Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 37
LÆKNANEMINN S7 til sönnunar má nefna, að ég hefi skorið upp menn með þvagteppu, þar sem kirtilaukinn, sem numinn var brott, reyndist aðeins 10—15 g, og aftur á móti man ég eftir öðrum, sem þó var ekki alveg stopp, þar sem kirtillinn, er tek- inn var, vó 600 grömm. Um ástæðu þessarar stækkunar eða nýmyndunar hefur mikið ver- ið deilt. Hvort um sé að ræða æxlismyndun eða hormónatrufl- anafyrirbæri. Er þetta óskýrt enn- þá. Krabbamein í blöðruhálskirtli getur einnig oft verið til staðar og valdið svipuðum einkennum. Það kemur fram á líkum aldri, eftir fertugsaldur, og er uppruni þess og tíðni (10—20%) mjög á reiki, en reynt verður að gera grein fyrir þeim sjúklingum síðar. Ég ætla að geta lauslega helztu einkenna, en vanalega byrja þau svo hægt, að sjúklingar gera sér ekki grein fyrir þeim fyrr en seint, og þá fyrst, er læknir fer að spyrja þá. Þau eru: 1) Tíð þvaglát. 2) Þvaglos um nætur. 3) Sjúkl. verður að bíða eftir því, að þvagið komi. 4) Mjó og kraftlaus buna. 5) Þvag vill leka í buxurnar. 6) Verkir neðst í kvið eru algengir og ná stundum aftur í bak. 7) Þvagblæði; kemur oft skyndilega og getur stundum orðið svo mikið, að það valdi þvagteppu. 8) Tenesmi, ef blöðru- bólga er samfara eða steinar í blöðru. 9) Hægðatregða, gyllinæð og meltingartruflanir, ef um stóra kirtla er að ræða. 10) Ischuria paradoxa. 11) Þvaglát stöðvast alveg. Sum þessara einkenna koma ekki fram, fyrr en sjúkdómurinn er kominn á hátt stig. Auk þessa fylgir oft slappleiki, blóðleysi, þurr húð og þurrkur í munni, vegna þvageitrunar, og lystar- leysi. Þegar þessir sjúklingar koma til læknis, halda þeir því iðulega fram, að þeim gangi ágætlega að losna við þvag. Það, sem þeim finnst helzt athugavert, er, að þeir þurfi að losna við þvag tvisv- ar til fjórum sinnum á nóttu, og þess vegna fái þeir ekki nægan svefn. Að deginum er allt eðlilegt. Þeir gera sér ekki grein fyrir sjúkdómnum, þó að þeir þurfi helmingi oftar að sinna þessu heldur en þegar þeir voru ungir. Þetta er eitt af því, sem aldrei ætti að gleyma að athuga. Þetta eru gamlir menn, sem ekki fá nægan svefn, líður ekki vel, og ef sííkt ástand ríkir áfram, hefur það mjög slæm áhrif á líkamskrafta þeirra. Svefnlyf hjálpa ekki og þess vegna er nauðsynlegt að hjálpa þessum mönnum fljótt með uppskurði, ef meðul duga ekki; ævin, sem eftir er, er orðin svo stutt, að ekki má bíða allt of lengi. Þetta minnir mig á sögu, sem Guðmundur Thoroddsen prófessor, minn ágæti kennari, sagði mér. Hann hafði skorið upp hlandkarl og allt gekk vel. Ári síðar, á Þor- láksmessu, var hann á gangi í Austurstræti. Þá kom á móti hon- um maður, svolítið rakur, og söng við raust: „Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann. Hitti hann fyrir sér álfamær, þar rauður loginn brann. Bunan stendur beint út úr b . .. , bunan stendur beint út úr b . . . fram.“ Þessi maður var mjög ánægður með lífið og augsjáanlega þakk- látur próf. Thoroddsen, en hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.