Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 60
56 LÆKNANEMINN JÓNAS HALLGRÍMSSON, LÆKNIR: Læknakennsia í Bandaríkjunum Síðast liðið haust dvaldi ég þrjá mánuði í Bandaríkjunum til þess að kynna mér starfsemi lækna- skóla og naut til þess styrks frá The Commonwealth Fund. Styrk- ur þessi var veittur gegnum Nor- disk Federation for Medicinsk Undervisning og fengu nokkrir aðrir læknaskólakennarar á Norð- urlöndum sams konar styrki til svipaðra kynnisferða. íslendingum stóð til boða einn styrkur, og sótti ég um hann samkvæmt ósk Lækna- deildar Háskóla íslands. Meðan á dvöl minni stóð, kynnti ég mér aðallega tvennt, skipulag kennslu og nýjungar í kennslu- tækni. Um þessar mundir fer fram víðtæk endurskoðun læknakennslu í Bandaríkjunum. Ástæður þess eru margar, en aðllega þó þær, að skólarnir eru ekki taldir fullnægja kröfum nútímans um menntun lækna og því síður áætluðum þörf- um framtíðarinnar. Kröfur um endurskoðun læknaskólakennslu hafa komið bæði frá skólunum sjálfum og ríkisvaldinu. Innan skólanna sjálfra hafa bæði kenn- arar og nemendur tekið virkan þátt í endurskoðuninni. í sumum skólum hafa kennarar átt frum- kvæðið, en í öðrum hafa nemendur riðið fyrstir á vaðið og kennarar þá tekið til óspilltra málanna. Víða hefur samstarf kennara og nem- enda leitt til árangurs og gagn- kvæmrar ánægju. Það hefur lengi verið sumum há- skólakennurum þyrnir í augum, að kennsla sem fræðigrein hefur ver- ið lítið í hávegum höfð í lækna- skólum, en einkum eru það þó nemendurnir, sem hafa orðið þess varir, þar sem afleiðingarnar bitna á þeim. Stúdentarnir hafa flestir verið í góðum menntaskól- um og háskólum, áður en þeir koma í læknaskólana, og hafa því vanizt góðri kennslutækni, hæfum kennurum og frjálsræði í náms- greinavali. I læknaskólunum verða þeir aftur á móti að búa við fast- ákveðið námsefni án valfrelsis og kennararnir, sem venjulega eru góðir vísindamenn og læknar, eru misjafnir sem fræðarar. Afleið- ingar þessa hafa meðal annars orðið þær, að margir stúdentar hafa horfið frá því að nema læknisfræði og valið sér aðrar greinar, sem boðið hafa upp á meiri fjölbreytni í námi. Gagnrýnendur læknaskólanna halda því fram, að ofangreind þröngsýni í kennsluskipulagi hafi orðið þess valdandi, að læknis- menntun sé einhæf og alls ekki sniðin fyrir þau mörgu og ólíku störf innan læknisfræðinnar, sem taka við að loknu læknisprófi og framhaldsmenntun. Margir full- yrða einnig, að við það að þurfa að fylgja ósveigjanlegu kennslu- kerfi læknaskólanna missi stúd- entar þá köllun sína, sem upp- runalega hvatti þá til læknanáms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.