Læknaneminn - 01.04.1969, Side 10

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 10
10 LÆKN ANEMINN um. Rússar eru nú gjarnan settir á sömu skör og anclmælendur þeirra. Heimurinn er að vísu skiptur, en ekki undir forteiknum kalds stríðs, heldur með þegjandi sam- komulagi í skjóli valdajafnvægis. Síðan getur hver stundað sína iðju á sínu svæði. Til Rússa sé því ekk- ert að sækja, er álit flestra rót- tækra stúdenta á Vesturlöndum. Þeir eru yfirleitt ,,til vinstri“ við Rússakomma. Þannig hafa víg- línur sundrazt, heimurinn þó breytzt. Ásteytingsefnin. Þau atriði, sem að ofan hafa verið tilfærð sem einstakir áhrifa- valdar andófshreyfingarinnar, eru vitaskuld æði alhæfð, auk þess sem þau eiga einkum við á s. n. Vesturlöndum. Fjarlægari lönd eru á öðrum menningarsvæðum með öðrum lífsviðhorfum; því eru þar einnig aðrir spámenn, önnur spádómsorð, segjum í Japan, Thailandi, Pakistan. Þó hefur öll hreyfingin á sér einhvern alþjóð- legan höfuðstaf, blæ samhygðar og vaxandi tengsla, einsog þegar er getið. Stúdentar eru alþjóðlegasta stétt, sem til er. Því andmæla þeir og í raun óréttlæti og kúgun, hvar sem er í heimi, ekki sízt þar sem þeir þykjast sjá hið bindandi sam- hengi. En á sama hátt og blær andmæl- anna er breytilegur, eru auðvitað ásteytingsefnin býsna breytileg eftir land- og stjórnmálafræðileg- um aðstæðum. Um þau get ég ekki verið að fjölyrða, enda eru þau mér ekki nægilega kunn. Nægir að geta t. d. baráttu gegn einræðinu á Spáni, einræði, arðráni og kúgun fámennisstjórna flestra Mið- og S.-Ameríkuríkja með bakhjarl stóra bróður í norðri, gegn kyn- þáttakúgun í S.-Afríku, gegn þrælaánauð og kúgun í portú- gölsku nýlendunum, baráttu fyrir ritfrelsi og öðrum mannréttindum í ýmsum austanjárntjaldslöndum, gegn fátækt í Frakklandi, kyn- þáttamisrétti, stríðsrekstri og fá- tækt í auðugasta landi heims, USA. Almenn eru mótmælin gegn kjarnorkuvopnum, ekki sízt í Bretlandi. I sumum tilfellum er mótmælt til samhygðar með félög- um í öðrum löndum, s. s. Grikk- landi, Spáni, Kongó, Vietnam, Tékkóslóvakíu. Það eru þó almenn- ari og sameiginlegri atriði, sem þyngst vega á metaskálunum og mest skyldu eiga áhuga okkar. Mun ég einkum minnast á Vestur- lönd. Langvíðast hefur upphaf andófs átt hlutlæga rót sína að rekja til óánægju með hlutskipti stúdenta í háskólunum, kennslu og fyrir- komulag svo og námsaðstöðu. Þeir fóru að gera kröfur um aukna hlutdeild í stjórn háskólanna, skipulagi námsgreina og kennslu- hátta. Síðan hefur þróunin verið furðulík víða um lönd. Kröfugjörð- in var víðast mjög frjálslynd í svo bókstaflegum lýðræðisanda, að hlutaðeigandi háskólayfirvöld og seinna stjórnarvöld lýðræðis- ríkja urðu stórlega hneyksluð og brugðust víðast hvar hart við, eftir að ekki var lengur unnt að láta þær kröfur sem vind um eyru þjóta. „When the students finally decided to speak out, it was uni- versity reform they wanted to discuss, but France sent its police, not its ministers to deal with them“ (Time 5/7 1968). Þessi tog- streita og síðan hitnandi umræður meðal stúdenta leiddu af sér vax- andi almennan þjóðmála- og stjórnmálaáhuga. Stúdentum varð Ijós samtvinningur þeirra vanda- mála, sem þeir fundu sjálfir fyrir

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.