Læknaneminn - 01.10.1987, Page 11

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 11
blóðflæði til heilans með samdrætti heilaæða (vegna aukningar kalsíums í sléttum vöðva æðanna), aukið seiglu blóðsins (með minnkaðri af- myndunarhæfni rauðra blóðkorna vegna aukins kalsíummagns í himnu þeirra og kalsíum hefur e.t.v. áhrif á samloðun blóðflagna) og aukið nið- urbrot próteina og fosfólípíða og los- un frírra fitusýra, m.a. arakídonsýru, með myndun prostaglandína og thromboxans, sem valdið geta frek- ari vefjaskaða með frekari æðasam- drætti, samloðun blóðflagna o.s.frv. Aukning á fríum radikölum (orku- ríkum efniseindum með stakri elekt- rónu á ystu braut) við blóðþurrð í heila kann að vera mikilvægur þátt- ur í þeim skaða sem verður. Kals- íumblokkarar (t.d. nifedípín og verapamíl) og lyf sem blokka fría radikala (t.d. E-vítamín, C-vítamín, sítrónusýra, DMSO) ættu því að vera gagnleg við staðbundinni blóð- þurrð í heila, en hagnýtt notagiidi á eftir að sýna sig. Dýratilraunir lofa góðu, en það verður að túlka niður- stöðurnar varlega og bíða eftir að Iokið verði klínískum prófunum á fólki. Við blóðþurrð, stuðlar loftíirrt niðurbrot sykurs að mjólkursýru blóðsýringu (lactic acidosis), sem eykur á heilaskaðann. Hár blóðsykur eykur enn á þetta. Er því ráðlegt að halda blóðsykrinum í skeíjum. Hugsaniegt er að draga megi úr skaða af völdum skerts súrefnisfram- boðs til heilans með því að draga úr efnaskiptum hans og þannig súrefn- isþörfinni. Er verið að reyna ýmis lyf í þessu skyni, svo sem svefnlyf, svæf- ingalyf og krampalyf, en hagnýtt notagildi er enn óljóst. Endorfín virðast líka skipta þarna máli. Nal- oxone og dynorphine hafa reynst vel í dýratilraunum, en ekki eins vel á fólki. Notkun barkstera hefur reynst árangurslaus. 6. Æðaaðgerðir. '■ 34'40 Brottnám æðastíflu úr hálsslagæð (carotis endarterectomia/thromb- ectomia) hefur verið mikið notuð að- gerð vegna verulegra þrengsla eða sármyndunar í eða við upphaf innri háisslagæðar (a. carotis int.), þ.e. ut- an höfuðkúpunnar. Það er þó langt frá því sannað að árangur sé betri en við lyfjameðferð og áhættan er veru- leg. Hlutverk þessarar aðgerðar verður því að teljast óljóst. Leita þarf' svara við spurningum á borð við hvort aðgerðin sé yfirleitt réttlæt- anleg og ef svo er, í hvaða tilvikum og hvaða tækni eigi að nota við hana. LJtan-innankúpu æðahjáveita (extracranial-intracranial arterial bypass) vegna æðakölkunar í innri hálsslagæð (a. carotis interna) eða miðhjarnaslagæð (a. cerebri media) var algeng aðgerð. Niðurstaða vand- lega útfærðrar alþjóðlegrar rann- sóknar margra stofnanna (1377 sjúklingar) var hins vegar að aðgerð- in væri gagnslaus, þ.c. að ekki tækist að draga úr heilablóðfalli þrátt fyrir að blóð streymdi um vel opna æða- hjáveitu. Árangur af aðgerðum á aftari blóðrás heilans hefur reynst lélegur og hlutverk þeirra afar óljóst, enda er þeim sjaldan beitt. HEIMILDIR: 1. Furlan A. J. Transient ischemic attacks. Postgrad Med 1984:75:183- 189. 2. Dyken M. L., Fisher M., Harri- son M. J. G., Hart R. G. Car- diogenic brain embolism. Arch Neurol 1986:43:71-84. 3. Gilroy H., Meyer J. S. Medical Neurology, bls. 535-610 (Cere- brovascular diseases). Macmillan Publ. Co., Inc., New York, 1979. 4. Foster J. W., Hart R. G. Anti- thrombotic therapy for cerebro- vascular disease. Prevention and treatment of stroke. Postgrad Med 1986:80: 199-206. 5. Wallis W. E., Donaldson I., Scott R. S., Wilson J. Hypo- glycemia masquerading as cere- brovascular disease. Ann Neurol 1986:18:510-512. 6. Silas J. H., Grant D. S., MaddocksJ. L. Transient hemi- paretic attacks due to unrecogn- ised nocturnal hypoglycaemia. Br Med J 1981:282:132- 133. 7. von Arbin M., Britton M., de Faire U., Tisell Á. Circulatory manifestations and risk factors in patients with acute cerebro- vascular disease and in matched controles. Acta Med Scand 1985:218:373-380. 8. Howard G., Toole J. F., Frye- Pierson J., Hinshelwood L. C. Factors influencing the survival of 451 transient ischemic attack patients. Stroke 1987:18:552-557. 9. Rogers R. L., Meyer J. S., Mort- el K. F. Additional predisposing risk factors for atherothrombotic cerebrovascular disease among treated hypertensive volunteers. Stroke 1987:18:335-341. 10. Wilkins M. R„ Kendall M. J. Stroke affecting young men after alcoholic binges. Br Med J 1985:291:1342. 11. Factor S.A., Dentinger M. P. Early brain-stem auditory evok- ed respons- es in vertebrobasilar transient ischemic attacks. Arch Neurol 1987: 44:544-547. 12. Biedert S„ Betz H„ Reuther R. Directional C-W doppler sono- graphy in the diagnosis of basilar artery disease. Stroke 1987:18:101-107. 13. Zwiebel W. J„ Strother C. M„ Austin C. W„ Sackett J. F. Comparison of ultrasound and IV-DSA for carotid evaluation. Stroke 1985:16:633- 643. 14. Todnem K„ Vik-Moe H. Cere- LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 9

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.