Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 27

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 27
legt hlutverk þessara frumna hvað varðar stjórnun á staríl blóðmynd- andi veljar. Beinmergsfrumur(vefja- ósamræmalegar) er fluttar voru í mýs með skerta eða enga NK-virkni döfnuðu vel, en frumur sem fluttar voru í mýs með örvaða NK-virkni vegnaði illa. Sýnt var enn betur fram á þetta hlutverk frumanna in vitro þar sem kom í ljós að þær gátu bælt vaxtarhæflleika forstigsfruma hvítra og rauðra blóðkorna. Einnig hefur verið sýnt fram á hlutverk NK- fruma við stjórnun eitilvefjar; þær virðast hvetja T-frumur til þroskun- ar en sýnt hefur verið fram á öfug áhrif á B-frumur, þar sem þær hemja seytrun mótefna og þroskun fru- manna. NK-frumur bæla mótefna- framleiðslu B-fruma sem örvaðar hafa verið með mitogenum. Því hníga sterk rök að því að NK-frum- urnar hafi með stjórnun á mótefna- framleiðslu að gera. Líkur benda til að frumurnar stjórni fyrstu stigum mótefnasvarsins, en T-bælifrumur virðast koma til sögu við að binda endi á svarið. Mikil þéttni NK- fruma á þeim svæðum eitilvefs þar sem B-frumur eru ráðandi virðist undirstrika þetta atriði(16,17,18). Virkjaðar NK-frumur gefa frá sér ýmsa þætti, s.s. interferon a og þ, interleukin-1 og -2, „colony-stimulat- ing-factor“, „B-cell-growth-factor“ og „NK-activating-factor“. Það er ekki ljóst hvort um er að ræða ákveðna undirgerð af NK-frumum, sem framleiðir þessa vaxtarþætti, sem gæti verið frábrugðin þeim NK- frumum sem hafa með bælingu að gera á ónæmiskerfinu. Því virðast NK-frumurnar bæði koma inn í stjórnun á þroskun fruma í blóð- myndandi vef, semog stjórnun á ónæmissvarinu (4). Mjög athyglisverð er hin vaxandi vitneskja um hlutverk NK-frumanna hvað varðar fyrstu vörn gegn sýk- ingaþáttum, s.s. veirum, bakteríum og sníkjudýrum. Líklega mynda NK-frumurnar ósérhæíða varnar- línu, einhverskonar fremstu víglínu gegn innrásarliðinu, áður en hin sér- hæfðari ónæmisferli virkjast. Inter- feron er talið hafa miklu náttúrulegu hlutverki að gegna í því að virkja NK-frumurnar gegn sýkingarvaldin- um(6,19). Lokaorð NK-frumurnar voru uppgötvaðar vegna hæfileika þeirra til að drepa krabbameinsfrumur ýmiskonar. Síð- an þá hefur komið í ljós að þessar frumur gegna annarskonar störfum einnig: stjórna þroskun blóðfruma og mynda ósérhæfða vörn gegn sýk- ingarvöldum og eiga þátt í höfnun beinmergsgræðlinga. Við því er að búast að frumur með slíkt verksvið séu vel varðveittar þróunarlega, þar sem þær hljóta að gegna mjög lífs- nauðsynlegu hlutverki. Enda kemur á daginn að NK-frumur finnast í lítt þróuðum hryggleysingjum sem ekki hafa þróað með sér sérhæft ónæmis- kerfi, þ.e. kerfi með greiningarhæfni T- og B-eitilfruma(20). Virkni NK-fruma gegn sýkingar- völdum undirstrikar það að frum- urnar hafa einhverja möguleika á því að greina á milli sjálfsins og fram- andleikans. Verið getur að virkni NK-frumanna gegn krabbameins- frumum sé í raun afleiðing af slíku grundvallar varnarstarfi. í hrygg- leysingjum hefur einnig verið sýnt fram á virkni NK-fruma gegn heil- brigðum frumugerðum(20). Því get- um við ályktað að stjórnun á þrosk- un og fjölgun annara frumugerða sé annað grundvallarstarf NK-frumna. Bæling á frumulínum með hraðan vöxt gæti einmitt verið önnur skýr- ing á virkni NK-fruma gegn krabba- meini. Þakkir Helgu Ögmundsdóttur ónæmis- fræðingi vil ég færa hinar bestu þakkir fyrir lestur handrits og góðar ábendingar. Heimildaskrá 1. Klein, J.(1982) Immunalogy, the science of self-nonself discrimina- tion. John Wiley & sons, Inc. 2. Ferrarini M., Grossi C.E.(1986) Ultrastructural and cytochemist- ry of the human large granular lymphocytes. í Immunobiology of natural killer cells, vol. I, ritstj. Lotzová E., Herberman R.B.; CRC Press, Inc, Florida, 33-45. 3. Henkart P.A.(1986) Mechanism of NK-cell mediated cytotoxity, í Cancer immunology, Innovative App- roaches to therapy, ritstj. R. B. Herberman; Martinus Nljhoff Publishers, Boston, 123-151. 4. Haliotis T., et al.(1986) Physio- logical and biochemical propert- ies of receptors involved in natur- al killer cell-mediated cytolysis of tumour cells. I Receptors in tumour biology, ritstj. C. M. Chadwick; Cambridge University Press, 1- 29. 5. Hersey P., Bolhuis R. (1987) „Nonspecific“ MHC-unrestricted killer cells and thcir receptors, Immunology today, 8, 233-238. 6. Herberman R.BJ1986) Natural killer cells, Ann. Rev. Med., 37, 347-52. 7. Uchida A.(1986) The cytolytic and regulatory role of natural killer cells in human neoplasia, Biochim Biophys Acta, 865, 329- 340. 8. Abo T., Cooper M.D., Balch C.MJ1982) Postnatal expansion of the natural killer and killer cell population in humans identified by the monoclonal HNK-1 anti- body, J. Exp. Med., 155, 321-326. LÆKNANEMINN Vmr-40. árg. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.