Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 26

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 26
26 LÆKNANEMINN ekki að ganga Laufásveginn, þar eð bandaríska sendiráðið er þar til húsa, né í miðbæinn; var ganga þeirra hreinlega leyst upp af lög- reglunni. I þjóðfélagi okkar er umferðaröryggi ávallt í hættu, þegar óæskilegar skoðanir stinga upp kolli úti á götum. Því skuli þær uppbornar í hliðarstrætum. Hinsvegar er umferð trygg, þótt dimittentar eða peysufataklæddir verzlunarskælingar eða skólafólk skálmi um stræti, eða mótmælt sé innrás Rússa í Tékkóslóvakíu o. s. frv. Þegar hylltur er nýkjörinn forseti, stöðvast öll umferð á aðal- umferðargötu bæjarins í langan tíma. Þetta er mergurinn málsins, þótt áreiðanlega verði einhver til þess að snúa útúr þessu. Hve bók- staflega á að taka hugtakið lýð- ræði ? Flestir vilja hylla forsetann, allir fordæma ofbeldi Rússa. En veitir það sérréttindi til aðgerða, sem ekki eru þoldar, ef minnihluta- skoðun á í hlut? Hvert er hið raunverulega frelsi einstaklingsins til þess að tjá skoðanir sínar full- um hálsi? Hvaða hætta steðjar að alvörulýðræði, ef þau ,,mistök“ henda, að óeirðamaður skuli fá að flytja mál sitt í sjónvarpi, eða útvarpsþættir um umdeildar skoð- anir séu endurteknir vegna fjölda áskorana? Ég sé aðeins eina: að hinar úthúðuðu skoðanir geti orðið vinsælar og þar með ógnað hinum ríkjandi skoðunum kerfisins. Því þarf að koma þeim fyrir kattar- nef. — En einmitt þetta er ekki lýðræði. — Túlkun kerfis okkar á lýðræði er í mörgu líkt því, sem reifað hefur verið í fyrri köflum frá öðrum löndum. Ekki var því heldur að búast við, að erlendir stúdentar fengju hér góða pressu, einsog áður hefur verið sagt. Þó ber með sanni að geta greinar- bálks í Mbl., þar sem rangtúlkana gætir í óvenjulitlum mæli; er hann í rauninni eina vísbendingin um, að erlendir stúdentar hafi gert eitthvað annað en að slást úti á götum. Fyrirsagnir og smáfréttir hafa þó mun meira áróðursgildi, og þær hafa yfirleitt beinzt að því að undirstrika ábyrgðarleysi, ofbeldishneigð og stjórnleysishug- myndir stúdenta í neikvæðustu merkingu. Og allt kerfið tók und- ir. Forsætisráðherra landsins eyddi þjóðhátíðarræðu sinni s. 1. sumar m. a. í að vara við þessum villukenningum, og einn dáti hans tók undir í annarri ræðu sama dag. Hótanir eða hótfyndni birt- ust í leiðurum: „Skrílslæti verða ekki þo!uð,“ „Þeir (verðir laga og réttar) verða að setja sig í spor umhyggjusamrar móður, sem á í erfiðleikum með börn sín á mót- þróaaldrinum. Þegar barn er þrjózkt, dugir ekki að láta hart mæta hörðu. Það er auðveldasta leiðin til að láta uppeldið mistak- ast.. .“ (Vísir, leiðari 30/12 ’68). „Það þykir fínt að vera upp- reisnargjarn, en slík árátta flæð- ir yfir öll lönd nú á meðal mennta- fólks“ (Vísir, Þrándur í Götu). Borið er lof á lögregluna. Banda- rískur aðmíráll stingur einmitt um ■sömu mundir uppá vel þjálfaðri, íslenzkri varðliðasveit, sem eigi að láta ýmis vandamál til sín taka. Hvaða vandamál? Kannski innrás Rússa? Því hef ég hér ráðizt af tölu- verðu gjósti að Morgunblaðinu, að það er bæði voldugt og í órjúfan- legu samlífi við íslenzkt valda- kerfi og hugsmuni þess. Og vin- ur er sá, sem til vamms segir. Stúdentar ættu að hafa vel opin augu fyrir þeirri stóru kröm, sem óneitanlega gæti skapazt af því samlífi í pasturslitlu lýðræði. Hitt er svo annað mál, að burtséð

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.