Læknaneminn - 01.10.1987, Side 8

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 8
þ.e. drepið nær yfir stórt heilasvæði og slíkt heilablóðfall kemur án við- vörunareinkenna (þ.e. án T.I.A.). Blóðrek frá hjarta er því ekki algeng orsök T.I.A. Líta verður á T.I.A. sem viðvör- unareinkenni fyrir heiladrep. Margir T.I.A. sjúklingar deyja auk þess vegna hjartavöðvadreps. Áætlað hef- ur verið að u.þ.b. þriðjungur T.I.A. sjúklinga fái „slag“ innan 5 ára, af þeim fimmtungur innan mánaðar og helmingur innan árs. Eftir að hafa haft T.I.A. í 6 mánuði eru líkur á „slagi“ taldar vera 5% á ári, eða um fimm sinnum meiri en hjá fólki al- mennt á sama aldri. Innan við íjórð- ungur slagtilfella kemur hins vegar í kjölfar T.I.A.1 Af þeim sjúklingum sem fá endurtekin T.I.A. köst fær u.þ.b. þriðjungur fyrr eða síðar heiladrep, þriðjungur fær áframhald- andi köst án varanlegs skaða og hjá þriðjungi hætta köstin með tíman- um. T.I.A. köst standa í helmingi til- fella í innan við 5 mínútur, í fjórð- ungi tilfella í 5-60 mínútur og í fjórð- ungi tilfella í 1-24 klst. Tíðnin getur verið frá einu kasti á ævinni upp í tugi kasta á dag. Einkenni: Þrír meginæðastofnar næra heil- ann, botnslagæð (a. basilaris) að aft- an og hálsslagæð (a. carotis) sitt hvoru megin að framan. Einkenni tímabundinnar blóðþurrðar ráðast af hvar truflunin á blóðflæðinu verð- ur (sjá töflu 3).1' 3 Þættir úr heilsufarssögu sem huga þarf að: Er um að ræða einkenni frá öðrum hlutum blóðrásarinnar (angina pectoris, claudicatio intermittens) eða áhættuþætti fyrir æðasjúkdóma (háþrýsting, reykingar, offitu, syk- ursýki, notkun p-pillunnar, hækkaða blóðfitu, of- eða vanstarfsemi í skjald- kirtli, hækkun þvagsýru í blóði)?1, 3’ 7'9 Einn áhættuþáttur sem virðist hafa verið verulega vanmetinn er ofneysla áfengis, annars vegar almennt og hins vegar skömmu áður.7, 10 Klínísk skoðun: *’ 3’ 11 Skoðun á taugakerfi leiðir í ljós hvort einhver brottfallseinkenni eru til staðar, en þau eru þó oft gengin yfir þegar sjúklingurinn kemur til læknis. Við speglun augnbotna má e.t.v. sjá embolíur í æðum. Hlusta þarf vandlega yfir hjarta (m.t.t. hugsanlegrar embolíuuppsprettu þar). Þegar um einkenni frá fremra æðakerfi heilans (carotis) er að ræða, getur verið minnkaður púls í háls- slagæð (a. carotis) og að sama skapi aukinn púls í gagnaugaslagæð (a. temporalis). Hlusta ber með Tafla 2: Helstu mismunagreiningar T.I.A. - Staðbundin flogaveiki — Mígreni - Sykurskortur í blóði (hypoglycaemia) - Heilaæxli (t.d. blæðing í því) — Blæðing undir heilabast (haemorrhagia subduralis) — Heilablæðing (sjúklingur með blæðingu í stúku (thalamus) getur verið vel vakandi og laus við höfuðverk og uppköst) Tafla 3: Helstu einkenni T.I.A. 1. Einkenni vegna truflunar í öðru hvoru fremra (carotis) æðakerfinu: - Skammvinn blinda (amaurosis fugax) á auganu sömu megin (ipsila- teralt). — Skert sjónsvið (homonym hemianopia), helftarlömun (hem- iparesa), og/eða skert húðskyn (hemihypalgesia/hypesthesia) í gagn- stæðri (contralateral) hlið. - Ef ríkjandi heilahvel: Truflun í málmyndun (málstol eða áfasía), lestri (dyslexia) og/eða reikningi (dyscalculia). - Stundum kemur höfuðverkur eftir á. 2. Einkenni vegna truflunar í aftara (vertebrobasilar) æðakerfinu: - Verkur í hnakka, jafnvel dögum saman. - Skert sjón/blinda eða ljósleiftur í misstórum hlutum af öðru eða báðum sjónsviðum (posterior cerebral æðarnar) . - Tvísýni (diplopia), augntif (nystagmus), augnlokasig (ptosis), and- litslömun, dofi í andliti, eyrnasuð (tinnitus), kyngingarörðugleikar (dysphagia), þvoglumælgi (dysarthria), illa samhæfðar hreyfingar (ataxia), svimi (vertigo), ógleði og uppköst, skert meðvitund (heila— stofn/litli heili). - Sjúklingur hnígur niður (tonustap í ganglimum) án þess að missa meðvitund (drop-attack), lömun í einum eða fleiri útlimum (corticosp- inal brautir) . I sumum tilvikum koma einkennin fram eða versna við hreyfingar höfuðs. 3. Transient global amnesia syndrome: Skyndileg og tímabundin skerðing á skammtímaminni, en ekki lang- tímaminni eða minni fyrir líðandi stund (immediate memory). Talið stafa af truflaðri starfsemi í dreka (hippocampus) annars eða beggja gagnaugablaða heilans. 6 LÆKNANEMINN M9S7-40. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.