Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 28
28 LÆKNANEMINN þurfa einnig að öðlast frelsi og verða takmark í sjálfu sér í stað þess að vera spennt fyrir vagn efnishyggju, framleiðslu og mark- aðshandleiðslu, vopnasmíða og eyðingar. Því þurfa vísindamenn að ávinna sér félagslegan skilning og ábyrgð. Horfur og yfirlit. Hin aíþjóðlega andófshreyfing stúdenta er ekki einangrað fyrir- bæri, heldur formþétting hugar- farsþróunar í hinum vestræna heimi, einsog áður hefur verið drepið á. Þessi vinstrihneigð ungs fólks getur haft ýmsar myndir, sem ekki virðast bendlaðar við menningarvitaskap, einsog hippí- íar og frjálsar ástir (make love not war). Þegar þessi úði úr and- rúmsloftinu döggvast meðal stúd- enta, eru strax tekin mið úr ýms- um áttum, margar stefnur mynd- ast, sem heyja innbyrðis átök. Höfuðtilhneigingin er þó sá grund- völlur, sem unnt er að vinza eitt- hvað úr og nýta fyrir framtíðar- þjóðfélagið. Vestrænum þjóðfélög- um hefur vissulega tekizt að raungilda ýmis mannúðarmál og mannréttindi, sem okkur blöskrar nú, að ekki skuli ávallt hafa verið. Það er einmitt hald stúdenta, að þeir séu að berjast fyrir einhverj- um slíkum, sem í framtíðinni munu teljast jafnsjálfsögð. Því að það væri fádæma sjálfumgleði að álíta einhverju lokatakmarki náð. Þessvegna hafa einnig áður verið gjörðar mannréttindayfirlýsingar, sennilega enn merkilegri en marg- ir ætla nú, þegar hugmyndir þeirra þykja svo sjálfsagðar. Og ekki er við höfunda þeirra að sak- ast, þótt hinni viti bornu skepnu, manninum, gangi oft illa að lifa og hugsa samkvæmt þeim. Við- leitni stúdentaandófsins er í því fólgin að taka þær strangt bók- staflega á sem flestum sviðum mannlegra samskipta („Das radikale Ernstnehmen der Demo- kratie“), berjast fyrir réttinum til þess að vekja athygli á takmörk- unum á framkvæmd lýðræðis okk- ar, undirförulli mannatamningu þess og andlægum þvingunum og fámennisvaldi auðmagnsins í höndum iðnaðar- og verzlunar- jöfra, banka og auglýsingastofn- ana, stóreignamanna og svo leg- áta þeirra, stjórnmálamannanna. Þeir vilja vekja athygli á tilbúinni efnishyggju þess. Þeir halda því fram, að hið „frjálslynda þjóðfé- lag“ („permissive society") sé ekki annað en þunn skán yfir þessum staðreyndum og undir niðri blundi þröngsýni og ofstæki. Viðbrögð borgaranna, einsog við könnumst líka við hér, t. d.: verra er það í Rússlandi, ekki eru kommúnistar betri, hví ferðu þá ekki til Kína o. s. frv., slík viðbrögð eru þeim næg sönnun fyrir réttmæti orða sinna. Þeir hafa flestir mestu skömm á úrslitum hinnar miklu tilraunar í Rússlandi, en skilja ekki, hvernig það eitt gæti haldið uppi hamingju og værukærð ein- staklinga, að aðrir hafi það enn skitnara en þeir sjálfir. Það eru stúdentum léleg rök, sem þeir heyra þó í sífellu. Það er rétt, að þeir voru fáir, sem fyrst hófu andófið. Hvenær hefst slík hreyfing með f jöldasam- komum? Fyrsta verkefni þeirra var markviss væðing samstúdent- anna, og hún tókst, m. a. vegna viðbragða yfirvalda gegn kröfum, sem þeim þótti sjálfsagðar. Það er nú viðurkennd staðreynd, að mikill meirihluti stúdenta í flest- um löndum er til vinstri við þjóð- félagskerfi sitt. „Fyrir yfirgnæf- andi meirihluta þátttakandi stúd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.