Læknaneminn - 01.10.1987, Side 38

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 38
TYGGIGÚMMÍ; H vert stykki inniheldur: Nikótínresín-komplex 20%, samsvarandi Nicotinum 2 mg eða 4 mg. Eiginleikar: Nikótín leysist hægt úr tyggigúmmíi og frásogast í munninum. Mesta blóðþéttni verður eftir 30 mínútna tyggingu og er þá svipuð og 30 mínútum eftir að reykt er ein meðalsterk sígaretta. Tilgangurinn er að draga úr fráhvarfseinkennum, þegar reykingum er hætt. Ábendingar: Hjálpargagn til að hætta reykingum. Efnið má því aðeins nota að reykingum sé algjörlega hætt. Frábendingar: Meðganga. Brjóstagjöf. Varúð: Nikótín veldur bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum. Ber því að varast, að börn nái í tyggigúmmíið. Við slæma hjarta- og æðasjúkdóma verður að varast áhrifnikótíns, þ.e. aukinn hjartsláttarhraða og hækkun blóðþrýstings vegna aukinnar mótstöðu í blóðrásinni. Aukaverkanir: Erting í munni, koki og vélindi. Munnsár. Meltingaróþægindi. Útbrot. Skammtastærðir handa fullorönum: Yfirleitt á að nota tyggigúmmí með 2 mg/stk., en má auka í 4 mg/stk., effráhvarfseinkenni eru mjög mikil. Hámarksskammtur er 12 stk. 2 mg/stk. á dag. Draga berjafnt og þétt úr notkuninni og ekki má nota tyggigúmmíið lengur en 3 mánuði í senn. Pakkningar: Tyggigúmmí 2 mg/stk.: 105 stk. (þynnupakkað). Tyggigúmmí 4 mg/stk.: 105 stk. (þynnupakkað). Hverri pakkningu Nicorette skulu fylgja leiðbeiningar á íslenzku um notkun efnisins og varnaðarorð. G. ÓLAFSSONH.F./AB LEO

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.