Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 25
LÆKNANEMINN 85 1968). Þegar Bandaríkjamenn gerast griðrofar og ráðast inn í Dóminíska lýðveldið, þá er ekki haft hátt um það. Þeg- ar Rússar gerast griðrofar og ráð- ast inn í Tékkóslóavakíu, þá er hrópað. Yfirleitt er í stjórnmála- umræðum hafður sá háttur, eins og í öðrum blöðum, að menn kæri sig ekki um að gangast við skrif- um sínum. Sagt er m. a. s., að ráðherra skrifi hin vikulegu Reykjavíkurbréf Mbl., drýgindis- lega palladóma um allt milli himins og jarðar. Því trúi ég ekki. Ráð- vandur ráðherra í iýðræðisríki mundi ekki skipa reisn sinni á pall með slægð huldufólksins. Mig furðar, að ráðherrar skuli ekki hafa hreinsað sig opinberlega af óhróðrinum. Um pólitíska sam- ræðu í leiðurunum eða velvakanda- þönkum „reiðrar húsmóður úr vesturbænum“ er ekki að fjölyrða og þaðan af síður um Staksteina- kastið, sem liggur á mörkum vits- munalegra hræringa. Stundum er dulin viðvörun milli lína: „Auð- vitað hefur Aron Guðbrandsson leyfi til að hafa sínar skoðanir, alveg einsog kommúnistar, nazist- ar og stjórnleysingjar . .(leið- ari). Enn ættum við að muna áróður blaðsins gegn læknum, er þeir stóðu í kjaradeilu og voru í ráðherraónáð. Einsog að líkum lætur, hefur Mbl. í hlutverki sínu sem málgagn hins sterka í félagskerfi íslend- inga og um leið varðhundar skoð- anakerfis hans, sínar eigin hug- myndir um lýðræði og frelsi. Eft- ir að hafa birt villandi ummæli neitar það stundum um rúm fyrir leiðréttingar, og þekki ég til þess dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hefur kvartað sár- lega undan sjónvarpinu fyrir að hlífa okkur ekki við fréttamynd- um frá Vietnam. Eru þær þó yfir- leitt bandarískar og því ekki lík- legar til að flytja rangan málstað. Þetta er að vísu ekki yfirlýst skoð- un blaðs eða flokks, en samt er eftirtektarvert, hvaðan hún kem- ur. Um skoðanir minnihlutahópa: „Þá þótti það einnig furðulegt, að annar óeirðamaður skyldi leiddur fram í sjónvarpið til að flytja þar mál sitt. Nú má segja, að mistök geti alltaf hent.. .“ (Reykjavík- urbréf 5/1 1969). „Mistökin“ eru í því fólgin, að borgari með minni- hlutaskoðun skuli geta flutt mál sitt, svo að fólk geti heyrt. Mynd- ir frá brezkum hundasýningum eru sennilega á æðri stöðum álitn- ar heppilegra fréttaefni fyrir Is- lendinga en frásagnir af hræði- legu stríði í heiminum eða ís- lenzkri þjóðmálabaráttu. „Enda þótt Mbl. hafi haft um það forustu að leyfa frjálsar um- ræður, vill blaðið taka fram, að það er stolt af því að hafa hliðr- að sér hjá að birta áróðursgrein frá Aroni Guðbrandssyni þess efnis .. .“ (leiðari). Vitaskuld gegnir sama máli um skoðanir, sem frambornar eru öðruvísi en að skrifa í blöð, sem fáir lesa. Ef hóp- ur manna lætur í ljós á kröfu- spjöldum þá skoðun sína við út- lendinga, að hann sé gegn aðild lands síns í NATO: „Niður- læging“ (Staksteinar) „kommún- istar beittu sér fyrir skrílslátum í sambandi við ráðherra- fund Atlantshafsbandalagsríkj- anna, sem haldinn var hér í sum- ar og leituðust þar með við að vanvirða Islendinga í augum er- lendra manna. Þeir hikuðu ekki við í því tilviki að svíkja loforð, sem þeir höfðu gefið lögreglunni þá, um framkvæmd friðsamlegra mótmælaaðgerða“. NATO-and- mælendur á þessu sumri fengu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.