Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 68

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 68
LÆKNANEMINN 6It ódýrari. Þessi stofnun hefur einn- ig tölvu á leigu frá IBM, og hefur hún verið notuð til kennslu í til- raunaskyni og gefizt nokkuð vel, en kostnaðurinn er gífurlegur. Minnir mig, að mánaðarleiga tæk- isins sé um 8000 dollarar. Önnur kennsluaðferð, sem beitt er sums staðar, er kölluð „Pro- blem solving method“. Byggist hún á því, að viðfangsefni kennsl- unnar sé eitthvert raunverulegt vandamál læknisfræðinnar, sem leysa skal. Þessi kennsluaðferð er rökrétt, þar sem starf flestra lækna miðast að því að leysa slík vandamál, og er talið skynsam- legt að venja nemendurna strax á það. Kennsluaðferð þessi verður einna bezt skýrð með dæmi. Þeg- ar kenna á um sykursýki, er byrj- að á því að segja frá sjúklingi með þann sjúkdóm og áhugi stúd- entsins þar með vakinn á efninu. Síðan er gangur sjúkdómsins rak- inn og jafnframt farið í allar þær greinar læknisfræðinnar, sem greining og meðferð sykursýki snertir. Þessi aðferð er mjög vin- sæl meðal nemenda og kennara og ryður sér því ört til rúms. Breytingar á skipulagi kennslu og kennslutækni hafa haft í för með sér aukinn reksturskostnað læknaskólanna. Skólagjöld hafa hækkað geysilega, en þrátt fyrir það hrökkva þau skammt fyrir öllum kostnaði skólanna. Meiri- hluti rekstrarfjárins kemur frá Bandaríkjastjórn eða stjórnum einstakra ríkja. Læknaskólarnir bera sig yfirleitt illa vegna fjár- skorts, og eru nýlega búnir að fara þess á leit, að ríkisstjórnin taki meiri þátt í hinum aukna kostnaði, og benda jafnframt á, að verið er að reyna að bæta hina almennu læknisþjónustu. Liður í þeim endurbótum er, að vísindarann- sóknir í grunngreinunum hafa dregizt nokkuð saman, en í stað þeirra hefur aukizt vísinda- vinna í sambandi við klínisku greinarnar, sálfræði og þjóðfélags- fræði. Stefna þessi er auðvitað bein afleiðing þeirra vandamála, sem Bandaríkjamenn eiga við að stríða bæði heima og erlendis. Hef- ur ríkisstjórnin ekki talið sér fært að veita áfram nær ótakmark- að fé til grunnrannsókna í læknis- fræði, þar sem framfarir á þeim sviðum virðast ekki hafa orðið til þess að bæta raunverulega læknis- þjónustu í landinu. Aftur á möti virðist ríkisstjórnin fúsari til að veita fé til rannsókna á sviði kennslufræði, sálfræði og þjóð- félagsfræði innan læknaskólanna, og hafa skólarnir því neyðzt til að breyta um stefnu til þess að tryggja fjárhagslega framtíð sína. # 1. fyllibytta: „Ég ætla að kaupa allar gull- og demantanámur í heim- inum.“ 2. fyllibytta: „Ég er nú ekki viss um að ég vilji selja." # 1. fyllibytta: „Veiztu hvað klukkan er?“ 2. fyllibytta: „Já.“ 1. fyllibyt.ta: „Þakka þér fyrir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.