Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN hyggjan ein. Leið ekki á löngu, unz stúdentaaðildin að stjórn há- skólans var aðeins nafnið tómt. Stjórnmálaáhugi stúdenta þótti samt ekki ógeðþekkur, á meðan hann beindist gegn Stalinisma eða að því að hjálpa a-þýzku flótta- fólki í vesturátt. Hinsvegar fór að sverfa að frjálslyndinu, er þeir fóru að líta sér nær. Stofnun Gagnrýna háskólans hefur þegar verið getið. Fyrsta mótmælaf jölda- samkoman átti sér stað 1964 gegn Moise Tschombé. Ákefð og áhrif mótmælanna komu bæði mótmæl- endunum sjálfum og „vörðum laga og réttar“ á óvart. Uppaf þeirri reynslu hófst skipulagt rannsóknastarf meðal stúdenta um einstaka málaflokka, einkum Vietnam, fræðslu- og upplýsinga- starf meðal almennings, „comm- unity work“. Strax við þessar til- raunir komu í ljós viðbrögð borg- ara og blaða. Stúdentarnir urðu dolfallnir yfir dylgjum og rang- færslum borgarablaðanna. Hafa þeir síðan beint spjótum sínum í vaxandi mæli að blöðunum, eink- um að blaðahring Axel Springers, sem hefur gífurlega sterka að- stöðu til skoðanamyndunar í land- inu (81% af landsvíðum dagblöð- um, der iiberregionalen Presse). Blaðaveldi hans brást við hart með æsingaskrifum, áróðri og innræt- ingu gegn stúdentum. 1966 var gert sprengjutilræði á Víetnam- fundi stúdenta. Blöðin gerðu lítið úr þessu og notuðu tækifærið til þess að gagnrýna þessháttar sam- komur. Ákveðið var að hef ja mót- mælagöngu gegn Víetnamstríðinu. Kvöldi fyrr brauzt lögreglan inn til stúdenta, sem voru að undirbúa kröfuspjöld, og handtók þá á stundinni. Farið var í setuverkfall fyrir framan Ameríkuhúsið. Lög- reglan réðst til atlögu, margir meiddust. Sex eggjum var varpað á húsið. Nú breiddist ógn og skelf- ing um alla borgina. Forsíðufyrir- sagnir og leiðarar birtust um ódæðisverkið. Háskólarektor og borgaryfirvöld báðust innvirðulega afsökunar. Fundarfrelsi í háskól- aniun og í borginni var afnumið. Hótað var „gagnráðstöfunum" í háskólanum gegn ólátaseggjunum. í janúar 1967 brauzt lögreglan inní skrifstofu sósíalistafélags stúd- enta og gerði spjaldskrána upp- tæka. Enn var brotizt inn til hóps, sem var að búa til reykblys og setja mjöl og búðing í plastpoka til þess að nota næsta dag í mót- mælaaðgerðum gegn Hubert Humphrey, sem þá var væntan- legur til borgarinnar. Óhikað gaf lögreglan blöðum í skyn, að hópur- inn hefði ætlað að myrða varafor- setann; þau biðu ekki boðanna: „Sendiráð Maós í A-Berlín útvegar sprengjur á Humphrey varafor- seta“ (Der Abend). Stúdentar, kennarar og prófessorar héldu tíða fundi, línur skýrðust, ágrein- ingur jókst, sennur hörðnuðu. Berlínarsenatið neitaði öllum kröf- um stúdenta. Rektor reyndi að hafa áhrif á stúdentaráðskosning- ar. Stúdentar hleyptu upp hátíð- legrnn samkomum, tóku fyrir- lestrasali í sínar hendur o. fl. 2. júní 1967 var íranskeisari vænt- anlegur til Berlínar. Stúdentar hófu áróðursherferð um ánauð og kúgun í íran. Flugfarmur af Persum barst til Berlínar. Létu þeir ófriðlega í mótmælagöngunni, gerðu aðsúg með bareflum og hnúajárnum að mótmælendum og spjaldberum, svo að upphófust slagsmál. Lögreglan aðhafðist ekkert framan af, bægði síðan Persunum frá en handtók hóp mótmælenda. Þetta kvöld gekk keisarinn til óperuhússins. Beið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.