Læknaneminn - 01.09.1969, Page 44

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 44
LÆKNANEMINN ýmsum þáttum uppbyggingarinn- ar. Auk þess sem sænska ríkið ver allmiklu fé til þróunarlandanna, verja ýmis áhugamannasamtök í Svíþjóð allmiklu fé til uppbygg- ingarstarfsemi í þessum löndum. Má þar nefna sænska trúboðasam- bandið og félagsskap, sem kallast „Rádda barnen“ og starfrækir mjög vel útbúið barnasjúkrahús í Jemen og á Arabíuskaga. Hann vinnur einnig að útrýmingu berkla- veiki og holdsveiki á stóru svæði við Viktoríuvatnið í Tanzaníu, legg- ur mikið af mörkum til útrýming- ar holdsveiki í Ethiopiu og rekur umfangsmikla starfsemi á sviði almennrar heilsugæzlu barna í Addis Ababa í Ethiopiu. Ethiopia liggur í norð-austur- horni Afríku, á milli 4. og 16. gr. norðlægrar beiddar. Að flatarmáli er landið um 800 þús. km2. Því er skipt niður í 12 fylki. Mestur hluti landsins liggur hærra en 1500 m yfir sjó, og stærsti hluti þess er ein samfelld háslétta, sundurskor- in af djúpum gljúfrum og dölum, og upp úr hásléttunni gnæfa f jalla- tindar allt upp í 4.500 m hæð yfir hafflöt. Vegna hæðarmismunar hinna ýmsu landshluta er loftslag- ið mjög breytilegt, hitabeltislofts- lag á láglendi, víða mjög heitt og rakt, en temprað loftslag og mjög þægilegt og heilnæmt uppi á há- sléttunni. Úrkoman er breytileg eftir hæð yfir hafflöt — meiri eft- ir því sem neðar dregur. Skiptast á þurrkatímabil og rigningatímabil. er stendur yfir í 4 mán., frá júní til september. Ársúrkoman i Addis Ababa er rnn 1000 mm. Rignir venjulega í kröftugum skúrum, en bjart er á milli. Land- ið er mjög strjálbýlt eða aðeins um 17 íbúar á km2. Úr jörðu er numin platina, salt og gull. Álitið er, að margir aðrir málmar leynist í jörðu, en það er lítið sem ekkert kannað ennþá. Yfir gullnáminu, sem er í eigu keisarans og ríkisins, ríkir mikil leynd. Nægilegt vatn finnst í landinu, en lítið er um vatnsveitur og áveitur. Mikið er um fallvötn, en vatnsorkan er að- eins að mjög litlu leyti nýtt ennþá. Mestir eru fossarnir í Bláu Níl, er kemur úr Tanavatninu og samein- ast Hvítu Níl við Kartum í Súdan og myndar % hluta vatnsmagns Hvítu Nílar. Þannig berst úr há- fjöllum Ethiopiu hin frjósama mold Nílarósa. Aðeins 4% af yfir- borði landsins er þakið þéttum skógi og um 25% savannagróðri. Skóginum hefir verið eytt um aldaraðir vegna ofbeitar og öflun- ar eldiviðar. Álitið er, að 50% landsins sé ræktanlegt. Láta mun nærri, að um 22 millj. manna byggi Ethiopiu, og þar af eru um 40% yngri en 15 ára. Þjóð-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.