Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 26
26 LÆKNANEMINN ekki að ganga Laufásveginn, þar eð bandaríska sendiráðið er þar til húsa, né í miðbæinn; var ganga þeirra hreinlega leyst upp af lög- reglunni. I þjóðfélagi okkar er umferðaröryggi ávallt í hættu, þegar óæskilegar skoðanir stinga upp kolli úti á götum. Því skuli þær uppbornar í hliðarstrætum. Hinsvegar er umferð trygg, þótt dimittentar eða peysufataklæddir verzlunarskælingar eða skólafólk skálmi um stræti, eða mótmælt sé innrás Rússa í Tékkóslóvakíu o. s. frv. Þegar hylltur er nýkjörinn forseti, stöðvast öll umferð á aðal- umferðargötu bæjarins í langan tíma. Þetta er mergurinn málsins, þótt áreiðanlega verði einhver til þess að snúa útúr þessu. Hve bók- staflega á að taka hugtakið lýð- ræði ? Flestir vilja hylla forsetann, allir fordæma ofbeldi Rússa. En veitir það sérréttindi til aðgerða, sem ekki eru þoldar, ef minnihluta- skoðun á í hlut? Hvert er hið raunverulega frelsi einstaklingsins til þess að tjá skoðanir sínar full- um hálsi? Hvaða hætta steðjar að alvörulýðræði, ef þau ,,mistök“ henda, að óeirðamaður skuli fá að flytja mál sitt í sjónvarpi, eða útvarpsþættir um umdeildar skoð- anir séu endurteknir vegna fjölda áskorana? Ég sé aðeins eina: að hinar úthúðuðu skoðanir geti orðið vinsælar og þar með ógnað hinum ríkjandi skoðunum kerfisins. Því þarf að koma þeim fyrir kattar- nef. — En einmitt þetta er ekki lýðræði. — Túlkun kerfis okkar á lýðræði er í mörgu líkt því, sem reifað hefur verið í fyrri köflum frá öðrum löndum. Ekki var því heldur að búast við, að erlendir stúdentar fengju hér góða pressu, einsog áður hefur verið sagt. Þó ber með sanni að geta greinar- bálks í Mbl., þar sem rangtúlkana gætir í óvenjulitlum mæli; er hann í rauninni eina vísbendingin um, að erlendir stúdentar hafi gert eitthvað annað en að slást úti á götum. Fyrirsagnir og smáfréttir hafa þó mun meira áróðursgildi, og þær hafa yfirleitt beinzt að því að undirstrika ábyrgðarleysi, ofbeldishneigð og stjórnleysishug- myndir stúdenta í neikvæðustu merkingu. Og allt kerfið tók und- ir. Forsætisráðherra landsins eyddi þjóðhátíðarræðu sinni s. 1. sumar m. a. í að vara við þessum villukenningum, og einn dáti hans tók undir í annarri ræðu sama dag. Hótanir eða hótfyndni birt- ust í leiðurum: „Skrílslæti verða ekki þo!uð,“ „Þeir (verðir laga og réttar) verða að setja sig í spor umhyggjusamrar móður, sem á í erfiðleikum með börn sín á mót- þróaaldrinum. Þegar barn er þrjózkt, dugir ekki að láta hart mæta hörðu. Það er auðveldasta leiðin til að láta uppeldið mistak- ast.. .“ (Vísir, leiðari 30/12 ’68). „Það þykir fínt að vera upp- reisnargjarn, en slík árátta flæð- ir yfir öll lönd nú á meðal mennta- fólks“ (Vísir, Þrándur í Götu). Borið er lof á lögregluna. Banda- rískur aðmíráll stingur einmitt um ■sömu mundir uppá vel þjálfaðri, íslenzkri varðliðasveit, sem eigi að láta ýmis vandamál til sín taka. Hvaða vandamál? Kannski innrás Rússa? Því hef ég hér ráðizt af tölu- verðu gjósti að Morgunblaðinu, að það er bæði voldugt og í órjúfan- legu samlífi við íslenzkt valda- kerfi og hugsmuni þess. Og vin- ur er sá, sem til vamms segir. Stúdentar ættu að hafa vel opin augu fyrir þeirri stóru kröm, sem óneitanlega gæti skapazt af því samlífi í pasturslitlu lýðræði. Hitt er svo annað mál, að burtséð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.