Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 13

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 13
Gallrauði og sjúkdómar í lifur Ófeigur Þorgeirsson læknanemi Risinn Hver fúlsar við lifrarpylsu, lifrar- kæfu, hrognum og lifur, léttsteiktri lifur að hætti hússins, gómsætri gæsalifur eða lifur yfirleitt í sinni fjölbreyttu mynd? Fáir hygg ég, enda skipar hún veigamikinn sess í gastró- nómískum fræðum. Lifur er samt annað og meira en matur. Hún er stórt líffœri svona eitt og hálft kíló og frá sjónarhóli líffræð- innar stórmerkileg. Reyndar erum við að tala um stærsta kirtil líkam- ans og hlutverkin eftir því margþætt: Lifur framleiðir albúmín og fjölda annara próteina í plasma, viðheldur þéttni blóðsykurs milli mála, er einn helsti framleiðandi lípíða og lípó- próteina, umbrýtur efnasambönd, að ógleymdum útskilnaði á galli út í meltingarveginn. Er hægt að fara fram á meira? Jú, sumir ganga svo langt að kalla hana custodian of the milieu intérieur og því fylgir ekki lítil ábyrgð. Má því með réttu kalla þetta mikla lostœti risann í efnaskiptum lík- amans. Þarf að taka fram að bilun á starfsemi lifrarinnar getur haft víð- tæk áhrif? Lifrin og gallrauðinn Margt getur verið til marks um skerta lifrarstarfsemi. Lifrarensím, storkuþætdr, gallrauði (bilirubin) og fleira. Kostir þess að styðjast við mælingu á gallrauða í blóði þegar lifrarsjúkdómar eiga í hlut eru þó ótvíræðir. Hann segir til um starfs- getu lifrarinnar og er stundum eina vísbendingin um hvað bjáti á og hvar. Pá er hann nokkuð örugg mælistika á starfsgetu hennar. Hin almenna regla er sú að hann aukist alltaf. Síðast en ekki síst þá er bæði auðvelt, einfalt og ódýrt að mæla gallrauða. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Menn verða að hafa haldgóða þekk- ingu á flóknu samspili gallrauða og lifrar vilji þeir færa sér þessa kosti í nyt. Myndun gallrauða Gallrauði er niðurbrotsefni hems og er gerður úr fjórum raðtengdum pyrrólhringjum, tengdum saman af þremur kolefnisbrúm. Hann er fitu- leysanlegur, leysist vel upp í himn- um fruma og á því greiða leið inn í þær. Sjötíu til áttatíu prósent gall- rauðans myndast við niðurbrot á rauðum blóðkornum í reticulo-endo- thelialkerfinu í milta og merg. Ekki bara gömul blóðkorn brotna niður heldur myndast einnig smáhluti gallrauða við niðurbrot á hemi í forstigum rauðra blóðkorna í merg. Sá hluti gallrauðans sem þannig myndast við niðurbrot á óþroskuð- um eða nýmynduðum rauðum blóð- kornum eykst stórlega í megalóblast- ískum anemíum og ýmsum öðrum sjúkdómum. Tuttugu til þrjátíu pró- sent gallrauðans myndast við niður- brot á ýmsum próteinum, öðrum en blóðrauða, sem innihalda hemhópa og skal þar fyrst telja cýtókróm P-450 oxunarkerfið í lifur. (MYND 1) Þegar gallrauðinn myndast íjar- lægist fyrst hemhópurinn úr blóð- rauða eða öðrum hempróteinum. Næst oxast hemið fyrir tilverknað flókins hvatakerfís (hem oxýgenasi) í frymisnetinu og myndast þá gall- græna, Fe+3 og CO. Járnið er endur- nýtt. Gallgræna afoxast síðan í gallrauða, hvatt af biliverdin redúktasa. Umbrotakeðjan frá hemi til gall- rauða fer fram eins og áður sagði í reticulo-endothelialkerfi milta og mergs en einnig innan einkjarna átfruma í Blóðrauði úr gömlum blóðkornum | c. 70% Hem Biliverdin Hem---------------► Gallgræna ------------- Oxygenasi Redúktasi I c. 30% MYND 1. Gallrauði er lokaafurð umbrota á hemi. Við ýmsa blóðsjúkdóma verður áberandi aukning á gallrauða í merg. Gallrauði (c. 300 mg/dag) LÆKNANEMINN 34987-40. árg. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.