Læknaneminn - 01.10.1987, Side 9

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 9
Tafla 4: Rannsóknir vegna T.I.A - Blóðrannsóknir: Blóðhagur, athuganir á blóðflögum, storkupróf, lues- próf, blóðsykur, kólesteról, triglyceríð, þvagsýra, skjaldkirtilspróf. - Röntgenrannsókn af brjóstholi. - Hjartarit, Holterrit, ómskoðun af hjarta. - Tölvustýrðar sneiðmyndir af höfði/heila. - Heyrnarvakin svör í heilastofni (brainstem auditory evoked response) - Dopplerrannsókn og ómskoðun hálsæða. - Æðamyndataka (angíógrafía) af heilaæðum. - Röntgenrannsókn af hálsliðum. hlustpípu yfir hálsslagæðunum, einkum yfír greiningarstað þeirra (carotis bifurcationinni), bæði með höfuðið beint fram og snúið til hlið- anna. Systólískt flæðishljóð sem heyrist yfir hálsslagæð stafar þó ekki nauðsynlega af þrengslum í æðinni. Óhljóð vegna iðumyndunar og vegg- titrings getur t.d. einnig stafað af skyndilegri stefnubreytingu blóð- fiæðisins, þar sem æð greinist eða hlykkjast, minnkaðri seigju blóðsins og auknum hraða. Þannig getur óhljóð fylgt auknu blóðflæði vegna blóðleysis, sótthita eða ofstarfsemi í skjaldkirtli. Hlustpípa sem þrýst er of fast að slagæð getur Iagt hana saman og framkallað „gervióhljóð11. Við æðamyndatöku reynist aðeins helmingur sjúklinga með óhljóð yftr hálsslagæð hafa þar marktæk þrengsli og margir hafa þar veruleg þrengsli án þess að nokkuð óhljóð heyrist. Óhljóð ofarlega á hálsi, rétt neðan við kjálkabarðið, svara best til hálsslagæðarþrengsla. Hj artaóhlj óð geta leitt upp í hálsæðar, en heyrast þá venjulega best neðan viðbeins og dvína eftir því sem ofar dregur á hálsinum. Óhljóð vegna þrengsla í viðbeinsslagæð (a. subclavia) heyr- ast alla jafna best í ofanviðbeinsgróf- inni (fossa supraclavicularis) og dvína e.t.v. ef þrýst er á æðina. Rétt er að hlusta einnig yfir hvoru auga fyrir sig (með hitt augað lokað, til að draga úr óhljóðum vegna augnaloks- vöðvasamdráttar). Óhljóð yfir auga getur stafað af þrengslum í hálsslag- æðinni innan höfuðkúpunnar, en einnig af æðamissmíð (arteriovenous malformation). Greinst getur lækk- aður húðhiti á enni. Þegar um einkenni frá aftara (ver- tebrobasilar) kerfinu er að ræða get- ur heyrst flæðishljóð yfir mörkum viðbeinsslagæðarinnar og hryggslag- æðarinnar og upp eftir hryggslagæð- inni (a. vertebralis). Athuga ber hreyfigetuna í hálshryggnum (m.t.t. slitgigtar í hálshrygg) og hvort ein- kennin versni við einhverjar hreyf- ingar þar. Mælst getur ójafn blóð- þrýstingur í handleggjunum („subclavian steal“). Rannsóknir vegna tíma- bundinnar blóðþurrðar í heila: Rannsóknir beinast að því að stað- festa sjúkdómsgreininguna, finna or- sök einkennanna og athuga áhættu- þætti. Helstu rannsóknir sem völ er á hjá sjúklingum með T.I.A.1’ 3’ 11-17 eru taldar upp í töflu 4. Val rann- sókna ræðst af eðli einkenna og aldri sjúklings. Hjá sjúklingum sem eru eldri en 45-50 ára og hafa marga áhættuþætti fyrir æðakölkun er lík- legast að T.I.A. eigi rætur að rekja til æðakölkunar. Hjá yngri einstakl- ingum eru aðrir æðasjúkdómar (t.d. vasculitis eða fibromuscular dysplas- ia), hjartasjúkdómar og blóðsjúk- dómar líklegri skýring. Hjá þeim er því lögð áhersla á skoðun hjartans, m.t.t. uppsprettu blóðreks þar (t.d. vegna lokusjúkdóma eða hjartslátt- artruflana) og rannsóknir á samsetn- ingu blóðsins og starfsemi blóðílagn- anna. Ef talið er líklegt að hjálpa megi sjúklingi með skurðaðgerð á heilaæðum er æðamyndataka af heilaæðum nauðsynleg. Slík rann- sókn er hins vegar síður en svo hættulaus. Aður eru því notaðar ein- faldari aðferðir til að meta flæðið í slagæðunum og ástand veggja þeirra, þ.e. dopplerrannsókn og óm- skoðun. Tölvustýrðar sneiðmyndir af heila eru mikilvægar, annars vegar til að útiloka mismunagreiningar á borð við heilaæxli og heilablæðingu og hins vegar til að meta hvort var- anlegur skaði hefur orðið, þ. e. heila- drep. A þetta ekki síst við ef blóð- þynningarmeðferð er fyrirhuguð. Röntgenrannsókn af hálshrygg getur sýnt merki um slitgigt, sem talin er geta átt þátt í framköllun einkenna frá aftari blóðrás heilans. Heyrnar- vakin svör í heilastofni (brainstem auditory evoked response) („tauga- greinir“) hafa reynst gagnleg við greiningu/mismunagreiningu tíma- bundinna áfalla vegna truflana í aft- ari blóðrás heilans (vertebrobasilar insufficiency). Meðferð: 1. Ná niður háþrýstingi — varlega þó! 18' l9' 20 Svæðisbundin sjálfstemprun (au- toregulation) blóðflæðis í heilaæðum breytist við langvarandi háþrýsting og við blóðþurrð í heila. Of mikil og skyndileg lækkun blóðþrýstings get- ur því aukið á skaðan. Það ber því að lækka blóðþrýstinginn ef um háþrýstingskreppu er að ræða, en annars ekki. 2. Meðhöndla aðra tengda kvilla (svo sem hjartasjúkdóma, sykursýki, LÆKNANEMINN 4Í987-40. árg. 7

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.