Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 11

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 11
blóðflæði til heilans með samdrætti heilaæða (vegna aukningar kalsíums í sléttum vöðva æðanna), aukið seiglu blóðsins (með minnkaðri af- myndunarhæfni rauðra blóðkorna vegna aukins kalsíummagns í himnu þeirra og kalsíum hefur e.t.v. áhrif á samloðun blóðflagna) og aukið nið- urbrot próteina og fosfólípíða og los- un frírra fitusýra, m.a. arakídonsýru, með myndun prostaglandína og thromboxans, sem valdið geta frek- ari vefjaskaða með frekari æðasam- drætti, samloðun blóðflagna o.s.frv. Aukning á fríum radikölum (orku- ríkum efniseindum með stakri elekt- rónu á ystu braut) við blóðþurrð í heila kann að vera mikilvægur þátt- ur í þeim skaða sem verður. Kals- íumblokkarar (t.d. nifedípín og verapamíl) og lyf sem blokka fría radikala (t.d. E-vítamín, C-vítamín, sítrónusýra, DMSO) ættu því að vera gagnleg við staðbundinni blóð- þurrð í heila, en hagnýtt notagiidi á eftir að sýna sig. Dýratilraunir lofa góðu, en það verður að túlka niður- stöðurnar varlega og bíða eftir að Iokið verði klínískum prófunum á fólki. Við blóðþurrð, stuðlar loftíirrt niðurbrot sykurs að mjólkursýru blóðsýringu (lactic acidosis), sem eykur á heilaskaðann. Hár blóðsykur eykur enn á þetta. Er því ráðlegt að halda blóðsykrinum í skeíjum. Hugsaniegt er að draga megi úr skaða af völdum skerts súrefnisfram- boðs til heilans með því að draga úr efnaskiptum hans og þannig súrefn- isþörfinni. Er verið að reyna ýmis lyf í þessu skyni, svo sem svefnlyf, svæf- ingalyf og krampalyf, en hagnýtt notagildi er enn óljóst. Endorfín virðast líka skipta þarna máli. Nal- oxone og dynorphine hafa reynst vel í dýratilraunum, en ekki eins vel á fólki. Notkun barkstera hefur reynst árangurslaus. 6. Æðaaðgerðir. '■ 34'40 Brottnám æðastíflu úr hálsslagæð (carotis endarterectomia/thromb- ectomia) hefur verið mikið notuð að- gerð vegna verulegra þrengsla eða sármyndunar í eða við upphaf innri háisslagæðar (a. carotis int.), þ.e. ut- an höfuðkúpunnar. Það er þó langt frá því sannað að árangur sé betri en við lyfjameðferð og áhættan er veru- leg. Hlutverk þessarar aðgerðar verður því að teljast óljóst. Leita þarf' svara við spurningum á borð við hvort aðgerðin sé yfirleitt réttlæt- anleg og ef svo er, í hvaða tilvikum og hvaða tækni eigi að nota við hana. LJtan-innankúpu æðahjáveita (extracranial-intracranial arterial bypass) vegna æðakölkunar í innri hálsslagæð (a. carotis interna) eða miðhjarnaslagæð (a. cerebri media) var algeng aðgerð. Niðurstaða vand- lega útfærðrar alþjóðlegrar rann- sóknar margra stofnanna (1377 sjúklingar) var hins vegar að aðgerð- in væri gagnslaus, þ.c. að ekki tækist að draga úr heilablóðfalli þrátt fyrir að blóð streymdi um vel opna æða- hjáveitu. Árangur af aðgerðum á aftari blóðrás heilans hefur reynst lélegur og hlutverk þeirra afar óljóst, enda er þeim sjaldan beitt. HEIMILDIR: 1. Furlan A. J. Transient ischemic attacks. Postgrad Med 1984:75:183- 189. 2. Dyken M. L., Fisher M., Harri- son M. J. G., Hart R. G. Car- diogenic brain embolism. Arch Neurol 1986:43:71-84. 3. Gilroy H., Meyer J. S. Medical Neurology, bls. 535-610 (Cere- brovascular diseases). Macmillan Publ. Co., Inc., New York, 1979. 4. Foster J. W., Hart R. G. Anti- thrombotic therapy for cerebro- vascular disease. Prevention and treatment of stroke. Postgrad Med 1986:80: 199-206. 5. Wallis W. E., Donaldson I., Scott R. S., Wilson J. Hypo- glycemia masquerading as cere- brovascular disease. Ann Neurol 1986:18:510-512. 6. Silas J. H., Grant D. S., MaddocksJ. L. Transient hemi- paretic attacks due to unrecogn- ised nocturnal hypoglycaemia. Br Med J 1981:282:132- 133. 7. von Arbin M., Britton M., de Faire U., Tisell Á. Circulatory manifestations and risk factors in patients with acute cerebro- vascular disease and in matched controles. Acta Med Scand 1985:218:373-380. 8. Howard G., Toole J. F., Frye- Pierson J., Hinshelwood L. C. Factors influencing the survival of 451 transient ischemic attack patients. Stroke 1987:18:552-557. 9. Rogers R. L., Meyer J. S., Mort- el K. F. Additional predisposing risk factors for atherothrombotic cerebrovascular disease among treated hypertensive volunteers. Stroke 1987:18:335-341. 10. Wilkins M. R„ Kendall M. J. Stroke affecting young men after alcoholic binges. Br Med J 1985:291:1342. 11. Factor S.A., Dentinger M. P. Early brain-stem auditory evok- ed respons- es in vertebrobasilar transient ischemic attacks. Arch Neurol 1987: 44:544-547. 12. Biedert S„ Betz H„ Reuther R. Directional C-W doppler sono- graphy in the diagnosis of basilar artery disease. Stroke 1987:18:101-107. 13. Zwiebel W. J„ Strother C. M„ Austin C. W„ Sackett J. F. Comparison of ultrasound and IV-DSA for carotid evaluation. Stroke 1985:16:633- 643. 14. Todnem K„ Vik-Moe H. Cere- LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.