Læknaneminn - 01.04.1969, Side 60

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 60
56 LÆKNANEMINN JÓNAS HALLGRÍMSSON, LÆKNIR: Læknakennsia í Bandaríkjunum Síðast liðið haust dvaldi ég þrjá mánuði í Bandaríkjunum til þess að kynna mér starfsemi lækna- skóla og naut til þess styrks frá The Commonwealth Fund. Styrk- ur þessi var veittur gegnum Nor- disk Federation for Medicinsk Undervisning og fengu nokkrir aðrir læknaskólakennarar á Norð- urlöndum sams konar styrki til svipaðra kynnisferða. íslendingum stóð til boða einn styrkur, og sótti ég um hann samkvæmt ósk Lækna- deildar Háskóla íslands. Meðan á dvöl minni stóð, kynnti ég mér aðallega tvennt, skipulag kennslu og nýjungar í kennslu- tækni. Um þessar mundir fer fram víðtæk endurskoðun læknakennslu í Bandaríkjunum. Ástæður þess eru margar, en aðllega þó þær, að skólarnir eru ekki taldir fullnægja kröfum nútímans um menntun lækna og því síður áætluðum þörf- um framtíðarinnar. Kröfur um endurskoðun læknaskólakennslu hafa komið bæði frá skólunum sjálfum og ríkisvaldinu. Innan skólanna sjálfra hafa bæði kenn- arar og nemendur tekið virkan þátt í endurskoðuninni. í sumum skólum hafa kennarar átt frum- kvæðið, en í öðrum hafa nemendur riðið fyrstir á vaðið og kennarar þá tekið til óspilltra málanna. Víða hefur samstarf kennara og nem- enda leitt til árangurs og gagn- kvæmrar ánægju. Það hefur lengi verið sumum há- skólakennurum þyrnir í augum, að kennsla sem fræðigrein hefur ver- ið lítið í hávegum höfð í lækna- skólum, en einkum eru það þó nemendurnir, sem hafa orðið þess varir, þar sem afleiðingarnar bitna á þeim. Stúdentarnir hafa flestir verið í góðum menntaskól- um og háskólum, áður en þeir koma í læknaskólana, og hafa því vanizt góðri kennslutækni, hæfum kennurum og frjálsræði í náms- greinavali. I læknaskólunum verða þeir aftur á móti að búa við fast- ákveðið námsefni án valfrelsis og kennararnir, sem venjulega eru góðir vísindamenn og læknar, eru misjafnir sem fræðarar. Afleið- ingar þessa hafa meðal annars orðið þær, að margir stúdentar hafa horfið frá því að nema læknisfræði og valið sér aðrar greinar, sem boðið hafa upp á meiri fjölbreytni í námi. Gagnrýnendur læknaskólanna halda því fram, að ofangreind þröngsýni í kennsluskipulagi hafi orðið þess valdandi, að læknis- menntun sé einhæf og alls ekki sniðin fyrir þau mörgu og ólíku störf innan læknisfræðinnar, sem taka við að loknu læknisprófi og framhaldsmenntun. Margir full- yrða einnig, að við það að þurfa að fylgja ósveigjanlegu kennslu- kerfi læknaskólanna missi stúd- entar þá köllun sína, sem upp- runalega hvatti þá til læknanáms.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.