Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 22
22
LÆKNANEMINN
Pætur hans voru sprungnir af
gúmmíkylfuhöggum, honum
blæddi, hann hélt um kvið-
inn, missti látlaust þvag.
Ég heyrði nærstadda konu
segja, að CRS-mennirnir hefðu
slegið hann í rot, afklætt hann
og lamið kynfærin, unz húðin
hékk í tætlum . . . Komið var með
ungar stúlkur; þar á meðal var
um 16 ára skólastúlka, handtekin
á Boulev. Saint-Michel. CRS-menn
drógu hana að lögreglubílnum og
4 þeirra nauðguðu henni“ (Spieg-
el). Frankfurt am Main: „Þetta
var slátrun (Massakre). Maður
kom með reiðhjól. .. sex lögreglu-
menn réðust samtímis að honum
með kylfuhöggum, öskrandi:
„svínin ykkar, skítmennin. Þið
skuluð fá fyrir ferðina" ... Ég
var þrumu lostin yfir því, að því-
líkt og annað eins gæti gerzt í
Frankfurt. . (ibid., Olaf Radke,
sambandsþingmaður). í Chicago-
óeirðunum sl. sumar, á meðan
flokksþing demókrata stóð yfir,
var beitt dæmafárri rudda-
mennsku, „overkill“ (Newsweek).
Þin°'nefnd hefur rannsakað at-
burðina og skrifað þá á reikning
stjórnarvaldanna. Úr skýrslu
nefndarinnar: ,,. . . Við erum að
fara, hrópaði hann. Lögreglumenn-
irnir stiökuðu honum í brunnt jörn,
gripu síðan stúlkuna, lömdu hana
í jörðina, drógu hana eftir tjarn-
arbakkanum, hömruðu á henni
með kylfunum í höfuð, handleggi,
bak, fótleggi. Ungi maðurinn
reyndi að skríða til hennar, en lög-
reglumennirnir ýttu honum a. m.
k. tvisvar oní vatnið aftur. Loks
náði hann til stúlkunnar og reyndi
að draga hana til sín í vatnið. Þeir
slógu hann fimm eða sex höggum
í höfuðið, einn þeirra hrópaði:
„Let’s get the fucking bastards".
Ungi maðurinn dró vinkonu sína
útí vatnið og lögreglumennirnir
hurfu á brott“. Bandaríska þjóðin
horfði á atburðina í sjónvarpi.
Önafngreind kona hefur e. t. v.
lýst þeim bezt: „My God, they
are proving everything those kids
are saying“ (Newsweek). Flestum,
sem Vísir spurði, fannst ljótt af
stúdentum að haga sér svona.
Hérf
Þegar ég kom heim 1962 eftir
3 ára nám í Þýzkalandi, þótti mér
flestir íslenzkir stúdentar stinga
mjög í stúf við evrópska kollega
sína. Hér stóðu þeir sparifata-
klæddir í stundahléum í fordyri H.
I., hvíslandi saman í smáhópum,
ábyrgðarfullir borgarar, byggjandi
íbúð og borgandi af þvottavélum,
heldur þreytuleg ungmenni út af
öllu því amstri en ánægðir með
hlutskiptið, búnir að aðhæfast
farsællega samfélagi sínu án
þrenginga, og nú var að bíða eftir
reiðhestinum og golfsettinu. Þetta