Læknaneminn - 01.10.1987, Side 15

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 15
Haem in red cells Liver enzymes Bilirubin Haem Oxygenase m v m___________p p ;ch-L J-ch2- IX a Biliverdin Reductase m m v 0 xn H •N' H " N' H CH=1 -o Bilirubin MYND 3. Skematísk mynd af upptöku gallrauða í lifur. Gallrauðinn bindst burðarpróteini á frumuhimnunni og albúmin-sameindin heldur út í blóðrásina á nýjan leik. ar- og gallvegasjúkdóma vel þekkt. Þýðing óafturkræfrar bindingar al- búmíns og gallrauða í klíník er óljós. Hún gæti þó hugsanlega verið völd að því að þegar lifrarsjúkdómur hef- ur gengið til baka að þá helst stöku sinnum hyperbílírúbínemían í langan tíma á eftir. Óafturkræfa bindingin gæti einnig skýrt hvers vegna sam- tengdur gallrauði, í einstaka tilvik- um, hættir að skiljast út í þvag áður en að sjáif gulan hefur gengið til baka. Umbrot gallrauða í lifur Óbundinn gallrauði á greiða leið inn í allar frumur líkamans en lifrar- frumur eru duglegri að taka hann upp en aðrar. Þar kemur þrennt til. Lifrarfrumur hafa sérstakt himnu- bundið burðarprótein fyrir gall- rauða, gallrauði bindst sérstökum próteinum innan lifrarfruma og að lifrarfrumur eru einu frumunar sem umbreyta og skilja út gallrauða. Gallrauðinn berst jafnan til lifrar bundin albúmíni eins og áður segir. Saman ganga þessar sameindir auð- veldlega inn í spatium perisinusoideale (space of Disse) sökum þess hve gljúp- ir Iifrarsínusarnir eru. Á himnum lifrarfruma eru burðarprótein sem bindast gallrauða-albúmín tvennd- inni. Þau sjá um flutning gallrauð- ans yflr himnuna. Albúmínið losnar frá og heldur aftur út í blóðrásina. Gallrauði keppir við margar aðrar anjónir um bindingu við þetta burð- arprótein. Menn hafa notfært sér þetta og athugað hæfni lifrar til að taka upp gallrauða með því að gefa sjúklingum með lifrarsjúkdóma an- jónir eins súlfóbrómóphthalein (SBP). Þegar inn í lifrarfrumuna er komið bindst gallrauðinn próteinum. Þau hafa einfaldlega hafa verið nefnd Y og Z af sumum, en aðrir tala um innanfrumupróteinið lígandín í þessu sambandi. Slík binding hindr- ar gallrauðann í að berast aftur út í blóðrásina. Þannig eykst upptaka hans. Afeitrun gallrauða fer fram í slétta frymisnetinu þegar önnur eða báðar karboxýl sýruleifar gallrauð- ans tengjast saman við glúkúróník- sýru. UDP- glúkúrónýl transferasi er hvatinn að samtengingunni. Þannig myndast ein- eða tvíglúkúróníkgall- rauði sem er vatnsleysanlegur og því óeitraður. í mannskepnunni er sam- tengdur gallrauði yfirgnæfandi sem tvíglúkúróník-afleiðan. (MYND 3) LÆKNANF.MINN ^987-40. árg. 13

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.