Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 8
þ.e. drepið nær yfir stórt heilasvæði og slíkt heilablóðfall kemur án við- vörunareinkenna (þ.e. án T.I.A.). Blóðrek frá hjarta er því ekki algeng orsök T.I.A. Líta verður á T.I.A. sem viðvör- unareinkenni fyrir heiladrep. Margir T.I.A. sjúklingar deyja auk þess vegna hjartavöðvadreps. Áætlað hef- ur verið að u.þ.b. þriðjungur T.I.A. sjúklinga fái „slag“ innan 5 ára, af þeim fimmtungur innan mánaðar og helmingur innan árs. Eftir að hafa haft T.I.A. í 6 mánuði eru líkur á „slagi“ taldar vera 5% á ári, eða um fimm sinnum meiri en hjá fólki al- mennt á sama aldri. Innan við íjórð- ungur slagtilfella kemur hins vegar í kjölfar T.I.A.1 Af þeim sjúklingum sem fá endurtekin T.I.A. köst fær u.þ.b. þriðjungur fyrr eða síðar heiladrep, þriðjungur fær áframhald- andi köst án varanlegs skaða og hjá þriðjungi hætta köstin með tíman- um. T.I.A. köst standa í helmingi til- fella í innan við 5 mínútur, í fjórð- ungi tilfella í 5-60 mínútur og í fjórð- ungi tilfella í 1-24 klst. Tíðnin getur verið frá einu kasti á ævinni upp í tugi kasta á dag. Einkenni: Þrír meginæðastofnar næra heil- ann, botnslagæð (a. basilaris) að aft- an og hálsslagæð (a. carotis) sitt hvoru megin að framan. Einkenni tímabundinnar blóðþurrðar ráðast af hvar truflunin á blóðflæðinu verð- ur (sjá töflu 3).1' 3 Þættir úr heilsufarssögu sem huga þarf að: Er um að ræða einkenni frá öðrum hlutum blóðrásarinnar (angina pectoris, claudicatio intermittens) eða áhættuþætti fyrir æðasjúkdóma (háþrýsting, reykingar, offitu, syk- ursýki, notkun p-pillunnar, hækkaða blóðfitu, of- eða vanstarfsemi í skjald- kirtli, hækkun þvagsýru í blóði)?1, 3’ 7'9 Einn áhættuþáttur sem virðist hafa verið verulega vanmetinn er ofneysla áfengis, annars vegar almennt og hins vegar skömmu áður.7, 10 Klínísk skoðun: *’ 3’ 11 Skoðun á taugakerfi leiðir í ljós hvort einhver brottfallseinkenni eru til staðar, en þau eru þó oft gengin yfir þegar sjúklingurinn kemur til læknis. Við speglun augnbotna má e.t.v. sjá embolíur í æðum. Hlusta þarf vandlega yfir hjarta (m.t.t. hugsanlegrar embolíuuppsprettu þar). Þegar um einkenni frá fremra æðakerfi heilans (carotis) er að ræða, getur verið minnkaður púls í háls- slagæð (a. carotis) og að sama skapi aukinn púls í gagnaugaslagæð (a. temporalis). Hlusta ber með Tafla 2: Helstu mismunagreiningar T.I.A. - Staðbundin flogaveiki — Mígreni - Sykurskortur í blóði (hypoglycaemia) - Heilaæxli (t.d. blæðing í því) — Blæðing undir heilabast (haemorrhagia subduralis) — Heilablæðing (sjúklingur með blæðingu í stúku (thalamus) getur verið vel vakandi og laus við höfuðverk og uppköst) Tafla 3: Helstu einkenni T.I.A. 1. Einkenni vegna truflunar í öðru hvoru fremra (carotis) æðakerfinu: - Skammvinn blinda (amaurosis fugax) á auganu sömu megin (ipsila- teralt). — Skert sjónsvið (homonym hemianopia), helftarlömun (hem- iparesa), og/eða skert húðskyn (hemihypalgesia/hypesthesia) í gagn- stæðri (contralateral) hlið. - Ef ríkjandi heilahvel: Truflun í málmyndun (málstol eða áfasía), lestri (dyslexia) og/eða reikningi (dyscalculia). - Stundum kemur höfuðverkur eftir á. 2. Einkenni vegna truflunar í aftara (vertebrobasilar) æðakerfinu: - Verkur í hnakka, jafnvel dögum saman. - Skert sjón/blinda eða ljósleiftur í misstórum hlutum af öðru eða báðum sjónsviðum (posterior cerebral æðarnar) . - Tvísýni (diplopia), augntif (nystagmus), augnlokasig (ptosis), and- litslömun, dofi í andliti, eyrnasuð (tinnitus), kyngingarörðugleikar (dysphagia), þvoglumælgi (dysarthria), illa samhæfðar hreyfingar (ataxia), svimi (vertigo), ógleði og uppköst, skert meðvitund (heila— stofn/litli heili). - Sjúklingur hnígur niður (tonustap í ganglimum) án þess að missa meðvitund (drop-attack), lömun í einum eða fleiri útlimum (corticosp- inal brautir) . I sumum tilvikum koma einkennin fram eða versna við hreyfingar höfuðs. 3. Transient global amnesia syndrome: Skyndileg og tímabundin skerðing á skammtímaminni, en ekki lang- tímaminni eða minni fyrir líðandi stund (immediate memory). Talið stafa af truflaðri starfsemi í dreka (hippocampus) annars eða beggja gagnaugablaða heilans. 6 LÆKNANEMINN M9S7-40. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.