum, að lítið framlag komi í hlut vís- inda og rannsókna, nema þá helzt í sambandi við rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Reynslan hefur og sýnt, að skilningur íslenzkra stjórnmálamanna á vísindalegum rannsóknum er jafnan mjög tak- markaður. Eitt gleggsta dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á vísindastarfsemi yfirleitt er sú staðreynd, að aðflutningstollar á vísindatækjum og áhöldum eru 35—70% hér á landi. I nágranna- löndunum eru slíkir tollar sjaldn- ast yfir 10%. Þykir það raunar mikið, og eru því tollar oft felldir niður, ef um það er sótt. Slíkt virðist vera óframkvæmanlegt hér á landi. Hins vegar eru ýmsar vél- ar til fiskvinnslu tollfrjálsar. Ekki skal lasta það út af fyrir sig. Þetta bendir þó eindregið til þess, að hér trúi stjórnarvöld enn frem- ur á þorsk en vísindi, líkt og mæt- ur vísindamaður í læknastétt hafði á orði fyrir fullum 10 árum. Ungir læknar og sérstaklega þeir, sem hyggja á vísindastörf, ættu að gera sér þessa staðreynd vel ljósa þegar í upphafi. Hvert er hlutverk háskóla? 1 lögum um Háskóla íslands stendur, að hann skuli gegna tví- þættu hlutverki: kennslu og vís- indum. Þetta er þannig yfirlýst markmið skólans, ef ég man rétt, og ég hef ekkert við það að athuga. Hvernig finnst þér skólinn rækja hlutverk sitt? Þessu er að sjálfsögðu vandsvar- að. Ég dreg hins vegar ekki dul á, að mér finnst þessi skóli bera verulegan keim af menntaskóla, þar sem vísindi eiga allt að því undarlega erfitt uppdráttar. Ég hef einnig lúmskan grun um, að yfirvöld menntamála í landinu líti miklu fremur á skólann sem kennslustofnun eingöngu en sem stofnun, þar sem kennsla og vís- indastarfsemi eru tveir jafn veigamiklir þættir starfsins. I þessu sambandi vil ég þó nefna, að mér finnst minni menntaskóla- blær vera á læknadeild en ýmsum öðrum deildum skólans. Kemur hér væntanlega fyrst og fremst til hin mikla víðátta, sem læknis- fræði og læknastörf fela í sér. Finnst þér kennsluskylda við slmlann of mikil? Ég skal ekkert um það segja. Ég hef sjálfur um 10 tíma kennslu- skyldu á viku, og ég finn beinlínis til þess á mínum eigin skrokki, að það er of mikið, þegar til lengdar lætur. Ég tel, að kennsluskylda prófessors megi aldrei vera meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.