Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 6
6 LÆKNANEMINN dólgshætti einum eða fyrir sakir truflunar á valdajafnvægi hormóna. Ég hefi talað við þýzka stúdenta, sem brunnið hafa í skinninu eftir því að taka þátt, en ekki þorað vegna þeirra erfið- leika, sem slíkt gæti haft í för með sér seinna. Þannig er um marga farið. Staðhæfingar um hlutfalls- lega fæð þátttakenda segja ekkert um almennan hug stúdenta. En það þarf bæði skerpu hugar til að brydda uppá nýjum hugmyndum í fastmótuðu þjóðfélagi, þótt lýð- ræðislegt eigi að teljast, og dirfsku að koma þeim á framfæri. 1 fyrsta lagi: hví stúdentar ? Auðvitað eiga þeir engan einkarétt á hugmyndum um skárri heim og þá heldur ekki þeim, sem nú fara um lönd. Ný þjóðfélagsviðhorf grípa um sig meðal ungs fólks af öllum stéttum. Rithöfundar, lista- menn, kvikmyndastjórar, blaða- menn, kennarar, jafnvel pró- fessorar taka þátt. Hippíar, jippí- ar, popfólk eða LSD-fitlarar eru angar þeirra viðhorfa. Joan Baez og Bob Dylan kyr juðu um velmeg- unartómleikann, þýzkir leikarar stöðvuðu leiksýningar í miðjum klíðum til þess að troða uppá áhorf- endur umræðum um hina nýsettu, illræmdu neyðarlöggjöf þar í landi, íþróttamenn steyttu hnefann á verðlaunapalli. Ungt fólk er að róta upp lygnum þjóðfélaga. Stúdentar eða vitar (intellectuals) eru þeir, sem forma hugmyndirnar og út- breiða. Ernst Bloch, friðarverð- launahafi v.-þýzka bókaútgefenda- félagsins, sagði: „Félagslegur hvati byltingarinnar er hin óánægða stétt. Því voru það forð- um bændur eða borgarastétt, seinna öreigarnir í hinni sósíalísku byltingu. Þeir eru ekki til í dag. I staðinn höfum við e. k. stétt, sem erfitt er að staðsetja í þjóðfélag- inu: æskuna . . .., sem sagt hefur verið um: strax og hún hefur feng- ið stöður og embætti, mun hún syngja sama sönginn og hinir. Þá mundi gamli málshátturinn eiga við, að sá, sem ekki er sósíalisti 20 ára gamall, sé heimskingi, og sá, sem enn sé sósíalisti um fert- ugt, sé enn meiri heimskingi. Æsk- an verður að brjótast útúr hinu einskæra líffræðilega ástandi. Hún á að líta á sig sem umboðsaðila og staðgengil volaðs fjöldans og gæta hagsmuna hans, en kafna ekki í æskulýðshreyfðu táninga- lífi;.... hugsa heldur: ef fjöld- inn gerir það ekki, verðum við að gera það, ganga um og rök- ræða, .... leysa okkur sjálf und- an hinni kynlegu félagsstöðu okk- ar . . . Göbbels sagði: sá, sem hef- ur æskuna, hefur framtíðina. Réttara væri að segja: sá, sem hef- ur framtíðina, hefur æskuna .... Sérstaklega verður háskólaæskan að vera á verði gegn broddborg- aralegum sleggjudómum líktog: þið lifið á okkar fé. Þið lesið ekki og lærið ekki, heldur arkið útá göturnar. Nei, ættu stúdentar að segja við broddborgarana, einmitt vegna þess að við lesum, vegna þess að við lærum, erum einmitt ungt háskólafólk, sem lærir eitt- hvað og vill skoða heiminn, þess vegna erum við annarrar skoðun- ar. Það er skylda okkar, því að við höfum notað tíma okkar til þess að rýna í innviðina þareð við getum það betur en þið. Til þess lærum við. Krefjizt ekki, að við lærum enn meira. Það væri enn verra fyrir marga ykkar . . .“ (Frá hringborðsumræðum um bvltingu í Bad Boll). Orsakir stúdentaólátanna eru vitaskuld fjölmargar og samverk- andi. Dugir ekki að bollaleggja mikið um þær hér. Verður nakin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.