Læknaneminn - 01.04.1969, Side 36

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 36
86 LÆKNANEMINN EGGERT STEINÞÓRSSON, LÆKNIR: Blöðrubotnskirtilsaðgerðir í sjúkrahnsi Hvítabandsins árin 1950—1968 Læknaneminn hefur beðið mig um eitthvað í blaðið og ætti að vera af nógu að taka eftir margra ára starf, bæði í sjúkrahúsi og utan. Síðustu áratugi hefi ég fengizt mikið við að aðstoða þá, er liðið hafa af sjúkdómum í blöðrubotns- kirtli (prostata), sem valda trufl- unum á þvaglátum eða algerri þvagteppu, og kemur þá helzt til greina hypertrophia eða hyper- plasia prostatae, þ. e. ofvöxtur eða nýmyndun í kirtlinum. Árið 1957 skrifaði ég grein í Læknablaðið um aðgerðir við þess- um kvilla í sjúkrahúsi Hvítabands- ins og í Landspítalanum, síðan þessi sjúkrahús voru reist og tek- ið var til starfa þar. Frá því að þeirri grein lýkur og til ágústloka árið 1968, hefi ég haft 215 sjúklinga til uppskurðar í sjúkrahúsi Hvítabandsins, og finnst mér nokkur ástæða til að taka þennan hóp frekar til athug- unar, ekki sízt vegna þess, að Hvítabandið er nú hætt sem skurð- deild, og þetta mun vera stór hóp- ur allra sjúklinga hér á landi, er skornir hafa verið upp við þessum kvilla á þessu árabili. Það er líka óvíst, hvort hægt yrði að ná sam- an þessu yfirliti síðar. Blöðrubotnskirtillinn hefur þá sérstöðu að vera ekki til nema í karldýrum og þó aðeins í tveim tegundum spendýraættarinnar, mönnum og öpum. Þarf því lík- lega ekki frekar vitnanna við, hvaðan við erum upprunnir, ef aparnir fást þá til að samþykkja það. I manninum byrjar hann að vaxa í tólftu viku fósturlífsins úr fimm deildum kirtilganga út úr þvagrásinni og er umluktur sterku bandvefshýði. Hann liggur eins og flibbi utan um þvagrásina, opinn að framan og breiðastur að aftan; er þar þríhyrningslaga, og veit oddurinn niður. Afturflötur er sléttur, með dálítilli lægð niður eftir miðju, yfir þvagrásinni. Hann liggur fast upp að rectum og er því mjög auðvelt að þreifa á hon- um. Blöðrubotninn liggur þétt of- an að honum. í ungum manni er talið, að kirtillinn vegi um 18—22 g, en um miðjan aldur fer hann að stækka hjá 20—30% allra karla, og veldur það í mörgum tilfellum truflun á þvaglátum og stundum algerri þvagteppu. Ekki fer þetta þó eingöngu eftir því, hve stækk- unin verður mikil, heldur einnig hvar hún byrjar og hve mikið þrengt er að þvagrásinni. Þessu

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.