Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 10
10 LÆKN ANEMINN um. Rússar eru nú gjarnan settir á sömu skör og anclmælendur þeirra. Heimurinn er að vísu skiptur, en ekki undir forteiknum kalds stríðs, heldur með þegjandi sam- komulagi í skjóli valdajafnvægis. Síðan getur hver stundað sína iðju á sínu svæði. Til Rússa sé því ekk- ert að sækja, er álit flestra rót- tækra stúdenta á Vesturlöndum. Þeir eru yfirleitt ,,til vinstri“ við Rússakomma. Þannig hafa víg- línur sundrazt, heimurinn þó breytzt. Ásteytingsefnin. Þau atriði, sem að ofan hafa verið tilfærð sem einstakir áhrifa- valdar andófshreyfingarinnar, eru vitaskuld æði alhæfð, auk þess sem þau eiga einkum við á s. n. Vesturlöndum. Fjarlægari lönd eru á öðrum menningarsvæðum með öðrum lífsviðhorfum; því eru þar einnig aðrir spámenn, önnur spádómsorð, segjum í Japan, Thailandi, Pakistan. Þó hefur öll hreyfingin á sér einhvern alþjóð- legan höfuðstaf, blæ samhygðar og vaxandi tengsla, einsog þegar er getið. Stúdentar eru alþjóðlegasta stétt, sem til er. Því andmæla þeir og í raun óréttlæti og kúgun, hvar sem er í heimi, ekki sízt þar sem þeir þykjast sjá hið bindandi sam- hengi. En á sama hátt og blær andmæl- anna er breytilegur, eru auðvitað ásteytingsefnin býsna breytileg eftir land- og stjórnmálafræðileg- um aðstæðum. Um þau get ég ekki verið að fjölyrða, enda eru þau mér ekki nægilega kunn. Nægir að geta t. d. baráttu gegn einræðinu á Spáni, einræði, arðráni og kúgun fámennisstjórna flestra Mið- og S.-Ameríkuríkja með bakhjarl stóra bróður í norðri, gegn kyn- þáttakúgun í S.-Afríku, gegn þrælaánauð og kúgun í portú- gölsku nýlendunum, baráttu fyrir ritfrelsi og öðrum mannréttindum í ýmsum austanjárntjaldslöndum, gegn fátækt í Frakklandi, kyn- þáttamisrétti, stríðsrekstri og fá- tækt í auðugasta landi heims, USA. Almenn eru mótmælin gegn kjarnorkuvopnum, ekki sízt í Bretlandi. I sumum tilfellum er mótmælt til samhygðar með félög- um í öðrum löndum, s. s. Grikk- landi, Spáni, Kongó, Vietnam, Tékkóslóvakíu. Það eru þó almenn- ari og sameiginlegri atriði, sem þyngst vega á metaskálunum og mest skyldu eiga áhuga okkar. Mun ég einkum minnast á Vestur- lönd. Langvíðast hefur upphaf andófs átt hlutlæga rót sína að rekja til óánægju með hlutskipti stúdenta í háskólunum, kennslu og fyrir- komulag svo og námsaðstöðu. Þeir fóru að gera kröfur um aukna hlutdeild í stjórn háskólanna, skipulagi námsgreina og kennslu- hátta. Síðan hefur þróunin verið furðulík víða um lönd. Kröfugjörð- in var víðast mjög frjálslynd í svo bókstaflegum lýðræðisanda, að hlutaðeigandi háskólayfirvöld og seinna stjórnarvöld lýðræðis- ríkja urðu stórlega hneyksluð og brugðust víðast hvar hart við, eftir að ekki var lengur unnt að láta þær kröfur sem vind um eyru þjóta. „When the students finally decided to speak out, it was uni- versity reform they wanted to discuss, but France sent its police, not its ministers to deal with them“ (Time 5/7 1968). Þessi tog- streita og síðan hitnandi umræður meðal stúdenta leiddu af sér vax- andi almennan þjóðmála- og stjórnmálaáhuga. Stúdentum varð Ijós samtvinningur þeirra vanda- mála, sem þeir fundu sjálfir fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.