Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 72

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 72
68 LÆKNANEMINN ur aukizt og er það nú um 750 eintök. Ráðizt var í að gefa út í Ijósprentun eldri árganga blaðsins, eru þetta 2 bindi í smekklegu bandi. Salan hefur gengið sæmilega og er um % upplags- ins þegar selt, en áríðandi er, að meira seljist þar sem kostnaður við útgáfuna er mikill, þegar miðað er við fjárhags- getu blaðsins. Þórarinn Sveinsson skýrði reikninga félagsins og var velta þess á síöasta ári nálægt 900 þúsundum. Nokkrar fyrirspurnir komu fram I sambandi við reikningana og var þeim öllum greiðlega svarað. Reikningarnir voru siðan samþykktir samhljóða. Næsta mál á dagskrá var kjör embættismanna. Pyrst var kosið í stjórn. Kjörnir voru: Formaður Guðjón Magnússon III. hl. Ritari Leifur N. Dungal III. hl. Gjaldkeri Reynir Tómas Geirsson I. hl. Meðst j órnendur: Þorkell Guðbrandsson II. hl. Stefán Hreiðarsson I. hl. Varamenn: Guðmundur Þorgeirsson I. hl. Sigurður Þorgeirsson II. hl. I ristjórn Læknanemans voru kjörnir: Ritstj. Þórir Dan Björnsson III. hl. Ritnefnd: Jóhann Heiðar Jóhanns- son III. hl., Haraldur Briem II. hl. og Sigmundur Sigfússon II. hl. Gjaldkeri: Ragnar Sigurðsson II. hl. Dreifing: Kristján Arinbjarnarson I. hl. Auglýsingar: Grétar Sigurbergsson I. hl. Rúnar Gíslason I. hl. 1 kennslumálanefnd voru kosnir: Formaður Árni V. Þórsson III. hl. Nefndarmenn: Geir Vilhjálmsson II. hl., Helgi Kristbjarnarsson I. hl. Kjörinn ráðningarstjóri II. hl. var Ein- ar Helgason, en ráðningarstjóri III. hl. var kjörinn Ólafur Ölafsson. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Ingimundur Gíslason I. hl. og Einar Oddsson II. hl.. Stúdentaskiptastjóri var kosinn Guð- mundur Óiafsson II. hl. og sýningar- meistari Jón Bjarni Þorsteinsson I. hl. 1 fulltrúaráð voru einróma kjörnir: Lúðvík Ólafsson III. hl. Ingþór Friðriksson II. hl. Tómas Zoega I. hl. I hópslysanefnd voru kjörnir: Magnús Einarsson III. hl. Steinn Kjartansson II. hl. Hallgrímur Benediktsson I. hl. Ekki voru önnur mál á dagskrá og engar tillögur komu fram á fundinum um lagabreytingar. Fráfarandi formaður tók nú til máls og þakkaði öllum samstarfsmönnum sínum í stjórn og svo öllum embættis- mönnum félagsins gott samstarf. Þá tók nýkjörinn formaður, Guðjón Magnússon, til máls. Hann þakkaði fyrst það traust, sem sér og öðrum embættis- mönnum hefði verið sýnt með kjörinu. Þá þakkaði hann fráfarandi stjórn vel unnin störf í þágu félagsins og bað fundarmenn að gera slíkt hið sama með því að hrópa þrefallt húrra, hvað var hressilega gert. Sleit hann síðan fundi. B. I. K. Árshátíð. Árshátíð F. L. var haldin sunnudag- inn 16. marz 1969. Fyrsti hluti hennar fór að þessu sinni fram í samkomusal Kleppsspítalans. Að lokinni setningar- ræðu formanns, Eddu Björnsdóttur, hlýddu læknanemar og læknar spítalans á bráðskemmtilegt og fróðlegt erindi prófessors Tómasar Helgasonar, sem hann nefndi geðlækningar á Islandi. Var gerður að því góður rómur og urðu margir til að bera fram spurningar. Kræsingar voru þarna miklar á borð- um, sem menn gæddu sér óspart á. Sér- lega ánægjulegt var, hversu margir læknanemar voru þarna mættir. TJm kvöldið var fjölmennt í Leikhúskjallar- ann og var þar hvert borð fullskipað. Skemmtidagskrá var fjölbreytt. Músík- alskir læknanemar léku á fiðlu og píanó. Gunnlaugur Snædal læknir flutti ræðu kvöldsins stutta og gagnorða. Guðmundur Thoroddsen stud. med. söng einsöng. Mikla athygli vakti kvæð- ið um „Steina og Jón.“ Þá skemmtu Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason og Gísli Alfreðsson. Skiljanlega voru menn komnir í geysigott skap að öllu þessu loknu, enda upphófust miklar sviptingar á dansgólfinu, sem munu hafa staðið til kl. 3 e. m.. . . Þriðji hluti árshátíðarinn- ar fór siðan fram mánudaginn 17. marz og segir ekki af honum hér. Á. Þ. Fæðingarileild. Frá fæðingardeild berast þær gleði- fregnir, að þar standi flest til bóta að því er varðar aðstöðu kandidata og stúdenta. Skal fyrst talið, að þangað er kom- inn ritari, sem létta skal kandidötum skriffinnskuna. Einn orðabelgur eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.