Læknaneminn - 01.10.1987, Page 13

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 13
Gallrauði og sjúkdómar í lifur Ófeigur Þorgeirsson læknanemi Risinn Hver fúlsar við lifrarpylsu, lifrar- kæfu, hrognum og lifur, léttsteiktri lifur að hætti hússins, gómsætri gæsalifur eða lifur yfirleitt í sinni fjölbreyttu mynd? Fáir hygg ég, enda skipar hún veigamikinn sess í gastró- nómískum fræðum. Lifur er samt annað og meira en matur. Hún er stórt líffœri svona eitt og hálft kíló og frá sjónarhóli líffræð- innar stórmerkileg. Reyndar erum við að tala um stærsta kirtil líkam- ans og hlutverkin eftir því margþætt: Lifur framleiðir albúmín og fjölda annara próteina í plasma, viðheldur þéttni blóðsykurs milli mála, er einn helsti framleiðandi lípíða og lípó- próteina, umbrýtur efnasambönd, að ógleymdum útskilnaði á galli út í meltingarveginn. Er hægt að fara fram á meira? Jú, sumir ganga svo langt að kalla hana custodian of the milieu intérieur og því fylgir ekki lítil ábyrgð. Má því með réttu kalla þetta mikla lostœti risann í efnaskiptum lík- amans. Þarf að taka fram að bilun á starfsemi lifrarinnar getur haft víð- tæk áhrif? Lifrin og gallrauðinn Margt getur verið til marks um skerta lifrarstarfsemi. Lifrarensím, storkuþætdr, gallrauði (bilirubin) og fleira. Kostir þess að styðjast við mælingu á gallrauða í blóði þegar lifrarsjúkdómar eiga í hlut eru þó ótvíræðir. Hann segir til um starfs- getu lifrarinnar og er stundum eina vísbendingin um hvað bjáti á og hvar. Pá er hann nokkuð örugg mælistika á starfsgetu hennar. Hin almenna regla er sú að hann aukist alltaf. Síðast en ekki síst þá er bæði auðvelt, einfalt og ódýrt að mæla gallrauða. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Menn verða að hafa haldgóða þekk- ingu á flóknu samspili gallrauða og lifrar vilji þeir færa sér þessa kosti í nyt. Myndun gallrauða Gallrauði er niðurbrotsefni hems og er gerður úr fjórum raðtengdum pyrrólhringjum, tengdum saman af þremur kolefnisbrúm. Hann er fitu- leysanlegur, leysist vel upp í himn- um fruma og á því greiða leið inn í þær. Sjötíu til áttatíu prósent gall- rauðans myndast við niðurbrot á rauðum blóðkornum í reticulo-endo- thelialkerfinu í milta og merg. Ekki bara gömul blóðkorn brotna niður heldur myndast einnig smáhluti gallrauða við niðurbrot á hemi í forstigum rauðra blóðkorna í merg. Sá hluti gallrauðans sem þannig myndast við niðurbrot á óþroskuð- um eða nýmynduðum rauðum blóð- kornum eykst stórlega í megalóblast- ískum anemíum og ýmsum öðrum sjúkdómum. Tuttugu til þrjátíu pró- sent gallrauðans myndast við niður- brot á ýmsum próteinum, öðrum en blóðrauða, sem innihalda hemhópa og skal þar fyrst telja cýtókróm P-450 oxunarkerfið í lifur. (MYND 1) Þegar gallrauðinn myndast íjar- lægist fyrst hemhópurinn úr blóð- rauða eða öðrum hempróteinum. Næst oxast hemið fyrir tilverknað flókins hvatakerfís (hem oxýgenasi) í frymisnetinu og myndast þá gall- græna, Fe+3 og CO. Járnið er endur- nýtt. Gallgræna afoxast síðan í gallrauða, hvatt af biliverdin redúktasa. Umbrotakeðjan frá hemi til gall- rauða fer fram eins og áður sagði í reticulo-endothelialkerfi milta og mergs en einnig innan einkjarna átfruma í Blóðrauði úr gömlum blóðkornum | c. 70% Hem Biliverdin Hem---------------► Gallgræna ------------- Oxygenasi Redúktasi I c. 30% MYND 1. Gallrauði er lokaafurð umbrota á hemi. Við ýmsa blóðsjúkdóma verður áberandi aukning á gallrauða í merg. Gallrauði (c. 300 mg/dag) LÆKNANEMINN 34987-40. árg. 11

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.