Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 68
LÆKNANEMINN
6It
ódýrari. Þessi stofnun hefur einn-
ig tölvu á leigu frá IBM, og hefur
hún verið notuð til kennslu í til-
raunaskyni og gefizt nokkuð vel,
en kostnaðurinn er gífurlegur.
Minnir mig, að mánaðarleiga tæk-
isins sé um 8000 dollarar.
Önnur kennsluaðferð, sem beitt
er sums staðar, er kölluð „Pro-
blem solving method“. Byggist
hún á því, að viðfangsefni kennsl-
unnar sé eitthvert raunverulegt
vandamál læknisfræðinnar, sem
leysa skal. Þessi kennsluaðferð er
rökrétt, þar sem starf flestra
lækna miðast að því að leysa slík
vandamál, og er talið skynsam-
legt að venja nemendurna strax á
það. Kennsluaðferð þessi verður
einna bezt skýrð með dæmi. Þeg-
ar kenna á um sykursýki, er byrj-
að á því að segja frá sjúklingi
með þann sjúkdóm og áhugi stúd-
entsins þar með vakinn á efninu.
Síðan er gangur sjúkdómsins rak-
inn og jafnframt farið í allar þær
greinar læknisfræðinnar, sem
greining og meðferð sykursýki
snertir. Þessi aðferð er mjög vin-
sæl meðal nemenda og kennara og
ryður sér því ört til rúms.
Breytingar á skipulagi kennslu
og kennslutækni hafa haft í för
með sér aukinn reksturskostnað
læknaskólanna. Skólagjöld hafa
hækkað geysilega, en þrátt fyrir
það hrökkva þau skammt fyrir
öllum kostnaði skólanna. Meiri-
hluti rekstrarfjárins kemur frá
Bandaríkjastjórn eða stjórnum
einstakra ríkja. Læknaskólarnir
bera sig yfirleitt illa vegna fjár-
skorts, og eru nýlega búnir að fara
þess á leit, að ríkisstjórnin taki
meiri þátt í hinum aukna kostnaði,
og benda jafnframt á, að verið er
að reyna að bæta hina almennu
læknisþjónustu. Liður í þeim
endurbótum er, að vísindarann-
sóknir í grunngreinunum hafa
dregizt nokkuð saman, en í
stað þeirra hefur aukizt vísinda-
vinna í sambandi við klínisku
greinarnar, sálfræði og þjóðfélags-
fræði. Stefna þessi er auðvitað
bein afleiðing þeirra vandamála,
sem Bandaríkjamenn eiga við að
stríða bæði heima og erlendis. Hef-
ur ríkisstjórnin ekki talið sér
fært að veita áfram nær ótakmark-
að fé til grunnrannsókna í læknis-
fræði, þar sem framfarir á þeim
sviðum virðast ekki hafa orðið til
þess að bæta raunverulega læknis-
þjónustu í landinu. Aftur á möti
virðist ríkisstjórnin fúsari til að
veita fé til rannsókna á sviði
kennslufræði, sálfræði og þjóð-
félagsfræði innan læknaskólanna,
og hafa skólarnir því neyðzt til að
breyta um stefnu til þess að
tryggja fjárhagslega framtíð sína.
#
1. fyllibytta: „Ég ætla að kaupa allar gull- og demantanámur í heim-
inum.“
2. fyllibytta: „Ég er nú ekki viss um að ég vilji selja."
#
1. fyllibytta: „Veiztu hvað klukkan er?“
2. fyllibytta: „Já.“
1. fyllibyt.ta: „Þakka þér fyrir.“