Læknaneminn - 01.10.1987, Page 27

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 27
legt hlutverk þessara frumna hvað varðar stjórnun á staríl blóðmynd- andi veljar. Beinmergsfrumur(vefja- ósamræmalegar) er fluttar voru í mýs með skerta eða enga NK-virkni döfnuðu vel, en frumur sem fluttar voru í mýs með örvaða NK-virkni vegnaði illa. Sýnt var enn betur fram á þetta hlutverk frumanna in vitro þar sem kom í ljós að þær gátu bælt vaxtarhæflleika forstigsfruma hvítra og rauðra blóðkorna. Einnig hefur verið sýnt fram á hlutverk NK- fruma við stjórnun eitilvefjar; þær virðast hvetja T-frumur til þroskun- ar en sýnt hefur verið fram á öfug áhrif á B-frumur, þar sem þær hemja seytrun mótefna og þroskun fru- manna. NK-frumur bæla mótefna- framleiðslu B-fruma sem örvaðar hafa verið með mitogenum. Því hníga sterk rök að því að NK-frum- urnar hafi með stjórnun á mótefna- framleiðslu að gera. Líkur benda til að frumurnar stjórni fyrstu stigum mótefnasvarsins, en T-bælifrumur virðast koma til sögu við að binda endi á svarið. Mikil þéttni NK- fruma á þeim svæðum eitilvefs þar sem B-frumur eru ráðandi virðist undirstrika þetta atriði(16,17,18). Virkjaðar NK-frumur gefa frá sér ýmsa þætti, s.s. interferon a og þ, interleukin-1 og -2, „colony-stimulat- ing-factor“, „B-cell-growth-factor“ og „NK-activating-factor“. Það er ekki ljóst hvort um er að ræða ákveðna undirgerð af NK-frumum, sem framleiðir þessa vaxtarþætti, sem gæti verið frábrugðin þeim NK- frumum sem hafa með bælingu að gera á ónæmiskerfinu. Því virðast NK-frumurnar bæði koma inn í stjórnun á þroskun fruma í blóð- myndandi vef, semog stjórnun á ónæmissvarinu (4). Mjög athyglisverð er hin vaxandi vitneskja um hlutverk NK-frumanna hvað varðar fyrstu vörn gegn sýk- ingaþáttum, s.s. veirum, bakteríum og sníkjudýrum. Líklega mynda NK-frumurnar ósérhæíða varnar- línu, einhverskonar fremstu víglínu gegn innrásarliðinu, áður en hin sér- hæfðari ónæmisferli virkjast. Inter- feron er talið hafa miklu náttúrulegu hlutverki að gegna í því að virkja NK-frumurnar gegn sýkingarvaldin- um(6,19). Lokaorð NK-frumurnar voru uppgötvaðar vegna hæfileika þeirra til að drepa krabbameinsfrumur ýmiskonar. Síð- an þá hefur komið í ljós að þessar frumur gegna annarskonar störfum einnig: stjórna þroskun blóðfruma og mynda ósérhæfða vörn gegn sýk- ingarvöldum og eiga þátt í höfnun beinmergsgræðlinga. Við því er að búast að frumur með slíkt verksvið séu vel varðveittar þróunarlega, þar sem þær hljóta að gegna mjög lífs- nauðsynlegu hlutverki. Enda kemur á daginn að NK-frumur finnast í lítt þróuðum hryggleysingjum sem ekki hafa þróað með sér sérhæft ónæmis- kerfi, þ.e. kerfi með greiningarhæfni T- og B-eitilfruma(20). Virkni NK-fruma gegn sýkingar- völdum undirstrikar það að frum- urnar hafa einhverja möguleika á því að greina á milli sjálfsins og fram- andleikans. Verið getur að virkni NK-frumanna gegn krabbameins- frumum sé í raun afleiðing af slíku grundvallar varnarstarfi. í hrygg- leysingjum hefur einnig verið sýnt fram á virkni NK-fruma gegn heil- brigðum frumugerðum(20). Því get- um við ályktað að stjórnun á þrosk- un og fjölgun annara frumugerða sé annað grundvallarstarf NK-frumna. Bæling á frumulínum með hraðan vöxt gæti einmitt verið önnur skýr- ing á virkni NK-fruma gegn krabba- meini. Þakkir Helgu Ögmundsdóttur ónæmis- fræðingi vil ég færa hinar bestu þakkir fyrir lestur handrits og góðar ábendingar. Heimildaskrá 1. Klein, J.(1982) Immunalogy, the science of self-nonself discrimina- tion. John Wiley & sons, Inc. 2. Ferrarini M., Grossi C.E.(1986) Ultrastructural and cytochemist- ry of the human large granular lymphocytes. í Immunobiology of natural killer cells, vol. I, ritstj. Lotzová E., Herberman R.B.; CRC Press, Inc, Florida, 33-45. 3. Henkart P.A.(1986) Mechanism of NK-cell mediated cytotoxity, í Cancer immunology, Innovative App- roaches to therapy, ritstj. R. B. Herberman; Martinus Nljhoff Publishers, Boston, 123-151. 4. Haliotis T., et al.(1986) Physio- logical and biochemical propert- ies of receptors involved in natur- al killer cell-mediated cytolysis of tumour cells. I Receptors in tumour biology, ritstj. C. M. Chadwick; Cambridge University Press, 1- 29. 5. Hersey P., Bolhuis R. (1987) „Nonspecific“ MHC-unrestricted killer cells and thcir receptors, Immunology today, 8, 233-238. 6. Herberman R.BJ1986) Natural killer cells, Ann. Rev. Med., 37, 347-52. 7. Uchida A.(1986) The cytolytic and regulatory role of natural killer cells in human neoplasia, Biochim Biophys Acta, 865, 329- 340. 8. Abo T., Cooper M.D., Balch C.MJ1982) Postnatal expansion of the natural killer and killer cell population in humans identified by the monoclonal HNK-1 anti- body, J. Exp. Med., 155, 321-326. LÆKNANEMINN Vmr-40. árg. 25

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.