Læknaneminn - 01.10.1987, Side 25

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 25
hlið frumuhimnunnar þannig að það snýr út. Hér er PNE metýlerað af metýltransferasa IT. Metýlering á PE og þessi afstöðubreyting efnisins í frumuhimnunni breytir eiginleikum hennar og gerir hana gegndræpari fyrir Ca+2, líklegast með því að opna Ca+2-göng. Hækkun á Ca+2 í um- fryminu virkjar fosfólípasa A2 . Þetta ensím hvarfar fosfatidýlkólín (PC) í lysofosfatidylkólín (LYSPC). Mögu- legt er að fosfólípasa A2 sé seytrað út í millfrumuvökvann, þar sem hann vinnur á markfrumunni. LYSPC er efni með fituleysandi eiginleika, einnig örvar það mast frumur(sjá betur síðar)(3,4). Dibutyryl cAMP og efni sem auka styrk cAMP, prostaglandin E„ theophylline og histamin, bæla NK- drápsvirkni, án þess að hafa áhrif á NK-markfrumu bindinguna. Dibu- tyryl cGMP og efni er auka styrk cGMP í cytosol, t.d. karbamýlkólín, auka á NK-virkni og vega upp á móti bæliáhrifum vegna cAMP. Því er líklegt að hlutfallið cAMPxGMP sé mikilvægt í stjórnun frumanna. Sömu efni og hækka styrk cAMP koma einnig í veg fyrir losun lysosó- mal ensíma sem er háð starfi frymis- pípla. Efni einsog colchicine, vincr- istine og vinblastine bæla myndun frymispípla, en með cGMP hefur verið hægt að upphefja þessa bæl- ingu. Frymispíplurnar mynda þær brautir er lysosómal kornin ganga eftir þegar seytrun á sér stað. Calmodulin(CaM) hefur líklega mikla þýðingu í stjórnun NK-virkn- innar, Fluphenazine, efni sem hemur CaM, kemur í veg fyrir nær alla NK-virkni. CaM er Ca+2 birgðarstöð frumunnar. CaM hefur óbeint áhrif á cAMP styrk, virkni phospholipasa A2 og frymispípla, í gegnum stjórnun á innanfrumu Ca+2 styrk(3,4). C. Frumudrápið sjálft Síðasta skrefið er sjálft frumu- drápið. Þá er talið að það eigi sér stað seytrun á frumudrepandi sam- eindum. Margt er það sem bendir til að svo sé. NK-frumur sem með- höndlaðar eru með Sr2+ missa sín korn og því fylgir jafnframt tap á drápsvirkni. Efni svo sem cAMP og PGEl, sem koma í veg fyrir frumu- dráp, koma einnig í veg fyrir seytr- un. Þegar NK-fruman hefur tengst markfrumunni og ræsing hefur átt sér stað, fær Golgi kerfið ein- kennandi staðsetningu og frymis- píplurnar raðast upp í átt að frumu- tengslunum. Því myndast hér braut fyrir korn frá Golgi að frumuhimn- unni. Kornin þjóna líklegast sem flutningstæki fyrir frumudrepandi sameindir. Nokkrar hugmyndir hafa verið á lofti varðandi gerð þessara sameinda. Fyrst var stungið upp á lysosómal ensímum þar sem esterasa blokkerar koma í veg fyrir frumu- dráp. Líkur benda til að þessi ensím séu hydrólasar og með mann- ósa-6-fosfat-hóp sem bindistað. Næsti kandidat var lysofosfatidylkó- lín(LYSPC), sem minnst hefur verið á og er leysiefni runnið frá fosfólípíð- um. Efni sem blokka fosfólípasa A2 koma í veg fyrir frumudráp. Líkur benda þó til að virkni fosfólípasa A2 sé nauðsynleg fyrir fyrri skref frumu- drápsins, en ekki fyrir sjálft drápið (8). Lýst hefur verið leysanlegum þætti sem seytraður er af NK-frum- um og binst viðtökum á yfirborði NK-næmra markfruma. Kom í ljós að NK-frumur sem örvaðar voru með lectinunum phytohaemagglut- inin eða Con A gáfu frá sér leysan- legan þátt sem eyddi markfrumum. Fékk hann nafnið „natural killer cytotoxic factor“(NKCF). Lífefna- fræðileg uppbygging þessa þáttar er lítt kunn, og heldur ekki eðli viðtak- ans á markfrumunni. NKCF binst sérhæft við NK-næmar markfrumur. NKCF hefur verið mönnum nokkur ráðgáta og er tilvist hans nokkuð á reiki, en verið getur að hér sé í raun um lysosómal ensím að ræða(3,4). Dauði markfrumunnar er talinn orsakaður af brenglun á osmótískum þrýstingi. Einangruð hafa verið pró- tein, svokölluð perforin, sem seytruð eru af NK-frumunum og hafa hæfi- leika til að mynda göng í himnu markfrumunnar, en þessar sameind- ir eru mjög fitusæknar. Þessi prótein virðast mynda göng með því að fjöl- liðast(polymerast). Það gerist í ná- vist Ca+2 en Iysosómal ensím gætu komið af stað þessari fjölliðun. Einn- ig geta þessar sameindir myndað göng í himnuna sem gætu auðveldað öðrum eiturefnum leið inní frumuna (3,4). Mörgum spurningum er ósvarað varðandi tengsl og verkunarhátt þessara þátta: perforina, lysosomal ensíma og NKCF. Taffa 2 gefur yfir- lit yfir atburðarrás frumudrápsins (4). Tafla 2. Atburðarrás NK-frumudrápsins A. Mg+2-háð, calmodulin stjórnuð tengsl milli NK-frumunnar og markfrumunnar. NK-viðtakinn tengist markfrumuviðtakanum. B. Fjögur ferli eru virkjuð í NK- frumunni: Myndun súrefnis- milliefna, innflæði Ca+2, trans- metýlering á fosfólípíðum, virkjun á fosfólípasa A2. C. Seytrun á NK-lymfotóxínum hefst sem er orkuháð ferli. D. Frumudrepandi sameindirnar setjast á viðtök á markfrumunni og miðla þar drápinu sem er talið stafa af brenglun á osm- ósujafnvægi markfrumunnar. LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 23

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.