Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 25

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 25
LÆKNANEMINN 85 1968). Þegar Bandaríkjamenn gerast griðrofar og ráðast inn í Dóminíska lýðveldið, þá er ekki haft hátt um það. Þeg- ar Rússar gerast griðrofar og ráð- ast inn í Tékkóslóavakíu, þá er hrópað. Yfirleitt er í stjórnmála- umræðum hafður sá háttur, eins og í öðrum blöðum, að menn kæri sig ekki um að gangast við skrif- um sínum. Sagt er m. a. s., að ráðherra skrifi hin vikulegu Reykjavíkurbréf Mbl., drýgindis- lega palladóma um allt milli himins og jarðar. Því trúi ég ekki. Ráð- vandur ráðherra í iýðræðisríki mundi ekki skipa reisn sinni á pall með slægð huldufólksins. Mig furðar, að ráðherrar skuli ekki hafa hreinsað sig opinberlega af óhróðrinum. Um pólitíska sam- ræðu í leiðurunum eða velvakanda- þönkum „reiðrar húsmóður úr vesturbænum“ er ekki að fjölyrða og þaðan af síður um Staksteina- kastið, sem liggur á mörkum vits- munalegra hræringa. Stundum er dulin viðvörun milli lína: „Auð- vitað hefur Aron Guðbrandsson leyfi til að hafa sínar skoðanir, alveg einsog kommúnistar, nazist- ar og stjórnleysingjar . .(leið- ari). Enn ættum við að muna áróður blaðsins gegn læknum, er þeir stóðu í kjaradeilu og voru í ráðherraónáð. Einsog að líkum lætur, hefur Mbl. í hlutverki sínu sem málgagn hins sterka í félagskerfi íslend- inga og um leið varðhundar skoð- anakerfis hans, sínar eigin hug- myndir um lýðræði og frelsi. Eft- ir að hafa birt villandi ummæli neitar það stundum um rúm fyrir leiðréttingar, og þekki ég til þess dæmi. Einn borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hefur kvartað sár- lega undan sjónvarpinu fyrir að hlífa okkur ekki við fréttamynd- um frá Vietnam. Eru þær þó yfir- leitt bandarískar og því ekki lík- legar til að flytja rangan málstað. Þetta er að vísu ekki yfirlýst skoð- un blaðs eða flokks, en samt er eftirtektarvert, hvaðan hún kem- ur. Um skoðanir minnihlutahópa: „Þá þótti það einnig furðulegt, að annar óeirðamaður skyldi leiddur fram í sjónvarpið til að flytja þar mál sitt. Nú má segja, að mistök geti alltaf hent.. .“ (Reykjavík- urbréf 5/1 1969). „Mistökin“ eru í því fólgin, að borgari með minni- hlutaskoðun skuli geta flutt mál sitt, svo að fólk geti heyrt. Mynd- ir frá brezkum hundasýningum eru sennilega á æðri stöðum álitn- ar heppilegra fréttaefni fyrir Is- lendinga en frásagnir af hræði- legu stríði í heiminum eða ís- lenzkri þjóðmálabaráttu. „Enda þótt Mbl. hafi haft um það forustu að leyfa frjálsar um- ræður, vill blaðið taka fram, að það er stolt af því að hafa hliðr- að sér hjá að birta áróðursgrein frá Aroni Guðbrandssyni þess efnis .. .“ (leiðari). Vitaskuld gegnir sama máli um skoðanir, sem frambornar eru öðruvísi en að skrifa í blöð, sem fáir lesa. Ef hóp- ur manna lætur í ljós á kröfu- spjöldum þá skoðun sína við út- lendinga, að hann sé gegn aðild lands síns í NATO: „Niður- læging“ (Staksteinar) „kommún- istar beittu sér fyrir skrílslátum í sambandi við ráðherra- fund Atlantshafsbandalagsríkj- anna, sem haldinn var hér í sum- ar og leituðust þar með við að vanvirða Islendinga í augum er- lendra manna. Þeir hikuðu ekki við í því tilviki að svíkja loforð, sem þeir höfðu gefið lögreglunni þá, um framkvæmd friðsamlegra mótmælaaðgerða“. NATO-and- mælendur á þessu sumri fengu

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.